Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 6

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 6
6 KYLFINGUR framkvæmdina. Segja má að herslu- mun hafi vantað á, að starfsmenn væru nægilega margir, en engu að síður tókst mótið hið besta. íslands- meistarar urðu Steinunn Sæmunds- dóttir GR og Sigurður Sigurðsson Golfklúbbi Suðurnesja. Forgjafarnefnd starfaði á svipað- an hátt sem fyrr; Gunnar Sigurðsson sá enn um forgjafarmál. Eru honum færðar bestu þakkir fyrir mikið starf, unnið af mikilli fórnfýsi. Helstu afrek kylfinga Golfklúbbs Reykjavikur voru þessi: Eins og áður sagði varð Steinunn Sæmunds- dóttir íslandsmeistari kvenna, en Ásgerður Sverrisdóttir varð í 2. sæti. í 1. flokki karla sigraði Frans Páll Sigurðsson og Aðalheiður Jörgen- sen í 1. flokki kvenna. Þá átti klúbb- urinn sigurvegara i 2. flokki karla og kvenna, en þar sigruðu Elísabet Á. Möller og Óskar Ingason. í sveita- keppni GSÍ varð A-sveit karla í 2. sæti, en sveitina skipuðu þeir Gunn- ar Sigurðsson, Hannes Eyvindsson, Ragnar Ólafsson og Sigurjón Arnarsson. Liðsstjóri var Garðar Eyland. A-sveit kvenna sigraði hins vegar í sveitakeppni kvenna og þar varð B-sveitin í 3. sæti. A-sveitina skipuðu þær Jóhanna Ingólfsdótti , Ragnhildur Sigurðardóttir og Stein- unn Sæmundsdóttir, liðsstjóri var HannesGuðmundsson. ÍB-sveitinni voru þær Aðalheiður Jörgensen, Guðrún Eiríksdóttir og Svala Óskarsdóttir, en liðsstjóri var Viðar Þorsteinsson. I sveitakeppni pilta sigraði A-sveit klúbbsins, en B-sveitin varð í 3. sæti. í A-sveitinni léku þeir Eiríkur Guð- mundsson, Gunnar Sigurðsson, Jón H. Karlsson og Sigurjón Arnarsson, en í B-sveitinni voru þeir Helgi Eiríksson, Jónas Guðmundsson, Karl Ó. Karlsson og Óskar Ingason, en liðsstjóri sveitanna var Sigurður Hafsteinsson. í sveitakeppni yngri unglinga hafnaði A-sveit klúbbsins í 3. sæti, en sveitina skipuðu þau Heimir Þorsteinsson, Hjalti Atla- son, Jón Þór Rósmundsson og Ragnhildur Sigurðardóttir, liðs- stjóri var Rósmundur Jónsson. Nokkrir kylfingar klúbbsins voru valdir í landslið Islands á árinu. í landslið kvenna voru valdar Ásgerð- ur Sverrisdóttir, Ragnhildur Sigurð- ardóttir og Steinunn Sæmundsdótt- ir. I karlalandslið voru valdir: Hannes Eyvindsson og Sigurður Pétursson. í unglingalandslið voru valin: Eiríkur Guðmundsson, Ragn- hildur Sigurðardóttir og Sigurjón Arnarsson. Nýliða- og aganefnd var undir stjórn Þorsteins Svörfuðar Stefáns- sonar. Nefndin hélt fræðslufund fyrir nýliða. Aganefnd hafði af- skipti af nokkrum meðlimum klúbbsins, en sem betur fer voru mál þeirra smávægileg. Golfkennsla. I byrjun starfsárs var gerður eins árs samningur við John Drummond. Þrátt fyrir að John hafi starfað vel er stjórnin sammála um, að verulegar breytingar þurfi að verða á eigi að ganga til áframhaldandi samnings við hann. Sérstaklega á þetta við vegna þeirrar stöðu, að veruleg aukning nýrra félaga er ekki fram- kvæmanleg. Við teljum, að nauð- synlegt sé að takmarka kennslu fyrir utanklúbbsfólk, þetta verður helst gert með því að takmarka hóp- kennslu. Auðvitað verður kennsla fyrir klúbbfélaga ekki takmörkuð. Þá er okkar hugmynd sú, að kennari hafi ekki afnot af nema helmingi æf- ingasvæðis, og þannig verði tryggt, að félagar hafi ætíð aðgang að a.m.k. helmingi æfingasvæðisins. Þá teljum við eðlilegt, að kennslu- gjald verði lægra fyrir félaga í GR heldur en það sem verður fyrir aðra. Ég tek fram, að ég er ekki að sak- ast við John. f byrjun var lögð áhersla á það við hann, að nauðsyn- legt væri að fjölga í klúbbnum, en nú hefur sú staða breyst. Þá höfum við ákveðnar skoðanir um breytingu á kennslu fyrir ungl- inga og afreksfólk. Veitingamál. Eins og svo oft áður stóð klúbbur- inn án veitingaaðila i byrjun tíma- bils. Stjórnin ræddi ítarlega ýmsa valkosti. Átti klúbburinn að sjá sjálfur um veitingar, þ.e. ráða fólk til klúbbsins til að sjá um veitinga- sölu? Átti að ráða einhverja veit- ingamenn til að sjá um reksturinn? Eða átti hugsanlega að blanda þess- um aðferðum saman? Eftir miklar umræður varð ofaná að ráða utan- aðkomandi aðila til að sjá um þenn- an þátt á svipaðan hátt og áður hefur verið gert. Upp komu nöfn þeirra, sem síðan voru ráðnir, eftir að kann- að hafði verið, að þeir höfðu gott orð á sér. Eftir okkar upplýsingum voru þessir aðilar að hefja sjálfstæð- an rekstur, gott orð fór af þeim sem kokkum og vitað var, að þeir höfðu séð um stórar veislur á mjög full- nægjandi hátt. Þeir voru fengnir í viðtal, og ekkert virtist vanta uppá góðan hug og áhuga á að standa sig vel. Rætt var ítarlega um fram- kvæmd og síðan samið við þessa drengi. Fljótlega kom i ljós, að ýmis- legt var í ólagi. Fundað var með þeim oftar en einu sinni og þeim bent á það sem aflaga fór og beðið um leiðréttingar. Þrátt fyrir smávægi- legar leiðréttingar virtust þeir og flest af þeirra starfsfólki hafa lag á að koma okkur á óvart. Um miðjan júní var nánast fullreynt, að vera þessara veitingaaðila skaðaði klúbb- inn verulega. I stjórn var rætt um hvort rétt væri að taka yfir þennan rekstur. Því miður varð ekki af því, og kom þar ýmislegt til. Bæði var mikið álag vegna annarra verkefna, ekki var auðhlaupið að þvi að fá fólk til starfa og ekki sist var farið að líða að Landsmóti, sem nánast krefst utanaðkomandi atvinnukokka. Því miður var ekkert gert í þessu, en þess í stað ákveðið að reyna að halda í horfinu. En segja má, að það hafi einnig mistekist. Ég fullyrði, að allt fram á síðasta dag hafi þessir aðilar, sem maður hafði þó séð ýmislegt til, haldið áfram að koma á óvart. Ég gæti eytt löngum tíma í að tína til dæmi um ókurteisi, ruddaskap, al- gjöran skort á þjónustulund og margt fleira en ætla ekki að gera það hér. Ég tc! þessi mistök vera undirrót

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.