Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 34

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 34
34 KYLFINGUR Landsmót 1988 Landsmót í golfi 1988 fór fram á Grafarholtsvelli. Að þessu sinni voru skráðir keppendur'í upphafi móts 309, og var það í fyrsta skipti, sem keppendafjöldi fór yfir 300. Móts- stjóri var Eyjólfur Jónsson. Keppnin í meistarflokki karla var mjög skemmtileg og barátta mikil eins og endranær. Á fyrsta degi tók Tryggvi Traustason GK forystuna og var á 74 höggum. í 2. sæti var Sig- urður Sigurðsson GS á 75, og jafnir i 3. sæti voru Eiríkur Guðmundsson GR og Úlfar Jónsson GK, sem átti titil að verja. Nokkuð hvasst var á 2. degi í meistaraflokki, eins og reyndar einn- ig var á 1. degi, og setti það mjög svip á leik manna. Sigurður Sigurðs- son lék vel og náði forystunni, var samtals á 151 höggi. Þrír kylfingar voru höggi lakari, Tryggvi Trausta- son, Úlfar Jonsson og Sveinn Sigur- bergsson GK, sem náði besta skori dagsins eða 74 höggum. Nokkuð bil var í næstu menn, sem voru Ingi Jóhannesson GR og Eiríkur Guð- mundsson. EUsabet Á. Möller, sigurvegari í 2. ftokki kvenna. Á 3. degi lék Sigurður enn betur og jók forystu sína. Hann lék á 73 höggum og var samtals á 224. 3 höggum á eftir honum í 2. sæti var Úlfar Jónsson á 227. Sveinn Sigurbergsson var í 3. sæti og Tryggvi Traustason í því 4. Besta skori dagsins náði Óskar Sæ- mundsson GR, er hann lék á 72 höggum. Sigurður lét engan bilbug á sér finna síðasta daginn og lék manna best, var á 72 höggum, og sigraði því á 296 höggum samtals. Varð hann í lokin 6 höggum á undan næsta manni, sem var Sveinn Sigurbergs- son, en hann lék á 302 höggum. Öll- um á óvart náði Úlfar Jónsson ekki nema 3. sæti á 304 höggum, en flestir ef ekki allir höfðu spáð honum næsta auðveldum sigri í mótinu. En svona er golfið, það getur allt gerst í þessari íþrótt. Jafnir í 4. sæti urðu síðan Hannes Eyvindsson GR og Tryggvi Traustason. í meistaraflokki kvenna urðu miklar sviptingar frá degi til dags. Á fyrsta degi var Ragnhildur Sigurðar- dóttir GR með mikla forystu eða 7 högg, en hún lék á 78 höggum þann dag. f 2. sæti var Steinunn Sæ- mundsdóttir GR á 85. Ásgerður Sverrisdóttir GR var í 3. sæti á 86 höggum, og Karen Sævarsdóttir GS var á 87. Hins vegar var íslands- meistarinn frá fyrra ári, Þórdís Geirsdóttir GK, í 5. sæti á 88 högg- um. Steinunn Sæmundsdóttir gerði betur en að vinna upp forskot Ragn- hildar á 2. degi í rokinu. Hún lék á 80 höggum og tók forystuna á 165 höggum samtals. Ragnhildi gekk illa og lék á 88 höggum og var þannig á 166 höggum samtals. Þessar konur voru nokkuð i sérflokki, því að í 3. sæti var Karen Sævarsdóttir á 173 höggum. Ásgerður var í 4. sæti ásamt Öldu Sigurðardóttir GK, báðar á 174 höggum. Alda náði besta skori dagsins ásamt Steinunni, 80 högg. Steinunn Sæmundsdóttir jók for- ystu sína á 3. degi og var samtals á 249 höggum. Karen Sævarsdóttir lék best allra þennan dag, var á 78 höggum, og skaust upp i 2. sætið, samtals á 251 höggi. Ragnhildur var íslandsmeistarar karla og kvenna: Sigurður Sigurðsson og Steinunn Scemundsdóttir.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.