Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 10

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 10
10 KYLFINGUR Drög að ensk-íslensku golforðasafni Greinargerð með ensk-íslensku golforðasafni Að loknu síðasta Golfþingi voru undirritaðir skipaðir í málnefnd. Nefndin hafði óbundnar hendur um verkefni, en nefndarmenn hafa litið svo á, að aðal viðfangsefnið væri efling íslenskrar tungu, en auk þess að gera íslenskum kylfingum auð- veldara að fjalla um iþrótt sína á eigin máli. Nefndin hefur tekið saman vísi að ensk-íslensku golforðasafni. í safn þetta hafa verið tekin þau ensku orð sem snerta golfiþróttina hvað mest, eða hafa aðra merkingu en í mæltu máli, þá fjallað er um golf. íslensku orðin, sem notuð eru við þýðingar, hafa flest verið notuð í íslensku golf- máli frá upphafi íþróttarinnar hér á landi, en önnur eru ný eða nýleg. Nefndin hefur ekki farið í smáatriði í uppsetningu á orðasafninu, eins og t.d. leiða nafnorð af sögnum og öfugt, heldur ætlar hún kylfingunum sjálfum að gera slíkt. Sum ensku orðin eru þýdd með tveimur eða þremur mismunandi orðum, þar sem nefndin vill geta um fleiri en einn möguleika á þýðingu, þó mælir nefndin oftast með, að fyrsta orðið sé notað. All mörg orðin eru merkt með stjörnu í orðasafninu. Nefndin hefur ekki orðið all kostar ánægð með viðkomandi þýðingar og lýsir því eftir fleiri tillögum. Nefndin ætlar sér ekki þá dul, að vera einhver dómstóll í málvenjum Islendinga. Orðasafnið er einungis tekið saman til hjálpar islenskum kylfingum. Hafi kylfingar aðrar og betri hugmyndir um þýðingar, þá er sjálfsagt að reyna þær í málinu. Tíminn einn sker síðan úr, hvað fest- ist í íslensku golfmáli. Virðingarfyllst, Björgúlfur Lúðvíksson Kristján Einarsson Sigurður Þ. Guðmundsson ENSKT- ISLENSKT GOLFORÐA SAFN Ace: Ás (hola í höggi). Ás, tré nr. 1 Address: Miða bolta* Air shot: Vindhögg Albatros: Albatross, 3 undir pari* All square: Allt jafnt* Arc: Sveifluferill, sveiflusvið Attend the flagstick: Gæta flagg- stangar Backspin: Bakspuni Backswing: Aftursveifla Back nine: Seinni niu Ball at rest: Bolti í kyrrstöðu Ball-marker: Boltamerki, flatar- merki Best ball: Betri bolti Birdie: Fugl, fálki, 1 undir pari Blaster: Sandjárn Bogey: Skolli, 1 yfir pari Boundary: Vallarmörk Brassie: Brasi, tvistur, 2 tré Breach of rule: Brot á leikreglum Break: Brot Bunker: Glompa, sandglompa Bye: Leyfð, hjáseta Caddie: Kylfusveinn Captain: Liðsstjóri Card: Skorkort Casual water: Aðkomuvatn Chip: Vipp, vippa lágt Chip and run: Fleyta Claim: Krafa Closed clubface: Lokuð kylfa Closed stance: Lokuð staða Club: Klúbbur, félag, kylfa Clubface: Höggflötur Clubhead: Kylfuhaus Committee: Nefnd, mótsstjórn Competition: Mót, keppni Concede: Gefa Conditions of competition: Keppnisskilmálar Course: Völlur Course committee: Vallarnefnd Course record: Vallarmet Cover: Kylfuhlif Cut: Skera, sníða, takmörkun, niðurskurður Decision: Úrskurður Definition: Skilgreining Delay: Töf Delayed play: Leiktöf Direction post: Stefnuvísir Discontinue play: Fresta leik Dispute: Ágreiningur Disqualification: Frávísun Distance marker: Fjarlægðarhæll Divot: Torfusnepill Dogleg: Sveigð braut Dormie: í dvala* Double-bogey: Skrambi, 2 yfir pari Draw: Draga* Drive: Teighögg Driver: Ás, tré nr. 1 Driving range: Æfingasvæði Drop: Láta bolta falla* Dropping zone: Fallreitur Duck hook: Snarkrækja Eagle: Örn, 2 undir pari Eclectic: Kjörboltaleikur Embedded: Sokkinn Etiquette: Siðareglur Fade: Slæva, slaka* Fairway: Braut Fat of the green: Rýmri hluti flatar Flight: Riðill, ráshópur, flug

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.