Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 7

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 7
KYLFINGUR 7 GOLFFERÐIR TIL LONDON í ALLT SUMAR Feröaskrifstofan Saga og Jóhann F. Sigurðsson kynna vikulegar golfferðir til SUNDRIDGE PARK golfvallarins í Bromley, sem er skammt fyrir sunnan London, í friðsælu og fögru umhverfi. Fáir íslendingar þekkja beturtil í Bretlandi en Jóhann F. Sigurðsson, því þar hefur hann búið og starfað um árabil. Jóhann mun annast móttöku á kylfingum, sem ferð- ast á vegum Sögu, og aðstoða þá í Bromley á sinn lifandi og frísklega hátt, sem honum einum er lagið. í SUNDRIDGE PARK eru tveir 18 holu vellir, umluktir trjágróðri, með fallegum flöt- um og hæfilega mörgum gildrum. Til boða stendur að leika ótakmarkað golf frá mánudegi til föstudags. Einnig er mögulegt að leika á Sunningdale eða Wentworth ef pantað er tímanlega. í Bromley, sem er afar falleg og vinaleg borg, búa um 250 þúsund manns á mörkum sveitar og stórborgar, og er þaðan aðeins 15 mínútna ferð með lest til Viktoríu- stöðvarinnar í London. FERÐATILHÖGUN: Brottför alla sunnudaga fyrir hópa og einstaklinga frá 1. maí til 1. október, en lág- marksfyrirvari á bókun er 14 dagar. Jóhann mun sjá um aö taka á móti kylfingum á flugvellinum og koma þeim fyrir á HOTEL BROMLEY COURT, sem er fyrsta flokks með 122 vel búnum herbergjum, sem öll eru með baði, útvarpi, sjúnvarpi og síma. I hótelinu er góður veitingastaður, nokkrir barir og herbergis- þjónusta allan sólarhringinn og að sjálfsögðu rómaður enskur morgunverður. Aðeins um 3 mínútna ferð er á golfvöllinn og verður Jóhann þátttakendum innan handar allan tímann. Verð í tvíbýli er kr. 50.800,- á mann, en 6000,- kr. afsláttur er fyrir maka sem ekki leika golf. Aukagjald fyrir einbýli er kr. 3.300,-. Innifalið erflug, gisting með enskum morgunverði í 7 nætur, vallargjöld frá mánudegi til föstudags á Sundridge Park svo og flutningur á milli Heathrow og Bromley. FERDASKRIFSTOFAN SUDURGATA 7. 121 REYKJAVlK. SlMI 624040 VORBLÓT GR Verður haldið í Golfskálanum í Grafarholti Laugardaginn 6. maí og hefst kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. DAGSKRÁ: Þríréttaður kvöldverður Söngur - Leikir - Þrautir Skemmtiatriði: Örn Árnason Ýmsar uppákomur eftir því sem tœkifœri gefst Skemmtiatriði: Laddi Uppboð á málverkum eftir H/jómsveit leikur fyrir dansi listamenn úr röðum kylfinga fram eftir nóttu Framkvæmdatstjóri tekur á móti miðapöntunum í símum 84735 og 35273. Kylfingum er ráðlagt að panta miða sem fyrst, þar sem víst er að uppselt verður á blótið. Miðaverð er mjög hóflegt, aðeins kr, 1.700,-

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.