Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 36

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 36
36 KYLFINGUR Ábyrgðarmenn Nýlega ákvað stjórn Golí'klúbbs Reykjavíkur að breyta reglum varð- andi inntöku nýrra félaga í klúbbinn. Eins og áður, þarf hver sá sem sækir um inngöngu í Golfklúbb Reykjavík- ur að gera það skriflega á þar til gerðu eyðublaði, og skal það eyðu- blað undirritað af honum sjálfum ásamt 2 aðilum, sem áður voru kall- aðir meðmælendur, en hér eftir verða kallaðir ábyrgðarmenn. Verð- ur þeim framvegis gert að bera að nokkru leyti ábyrgð á hinum nýja meðlim skv. nánari reglum, sem hér fara á eftir. Þá verður umsækjandi að greiða inntökugjald og árgjald og einnig verður honum gert að sækja námskeið í golfi hjá kennara og fá undirskrift hans. Þá verður hinn nýi meðlimur að sækja 1 námskeið þar sem fjallað er um golfsiði og golf- reglur ásamt almennum upplýsingum um golf, golfvelli og fleira. Ábyrgðarmenn nýs umsækjanda verða framvegis ekki einungis með- mælendur, sem eru lausir allra mála er þeir hafa ritað nafn sitt á umsókn- areyðublað hins nýja verðandi með- lims. Framvegis skulu ábyrgðar- menn, eins og nafnið bendir til, bera ábyrgð á hinum nýja meðlim meðan hann er að komast inn í klúbbinn og golfið á eftirfarnadi hátt: Þeir skulu koma með hinn nýja meðlim í klúbbinn, sýna honum klúbbhúsið og kynna hann fyrir framkvæmdastjóra og öðrum aðil- um sem hann þarf að vita um og leita til. Þeir skulu upplýsa hann um helstu atriði varðandi golfsiði, um- gengni um golfskala, golfvelli, flatir og teiga og fylgja þannig eftir því námskeiði, sem nýr meðlimur er skyldugur til að sækja um golfsiði, golfreglur, umgengni um golfvelli og almennar upplýsingar um golfíþrótt- ina. Einnig skulu ábyrgðarmenn leika með skjólstæðingi sínum á vell- inum af og til og bera ábyrgð á því, að hann geti farið um völlinn án þess að vera fyrir, til trafala eða honum eða öðrum stafi hætta af. Þannig er ábyrgðarmaður gerður ábyrgur fyrir því að hinn nýi meðlimur komist inn í klúbbinn og klúbblífið og verði ekki utanveltu og einn, en einnig að hann læri um golf, reglur þess og annað er því viðkemur. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur mun fylgja eftir þessari ákvörðun sinni og sjá til þess að henni verði framfylgt. □ Mótaskrá fylgt úr hlaði. Þegar þetta er skrifað eru ná- kvæmlega tvær vikur þar til fyrsta golfmót sumarsins á að fara fram samkvæmt þeirri mótaskrá sem hér er kynnt. Það verður hinsvegar að segjast eins og er, að það þarf tölu- verða bjartsýni, jafnvel enn meiri bjartsýni en undirritaður hefur yfir að ráða til þess að láta sér detta það í huga á þessari stundu, að svo geti orðið. Á þessum grámyglulega mánu- dagsmorgni er nefnilega enn að kingja niður snjó. Að horfa út um gluggann þessa stundina er líkast því að horfa innum glerhurð á þvottavél í fullum gangi. Það er engu líkara, en að framundan sé „Snjóasumarið mikla“. Við skulum hinsvegar vona, að sumarið 1989 verði snjólétt sumar þrátt fyrir verkfall veðurfræðinga nú við sumarkomu. Það er okkar helsta von á þessari síundu, að með samstilltu jákvæðu hugarfari GRinga takist okkur að hjálpa Lóunni við að „kveða burt snjóinn“ í Grafarholti. Mótaskrá GR 1989 er með hefð- bundu sniði, þar sem flest mótin hafa skapað sér fastan sess. Eins og áður sagði er fyrsta mótið Einnarkylfukeppnin á dagskrá 1. maí, venju samkvæmt. Síðan koma mótin hvert af öðru í þeirri röð sem verið hefur undanfarin ár. Rétt er þó að vekja athygli á þeim nýjungum sem Mótaskráin hefur að geyma. Þar er fyrst að nefna, að á Golfþingi var ákveðið að sérstök ,,Stigamót“ ætluð bestu kylfingum landsins verða ráðandi um val landsliðsins að nýju. Þessi mótaröð hefst í maí, en fyrsta Stigamótið í Grafarholti verður 3.-4. júni. Þessi mót eru með þeim hætti, að fyrri daginn eru leiknar 36 holur, en 18 holur seinni daginn. Þannig er hér kærkomið tækifæri til þess að fylgjast með okkar bestu kylfingum í hörku- keppni.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.