Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 4

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 4
4 KYLFINGUR Sigurvegarar í sveitakeppni 1. deiid: Hannes Guðmundsson liðsstjóri, Ragnhildur Sigurðar- dóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir. Á myndina vantar Steinunni Sœmundsdóttur. framkvæmdum t.d. umtals- verðum umbótum á vegum, sem m.a. er vegna nýrra véla, sem krefjast betri vega til að komast um völlinn. Einnig má nefna byggingu varnargarðs milli 5. og 6. brautar til að forða vatns- skemmdum á 6. braut og við 12. flöt; þá var mikil grjóthreinsun. Á Korpúlfsstöðum var unnið að nýframkvæmdum fyrir 438.456 krónur, en þar voru stærstu framkvæmdir við gerð nýrrar flatar á 10. braut og gerð 4. teigs ásamt glompulagfæringu við 3. flöt. 2. Vélakaup: Á liðnu starfsári voru 4.145.037 krónur lagðar í véla- kaup. Fyrir klúbb, sem á 53 ár- um hafði eignast vélar fyrir sjö til átta hundruð þúsund krónur, er þetta bylting. Þessum fjár- festingum hafði verið frestað ár eftir ár, en nú varð ekki lengur beðið. Af þessum vél- um voru tvær dýrastar, þ.e. flatarsláttuvél og brautarsláttu- vél, sem kostuðu rúmlega 3 milljónirónir. Ég efast ekki um, að kylfingar sáu mun bæði á flötum og brautum með til- komu þessara véla, en ljóst er að brautarsláttuvélin krefst enn meiri grjóthreinsunar en áður. Það er því fyrirliggjandi verk- efni að gera átak i grjóthreinsun á brautum. Aðrar vélar sem keyptar voru og kostuðu sam- tals um eina milljón eru: sáning- arvél, þökuskurðarvél, dráttar- vél, tætaraherfi o.fl. 3. Vélageymsla: Um leið og véla- kaup voru ákveðin var ljóst að byggja þyrfti nýja vélageymslu. Reyndar hefur í mörg ár verið ljós þörf á mannsæmandi að- stöðu fyrir vallarstarfsmenn. Unnið var fyrir rúm fjögur hundruð þúsund við véla- geymslu á starfsárinu. Vinnu við hana hefur svo verið fram haldið í október og nóvember og eru þær framkvæmdir nú á lokastigi. 4. Breytingar í skála: Frá síðasta aðalfundi hefur skálinn okkar gjörbreytt um svip. Mestan þátt í þessu hafa breytingarnar á anddyrinu átt. Ég held, að allir séu mjög ánægðir með, hvernig þær breytingar hafa heppnast. Þá var kjallaranum breytt verulega. Á síðasta aðalfundi kom fram mikil óánægja með kjallarann. í framhaldi af þeim umræðum var ákveðið að gjör- breyta kjallaranum, og voru þær breytingar kynntar á al- mennum félagsfundi, sem hald- inn var 24. mars sl. Gerð var framkvæmda- og kostnaðar- áætlun, sem stóðst að mestu leyti, en því miður voru þeir fataskápar, sem fengnir voru, ekki eins góðir og reiknað hafði verið með, þ.e.a.s. mun lengri tíma tók að stilla þeim upp og ganga frá þeim en gert hafði verið ráð fyrir. Nánast allir hafa verið sammála um, að til að fá umgengni góða í skálanum hafi verið nauðsyn- legt að koma kerrum og golf- dóti út úr skálanum. Kom þetta viðhorf glöggt fram á fundinum 24. mars sl. Flutningur á golfverslun í kjall- aranum breytti versluninni verulega og gerði alla aðstöðu til verslunarreksturs góða. Um leið og ég lýsi ánægju minni með hana, hef ég ánægju af því að geta skýrt frá því, að í verð- könnun á helstu golfvörum í helstu golfverslunum, sem stjórnin lét gera, kom fram að verðlag í okkar verslun var hag- stætt okkur. Heildarkostnaður við þær breytingar á skála, sem ég hef hér rakið, var 1.852.788 krón- ur. 5. Æfingahús: Eftir miklar um- ræður og ákvörðun um að flytja kerrur og annan golfbún- að úr kjallara var ákveðið að hefjast handa við byggingu á nýju æfingahúsi ofan við skál- ann. Æfingahúsnæði þetta hef- ur verið í umræðunni í mörg ár og kannast fyrrverandi stjórn

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.