Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 14

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 14
14 KYLFINGUR FRÁ KVENNANEFND Starf kvennanefndar hefur legið niðri um tíma hér í GR, og allt kvennastarf legið í láginni. Nú er ætlunin að reyna að breyta þessu til hins betra. Skipuð hefur verið sér- stök kvennanefnd á nýjanleik, í henni eru eftirfarandi konur: Erla Pálmadóttir, formaður Gerðhömrum 16, 112, R. vs. 696402, hs. 675152 Guðbjörg Sveinsdóttir Markarflöt 39, 210 G., vs. 53999, hs. 46616 Ágústa Guðmundsdóttir, Hraunbraut 12, 200 K., hs. 43971 Unnur Hermannsdóttir Melseli 20, 109 R., vs. 82200, hs. 73983 Nefndin hefur þegar tekið til starfa og fyrsta verkefni hennar var að halda sérstakan kvennafund í Golfskálanum þ. 7. apríl sl. Boðað var til fundarins með bréfi til allra kvenna klúbbsins og mættu um 40 Skipuð hefur verið ný unglinga- nefnd, en Rósmundur Jónsson, sem veitt hefur henni forstöðu síðustu árin baðst undan endurskipun. Það er Eyjólfur Jónsson sem hefur tekið að sér að stýra unglinga- nefndinni þetta árið. Nefndin hefur þegar hafið störf, og í mars byrj- u æfinga- og kennslutímar hjá John Drummond fyrir þá ungl- inga sem fengið hafa forgjöf. Þessir tímar eru á sunnudögum kl. 14 fyrir 14 ára og yngri, en 15 - 18 ára eru kl. 15. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu er búið að ganga frá mótaskrá sumarsins, og í henni eru tilgreind unglingamót- in. Sett verður á laggirnar holukeppni hjá unglingum í sumar, þar sem Eria Púlmadóttir, formaður kvermartefndar. konur á fundinn, sem tókst vel í alla staði. Fjallað var um málefni kvenna innan klúbbsins og viðraðar ýmsar hugmyndir. Ákveðið var að sérstakir kvenna- tímar yrðu í golfskólanum hjá John Drummond, að Bíldshöfða 16, og varð tíminn kl. 11.00 til 12.00 á laug- ardögum fyrir valinu. Þá hefur verið ákveðið, að fastir kennslutímar kvenna í sumar verði á þriðjudögum kl. 17.00 til 18.00 og frátekinn rástími fyrir konur á sömu dögum kl. 18.00 til 19.00. Hugmyndir eru uppi um að kaupa samstæðan klæðnað fyrir konur í keppt verður í tveimur aldursflokk- um, þ.e. 14 ára og yngri og 15 - 18 ára. Mót þessi verða tvö hjá hvorum hópi, annars vegar mót sem fer fram í maí og júni, og hins vegar mót í júlí og ágúst. Mótin verða stigamót, þ.e. ekki verður um útsláttarkeppni að ræða eins og í venjulegri holukeppni, heldur keppir einn við alla og allir við einn á svipaðan hátt og gert er í venjulegum skákmótum. Auglýst verður síðar um nánar keppnisfyrir- komulag og tímasetningu á hverri umferð. Það er Verslunin Vogue, sem mun verða bakhjarl þessara móta og gefa verðlaun til þeirra. Unglinganefndin vonast til að starfið verði öflugt í sumar og skorar á alla þá sem eru tilbúnir til að vinna með nefndinni eða búa yfir góðum tillögum að gefa sig fram. GR og er það mál í vinnslu. Strax og tækifæri gefst til, þá verður auglýst hvað á boðstólum verður. Ákveðið hefur verið, að kvenna- nefnd og konur í GR annist VOR- BLÓT að þessu sinni. Þannig að nú koma konur á VORBLÓTIÐ með karla sína eða stakar, en ekki öfugt. VORBLÓTIÐ fer fram laugardaginn 6. maí nk. og hefst með borðhaldi kl. 20.00 (þrátt fyrir Eurovision, sem annars verður hægt að kíkja á í kjall- ara skálans ef vill). Ýmsar uppákom- ur verða væntanlega og gjörningar og síðan leikur hljómsveit fyrir dansi fram eftir nóttu. Eru félagar hvattir til að fjölmenna á VORBLÓTIÐ og panta sér miða hjá framkvæmda- stjóra sem fyrst, þvi að reikna má með, að uppselt verði á þessa fjörugu skemmtun. Rétt er að benda konum klúbbsins á það, að kvennanefndin er mjög op- in fyrir öllum tillögum. Þá væntir nefndin góðrar þátttöku kvenna i klúbbstarfinu á komandi sumri. D Nýr ritari á skrifstofu. Gerður Hannesdóttir Gerður Hannesdóttir hefur verið ráðin í starf ritara á skrifstofu klúbbsins. Mun hún verða í hálfu starf, þ.e. frá kl. 13.00 til 17.00. Gerður er alvön hvers konar skrif- stofustörfum, en hún vann áður hjá Vinnueftirliti Ríkisins. G. Ólafssyni og Mothercare. Gerður er 34 ára að aldri. Eiginmaður hennar er Gunnar Skaftason, framkvæmdastjóri og eiga þau tvö börn. Kylfingur býður Gerði velkomna til starfa hjá GR. Unglingastarfið

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.