Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 26
26
KYLFINGUR
Golf á Algarve
Það færist æ meir í vöxt, að Is-
lendingar bregði sér til Portúgal í
sumarleyfí. Enda er það engin furða,
þar sem landið er sólríkt, verðlag er
mjög lágt, og fólkið i landinu er
einkar alúðlegt. íslenskir kylfingar
hafa enn ekki alveg áttað sig á því,
að í Portúgal er mjög gott að leika
golf. Þar eru nokkrir af bestu golf-
völlum Evrópu, vallargjöld eru lág
og fremur auðvelt að komast að á
völlunum. Það eru einkum tvö svæði
í Portúgal sem geta státað af góðum
golfvöllum, þ.e. Estoril-svæðið um-
hverfis Lisboa, og Algarve-svæðið,
sem hér verður fjallað um.
Algarve er á suðurströnd landsins
með loftslagi eins og það gerist best
við Miðjarðarhafið. Það er ákaflega
sólríkt þarna, en jafnframt er oftast
hafgola til kælingar, þannig að sjald-
an verður alltof heitt. Hiti er nokkuð
jafn árið um kring, þannig að mjög
gott er að dveljast þarna, t.d. í nóv-
ember og desember.
Aðal samgöngumiðstöð með tilliti
til flugs er Faro, sem liggur fremur
austarlega á svæðinu. Frá Faro er
ekki nema um klukkustundar akstur
til spænsku landamæranna í austri.
En í vesturátt til heimsenda eins og
vestasti höfðinn er nefndur tekur lið-
lega 2 klst. að aka.
Á þessu svæði eru 9 golfvellir með
180 holum. Mjög margir nýir vellir
eru í byggingu, og má búast við tvö-
földun á næstu árpm.
Austasti völlurinn og sá nýjasti er
SAO LORENZO. Þessi völlur, sem
er 18 holur, var tekinn í notkun um
síðustu áramót, svo að greinarhöf-
undur hefur ekki leikið á honum og
hefur ekki tæmandi upplýsingar um
hann, en þessi völlur virðist munu
verða mjög góður og mjög í stil við
bestu vellina þarna á svæðinu. Það
tekur ekki nema rúmlega 15 mín. að
aka frá Faro til þessa vallar.
Skammt þaðan frá í átt til strand-
ar er besti völlur Algarve, QUINTA
1
Frá Palmares
DO LAGO. Þessi völlur er þrískipt-
ur, þ.e. á honum eru 27 holur, þann-
ig að hægt er að leika í raun þrjá
velli: AB, AC og BC. C-hlutinn er sá
besti, og er reyndar víðfrægur fyrir
fegurð og gæði. Völlurinn er mjög
mishæðóttur, skógarvöllur, og vatn
kemur talsvert við sögu. Það þarf
mikla nákvæmni til að skora vel á
þessum velli. Öll aðstaða er þarna til
fyrirmyndar. Góður golfskáli með
ágætri veitingasölu. Æfingasvæðið
er ekki mjög stórt en snyrtilegt. Golf-
verslunin er á tveimur stöðum, þ.e.
meginverslun nálægt æfingasvæði,
en minna útibú inni i golfskálanum.
Búningsherbergi, böð og snyrting eru
mjög svo fullnægjandi, 2 kennarar
starfa þarna, og kostar kennslu-
stundin 2500 escudos. Vallargjald er
6500 escudos, en talsvert ódýrara, ef
dvalist er á ákveðnum hótelum á
svæðinu. Fata með 50 æfingaboltum
kostar 400 escudos. Má segja að það
sé dæmigert verð fyrir svæðið allt.
Allt verð, sem hér er greint frf mið-
ast við október 1988. Starfsfólk er
mjög vinalegt, eins og reyndar á
flestum golfvöllum á Algarve. AB er
5785 m langur. AC er hins vegar
5805 m langur, og BC er 5870 m, en
parið er alltaf 72. Hér miðast lengdir
við klúbbteiga.
Örskot frá þessum velli, nærri
ströndinni, er annar geysigóður völl-
ur, VALE DO LOBO. Um er að
ræða nokkuð þröngan skógarvöll
með nokkru vatni og mjög mishæð-
óttan. Hann er einnig þrískiptur og
Frá Quinta do Lago.