Kylfingur - 24.04.1989, Page 31

Kylfingur - 24.04.1989, Page 31
KYLFINGUR 31 Dómarahornið Góðir kylfingar! Nú líður senn að því að menn geti farið að dusta rykið af golfkylfum sínum og undirbúa sig fyrir sumarið. Þótt veturinn virðist enn halda golf- völlum í allföstum tökum sést þó dagamunur. Líklegt er samt að golf- vellir, sérstaklega flatir, muni opna seinna í vor en undanfarin ár, þegar hægt hefur verið að leika á flötum hér sunnanlands um mánaðarmótin apríl-maí. Jafnframt því sem menn huga að kylfum sínum væri rétt að taka golf- reglubókina ofan úr skáp og blaða í henni, til að rifja upp helstu atriði í algengustu golfreglum. Hvernig væri t.d. að fletta upp á reglu 25, sem fjallar um óeðlilegt ástand vall- ar, en ástand golfvalla verður varla annað en óeðlilegt, fyrst eftir að þeir opna. Þeir eru venjulega blautir og jafnvel snjór í lautum og giljum. Öll slík bleyta, er nefnd einu nafni að- komuvatn en skilgreining er þannig: ,,aðkomuvatn er allt tímabundið samansafnað vatn á vellinum, sem er sjáanlegt áður en eða eftir að leik- maður hefur tekið sér stöðu og er ekki í vatnstorfæru. Snjór og ís telj- ast hvort sem leikmaður vill að- komuvatn eða lausung nema hvað is úr ísvél er hindrun. Dögg er ekki að- komuvatn.“ Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þessum hlutum þar sem golf- reglurnar gera ekki ráð fyrir, að menn þurfi að leika golf við þessar aðstæður og veita þess vegna lausn frá svæðum, sem þannig er háttað um. Skilgreiningin segir, að snjór og ís séu annað hvort lausung eða að- komuvatn, eftir því hvort við á, þannig að snjóskafl yrði þá dæmdur aðkomuvatn en ekki lausung, þar sem engum dytti í hug að moka burtu skaflinum. ís úr ísvél er hins vegar tilbúinn af mannavöldum og þar af leiðandi hindrun skv. skil- greiningu. Því má heldur ekki Þorsteinn Sv. Stefánsson gleyma, að í vorleysingum geta ár og lækir flætt yfir bakka sina og í þvi sambandi er rétt að muna, að vatn, sem þannig flæðir yfir ár- eða lækj- arbakka, er torfæra, á meðan það er innan merkjanna eða augljóslega í farveginum, þótt það fylli hann, en þegar það flæðir út fyrir merkin er það orðið aðkomuvatn, enda þótt það sé í beinum tengslum eða nánast hluti þess vatns, sem er i torfærunni. Hér er einnig um óeðlilegt ástand að ræða. Truflun vegna aðkomuvants telst þegar boltinn liggur í eða snertir það eða truflar stöðu leikmannsins eða fyrirhugað sveiflusvið hans. Leik- maður getur þá fengið lausn, ef hann þarf að standa í aðkomuvatninu, jafnvel þótt bolti hans sé á þurru. Þannig er reglan ekki bundin við það, að sjálfur boltinn liggi í eða á aðkomuvatninu. Sömuleiðis telst aðkomuvatn á flöt trufla, ef það er eða hefur áhrif á púttlínu leikmanns. Lausn. Leikmaður hefur um tvennt að velja í þessu sambandi. Hann má leika boltanum, þar sem hann liggur eða hann getur fengið lausn. Megin- reglan um lausn er sú, ef boltinn er á leið, að leikmaður velur næsta stað. sem er laus við truflunina og er ekki í torfæru eða á flöt, eða nær holu og láta boltann falla án vítis innan einnar kylfulengdar frá hinum ákvarðaða bletti á stað, sem full- nægir þessum skilyrðum, sem áður eru nefnd. Þetta þýðir að fara verður stystu leið út úr hinu blauta svæði og gildir sama um það og grund í að- gerð. Þess vegna vil ég benda kylf- ingum á að athuga, hver sá næsti staður er, áður en þeir taka ákvörð- un um að leita lausnar, því vera kann, að staðurinn, sem þeir verða að velja, sé verri en sá sem boltinn liggur á. Þannig getur leikmaður átt það á hættu að þurfa að láta bolt- ann falla á stað, þar sem líkur eru á, að hann verði ósláanlegur. Rétt er að benda lesendum á, að þetta gildir á leið og er þar ekki, frekar en endra- nær, gerður greinarmunur á því sem við köllum „kargi og braut“. Þá er rétt að geta þess, að ef aðkomuvatn er í torfæru, getur leikmaður aldrei látið bolta falla út úr torfærunni án vítis af þeirri ástæðu. Ef hann vill fá lausn frá aðkomuvatni í torfæru verður hann að láta boltann falla innan torfærunnar, því að ef hann lætur boltann falla út úr henni, þá verður hann að taka víti, en ekki er hægt að losan vítalaust úr torfæru undir neinum kringum- stæðum. Sé bolti sokkinn eða týndur í að- komuvatni verður leikmaður helst að hafa séð hann koma niður eða vera nærri viss um, að hann er á hinu blauta svæði. Skal miða við þann stað, sem boltinn fór síðast yfir tak- mörk hins blauta svæðis og ekki er nær holu, blautur né í torfæru eða á flöt og láta boltann falla án vítis innan einnar kylfulengdar frá þess- um stað. Hér er leikmaður ekki bundinn við það að fara stystu leið út, enda erfitt að ákveða, hvaða leið er styst ef boltinn er týndur. Ef bolt- inn er týndur í aðkomuvatni i tor- færu gildir sama og áður er sagt, hann má láta hann falla án vítis í tor- færuna en verður að taka víti, ef

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.