Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 28
28
KYLFINGUR
Penina.
þröngar og flestar liggja þar að meira
eða minna leiti í sveig. Tjarnir og
lækir koma lítillega við sögu, en það
á að vera auðvelt að skora á þessum
velli, ef maður heldur sig á braut.
Auk þessa vallar er annar völlur
norðan vegar eins og sagt er og því
stundum nefndur Norðurvöllur, en
annars heitir hann MONCHIQUE.
Þessi völlur er aðeins 9 holur, og það
er allt í lagi að leika hann, ef maður
kemst ekki að á Meistaravellinum.
Inn á milli brautanna á Meistaravell-
inum er litill völlur, sem þeir kalla
QUINTA. Hann er í raun skemmd
á þessu svæði, þar sem honum hefur
verið troðið þarna. Geta menn alveg
sleppt því að leika þessar 9 holur, því
að litla ánægju er af þeim að hafa.
Hótelgestir leika ókeypis á völlunum
þarna, en fyrir utanaðkomandi kost-
ar 5000 escudos að leika á Meistara-
vellinum en 3000 escudos á hvorn 9
holu völlinn um sig. Meistaravöllur-
inn er 6263 m að lengd, og parið er
73. Norðurvöllurinn er hins vegar
par 36, og hann er 3185 m að lengd.
Litli völlurinn er hins vegar par 33 og
lengdin ekki nema 2000 m. Allar
þessar tölur skyldi taka með mikilli
varkárni, vegna þess að þær eru ekki
réttar. Á þessum völlum þremur ber
aldrei saman skorkorti og teiga-
merki, og getur jafnvel skeikað tals-
verðu, og oftast nær virðist hvoru
tveggja rangt. Rétt er að benda á
það, að PENINA er ákaflega þægi-
legur staður fyrir eldra fólk og las-
burða, þar sem vellirnir eru nánast
rennisléttir og gengið út á þá beint
frá hótelinu.
Rétt vestan við Penina er komið á
mjög skemmtilegan völl, sem heitir
PALMARES. Hann er 18 holur með
pari 71, og hann er 5584 m að lengd
frá klúbbteigum. Völlur þessi er sér-
kennilegur að því leyti, að hann er í
senn bæði skógar- og strandvöllur.
Flestar brautirnar liggja í skógivöxn-
um hlíðum, sem eru mjög mishæð-
óttar, en nokkrar brautir eru niðri
við strönd og ber þar mikið á sandi.
Völlurinn er sæmilega opinn og
ágætur til leiks. Þarna eru hröðustu
flatirnar á Algarve og mjög gaman
að leika þarna. Golfskálinn er ekki
stór og búningsherbergi og böð léleg.
Matsalan ekki stór en ágæt, og
starfsfólkið er einkar þægilegt í við-
móti. Það kostar 4300 að leika þarna
og afsláttur veittur svipað og annars
staðar, að Penina undanskildu.
Kennsla er þarna ódýrari en annars
staðar á Algarve.
Talsvert vestar liggur enn einn
golfvöllurinn. PARQUE DA FLOR-
ESTA. Þessi völlur er alveg nýr og
þess vegna ennþá dálítið hrár. Þessi
völlur er mjög sérkennilegur og stór-
brotinn. Segja má, að hann hangi að
miklu leyti utan í fjallshlíðunum
þarna og er mjög vandasamt að leika
sumar brautirnar. Þá er hann svo
mishæðóttur, að það er ekki á allra
færi að ganga þennan völl, og því
nauðsynlegt fyrir flesta að leigja sér
golfvagn. En þeir eru enn sem komið
er af skornum skammti. Engu að
síður er mjög gaman að koma á
þennan völl, og menn mynnast hans
lengi. Hann er 5524 m langur af
klúbbteigum, og parið er 72. Æf-
ingasvæði er ekkert ennþá, en stend-
ur til bóta. Golfskálinn er ekki stór
en notalegur með ágætri matsölu og
þokkalegri verslun. Böð og búnings-
herbergi eru fullnægjandi. Starfsfólk
er þarna ákaflega alúðlegt eins og á
Palmares.
Frá þessum velli er ekki nema hálf-
tíma akstur á heimsenda, en svo er
Capo Vicente oft nefndur, en hann
er vesturoddi Algarve. Mjög gaman
er að koma þangað og virða fyrir sér
stórskorna sjávarhamra.
Sjálfsagt er fyrir þá sem fara til
Algarve að skoða sig dálítið um. Það
er ákaflega skemmtilegt að aka upp
í fjöllin fyrir ofan ströndina, sérstak-
lega hjá Monchique. Strandbæir eru
margir og flestir ákaflega skemmti-
legir. Matur er feikna góður, og þó
einkum fiskurinn þeirra, sem gefur
ekkert íslenskum fiski eftir. Sérstak-
lega eru góðir matsölustaðir í Lagos.
Rétt er að taka fram, að sennilega
finnst ekki ódýrari matur í Evrópu
en i Portúgal. Þarna er einnig þægi-
legt og ódýrt að versla hvers konar
fatnað og þá sérstaklega barnafatn-
að og skófatnað. Þeim sem hyggja
á innkaup er bent sérstaklega á Porti-
mao sem hentugan verslunarstað.
Faro er ekki mjög áhugaverð, en
gaman er að koma til Albufeira, þó
svo að mikið séaf ferðamönnum.
Það sem er þó ef til vill athygli-
verðast þarna er, hversu álúðlegt
fólkið er og þægilegt í allri um-
gengni. Peningar virðast enn sem
komið er ekki skipta jafn miklu máli
eins og víðast annars staðar. Nætur-
líf er ekki mjög fjölskrúðugt, enda
kemur fólk fyrst og fremst til hvild-
ar, sólbaða og golfleiks. Hótel eru
mörg og margvísleg, og flest eru þau
góð. Hótel Quinta do Lago ber þó
af um flesta hluti.
Það verður enginn fyrir vonbrigð-
um, sem kýs að verja sumarleyfi sinu
á Algarve.