Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 5

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 5
KYLFINGUR 5 armenn vafalaust við þá um- ræðu. Ákveðið var að byggja hæð í ca. 400 m2 húsi. hæðin fyr- ir kerrugeymslur og annað, m.a. geymslur fyrir eldhús. Efri hæðin er hugsuð sem kennsluaðstaða fyrir kylfinga að vetri til, fram- tíðarverslun, aðstöðu fyrir ræsi o.fl. Framkvæmdir við bygging- una gengu vel, samið var við verktaka um bygginguna og ákveðið að fjármagna hana með lánum. Kostnaður við bygging- una og þær innréttingar sem komnar eru er 3.208.109 krónur. Þar sem skápar fyrir kerrur og fataskápar voru frekar seint til- búnir til notkunar hefur stjórnin ákveðið að greiðslur fyrir skápaleigu fyrir 1988 og 1989 verði látnar gilda fyrir 1989 og 1990. Ég hef hér að framan getið helstu framkvæmda, sem unnið hefur verið að á liðnu starfsári. Ég er þess full- viss að sjaldan áður í sögu GR hafa framkvæmdir verið jafn miklar. Enda voru allar forsendur fyrir hendi, þ.e. mikill fjöldi félaga, litlar skuldir, þ.e. fjárhagsstaðan góð. Stjórninni var ljóst, að með ákvörð- unum um svo miklar framkvæmdir var verið að setja eðlilegar fram- kvæmdir tveggja ára á eitt ár. Ákvarðanir voru teknar um að fjár- magna hluta framkvæmdanna með lánum, sem eiga að greiðast að mestu leyti niður á næsta ári. Stjórnin telur ekki rétt að klúbbur eins og GR stofni til mikilla skulda. Þannig á almenna reglan að vera sú, að fram- kvæmt sé fyrir það fé, sem til ráð- stöfunar er á hverjum tíma. Mig langar til að víkja aðeins að þeirri áætlun um ráðstöfun fram- kvæmdafjármagns, sem lögð var fyr- ir síðasta aðalfund og bera hana saman við þær niðurstöður, sem ég nú hef kynnt. Gert var ráð fyrir 2.5 milljónum í vélakaup, jafnframt upplýsti ég á þeim tíma, að sú upphæð væri of lág, þörfin væri meiri. Hún reyndist vera 4.1 milljón. í vélageymslu var gert ráð fyrir 1.5 milljónum og í hana var ráðstafað 1.4 milljónum. I framkvæmdir á völlum var reiknað með 400 þúsund i Korpúlfsstaði og 1100 þúsund í 5. og 8. flötina. Segja má að þarna hafi tvennt gerst, þ.e. framkvæmdir við þessar flatir fóru umtalsvert fram úr áætlun og hitt, að í raun var rangt að gera ekki ráð fyrir öðrum framkvæmdum á vellin- um. Þær áttu að hluta að vera fyrir- séðar, þ.e. alltaf er um einhverjar framkvæmdir við teiga o.fl. að ræða. Eins hef ég áður minnst á, að vélakaupin kröfðust meiri vegagerð- ar og grjóthreinsunar en gert hafði verið ráð fyrir. Framkvæmdir á Korpúlfsstöðum fóru ca. 10% fram úr áætlun. Þá var reikn að með 700 þúsund í breytingar á anddyri. Seinna var eins og áður sagði ákveðið með breyting- ar i kjallara. Samtals kostuðu breyt- ingar í anddyri og kjallara 1.8 millj- ónir. Auk þessa var, eins og ég hef þeg- ar skýrt, ráðstafað 3.2 milljónum í æfingahús. Niðurstaða alls þessa er því fram- kvæmdir fyrir 14.7 milljónir. Kappleikir og afrek. Störf kappleikjanefndar voru með hefðbundnu sniði á starfsárinu. Eyjólfur Jónsson var formaður nefndarinnar og má segja, að störf hennar hafi mætt mjög á honum og reyndar of mikið, þannig að ekki varð nægileg dreifing á þessu um- fangsmikla starfi, sem fer fram í kappleikjanefndinni. Kann ég Eyj- ólfi hinar bestu þakkir fyrir. Breytingar á mótshaldinu voru ekki miklar. Henson-keppnin féll út af dagskrá, en nýtt mót var hins veg- ar Stórmót Stöðvar 2. í því móti var bryddað á ýmsum nýmælum, sem voru athyglisverð. Klúbburinn annaðist Landsmót að þessu sinni. Var það fjölmenn- asta Landsmót, sem haldið hefur verið, með 309 þátttakendum. Stjórnin var sammála um að leggja ekki áherslu á að halda mótið ,,með stæl“ heldur skyldi megináhersla vera, að framkvæmd yrði hnökra- laus og góð. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim félögum sem buðu fram krafta sína og aðstoðuðu við Ofl er fjöhnennt á svölum golfskálans.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.