Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 6
6 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR TÆKNI Gæti þeir sem kaupa net- tengingar hjá Símanum ekki að sér og breyti sjálfgefnum still- ingum í beini (e. router) er hægur leikur að brjótast inn á þráðlaus net þeirra. Þannig gætu ókunnug- ir notað nettengingu þeirra til net- vafurs, eða til að hlaða vafasömu efni af netinu. Nálgast má lykilorð læstra net- tenginga hjá Símanum á opinni vef- síðu eða með ókeypis reikniforriti. Með því að slá inn númer á net- tengingum sem hefjast á nöfnun- um „SpeedTouch„ eða „Síminn“, á vefsíðuna www.NickKusters.com, fá notendur uppgefna svokallaða WEP-aðgangslykla, en með þeim er hægt að opna þráðlausa netið. Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá netþjónustunni Snerpu, stað- festir að gallinn sé fyrir hendi á mjög stórum hluta þeirra beina sem Síminn afhendir viðskipta- vinum sínum. Hann segir málið þó ekki hafa farið hátt innan tölvu- samfélagsins. „Þeim sem hafa vitað um þetta hefur ekki þótt neinn akkur í því að hafa þetta opinbert,“ segir Björn. „En ég held að þessi þekking sé nú komin á það stig að það sé rétt að ítreka það fyrir því fólki sem hefur þessi tilteknu nöfn á netinu hjá sér, að lagfæra það.“ Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir nauðsynlegt að skoða málið. „Við tökum málið upp og munum vekja athygli á því,“ segir hann. „Við erum sífellt að vinna að því að byggja upp varnir og hérna þarf hugsanlega að skoða málin betur.“ Hrafnkell segir að þessi tiltekni öryggisgalli sé þess eðlis að ein- beittur brotavilji einstaklings þurfi að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að brjótast inn á net- tengingar annarra. Þetta sé ekkert sem gerist fyrir slysni. „Það er þekktur öryggisveik- leiki að hægt sé að hakka sig inn á þessi box ef viðkomandi hakkari hefur einbeittan brotavilja,“ segir Hrafnkell. „Öll íslensk fjarskipta- fyrirtæki, ekki síst Síminn, hafa sýnt að þau eru öll af vilja gerð til þess að bæta öryggi notenda. Við munum ræða þessi mál við þá.“ Hrafnkell segir að sá sem hakkar sig inn á læstar nettengingar geti að minnsta kosti nýtt sér hana til einkanota. En hins vegar sé alltaf sá möguleiki að hægt sé að nálg- ast gögn og upplýsingar í tölvum notenda. „Ef menn eru með slíkan brota- vilja og næg þekking er til staðar hjá viðkomandi, er hugsanlegt að menn komist í gögn og upplýsingar sem liggja í heimilistölvum,“ segir hann. sunna@frettabladid.is Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir gallann þekktan á þessum tilteknum beinum, en Síminn sé hættur að kaupa þá. Með beinunum hafi fylgt leið- beiningar um að framkvæma þá breytingu til að tryggja öryggi notenda, það er að segja hvernig breyta eigi heitinu á þráðlausa netinu. „Við höfum sent viðskiptavin- um upplýsingar um að gera þessar breytingar en sú vísa verður aldrei of oft kveðin,“ segir Margrét. „Óprúttnir aðil- ar hafa á undanförnum árum fundið leiðir til að hakka sig inn í flestar tegundir beina og því er það mikilvægt að viðskiptavinir séu vel upplýstir um netöryggi og átti sig á því að þráðlaust net er aldrei 100 prósent öruggt.“ Margrét bendir einnig á að þegar menn hakka sig inn á þráðlaus net, þá eru þeir að brjóta lög. Leiðbeiningar fylgdu hjá Símanum Mun ríkisstjórnin sitja út kjör- tímabilið? Já 31,7% Nei 68,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Styður þú upptöku vegtolla á leiðum sem liggja að höfuð- borgarsvæðinu? Segðu þína skoðun á visir.is ÁSTRALÍA Ástralar hafa falið hershöfðingja að stýra endurreisnarstarfinu í kjöl- far flóðanna miklu í Queensland-fylki undanfarnar vikur. Queensland er miðstöð kolavinnslu í landinu en vegna flóðanna hefur þurft að loka flestum kolanámum fylkisins, yfir fjörutíu talsins, og ólíklegt er að starfsemi geti hafist þar aftur fyrr en eftir marga mánuði. Þetta hefur þegar haft mikil áhrif á markaði með kol um heim allan. Flóðin hafa einnig eyðilagt uppskerur og valdið miklum skemmdum á sam- göngumannvirkjum. Yfir 1.200 heimili á svæðinu hafa verið kaffærð af flóðunum og tæp ellefu þúsund til viðbótar eru skemmd. Að loknum neyðarfundi í stjórn fylkisins í gær tilkynnti fylkisstjórinn Anna Bligh að hershöfðingjanum Mick Slater hefði verið falið að leiða endurreisnarstarfið. Hún sagði að þar til svæðið þornaði væri erfitt að meta tjónið af flóðunum. „En ef allt er talið, frá kostnaði íbúa, kostnaði við að endurreisa heimili og innviði sam- félagsins og tap hagkerfisins, held ég að það fari vel yfir fimm milljarða markið,“ sagði Bligh. Fimm milljarðar ástralskra dala jafngilda um tæpum 600 milljörðum króna. - sh Hershöfðingja hefur verið falið að leiða endurreisnina á flóðasvæðinu í Queensland í Ástralíu: Tjónið af flóðunum minnst 600 milljarðar MIKIÐ TJÓN Ferja hefur þurft kengúrur af umflotnum svæðum yfir á þurrt land með bátum. FRÉTTABLAÐIÐ / AP Húsnæðið verður til sýnis föstudaginn 07.01.11 frá kl. 14:00 til 17:00. Upplýsingar gefur Sigfús í síma 696 7002. SPRAUTUKLEFI  BÍLALYFTA Atvinnuhúsnæði til leigu að Smiðshöfða 12, Rvk. 296 fm að stærð. Í húsnæðinu er sprautuklefi, bílalyfta og loftpressa. STJÓRNSÝSLA „Við vorum sammála um að halda viðræðunum áfram undir handleiðslu ríkissátta- semjara og hann féllst á það,“ segir Guðmundur Ármann Pét- ursson, framkvæmastjóri Sól- heima, um samningaviðræður við sveitar félagið Árborg um rekstur stofnunarinnar. Forsvarsmenn Sólheima eru eins og kunnugt er óánægð- ir með ákvörðun Alþingis um að flytja málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga um nýliðin ára- mót. Þeir telja að sveitarfélög ráði vart við slíkt verkefni. Milli jóla og nýárs var gerður samningur milli Árborgar og Sólheima um reksturinn í janúar til að skapa svigrúm til að leysa málið. Fyrsti formlegi fundurinn aðil- anna hjá ríkissáttasemjara verður á morgun. „Það hefur verið talað um að vinna þetta mjög hratt og leggja áherslu á að klára þetta í janúar. Það er staðan þar til annað kemur í ljós. Við göngum inn í þetta með von um að málið leysist,“ segir Guð- mundur. Hann kveður viðræðurnar nú ákveðinn prófstein á getu sveit- arfélaganna í þessum málaflokki. „Þetta er fyrsta verkefnið sem mun í raun skera um hvort þær yfirlýsingar eru réttar að sveit- arfélögin ráði við yfirfærsluna,“ segir framkvæmdastjóri Sólheima. - gar Fulltrúar Árborgar og Sólheima funda á föstudag um rekstur stofnunarinnar: Ríkissáttasemjari að máli Sólheima GUÐMUNDUR ÁRMANN PÉTURSSON Framkvæmdastjóri Sólheima segir komandi viðræður við Árborg skera úr um getu sveitarfélaga til að annast málefni fatlaðra sem flutt voru til þeirra um áramót. Þráðlaus net Símans liggja vel við höggi Hægt er að brjótast inn á þráðlausar nettengingar hjá Símanum með því að fletta upp lykilorði á vefsíðu eða með tölvuforriti. Póst- og fjarskiptastofnun ætlar að skoða málið. Gallinn liggur í fjarskiptabúnaði viðskiptavina Símans. Létta verkum af bæjarstjóra Hafnarstjórn Grundarfjarðar hefur ráðið núverandi hafnarvörð sem hafnarstjóra Grundarfjarðarhafnar. Fulltrúi minnihlutans í hafnarstjórn lagðist gegn þessu. „Hingað til hefur bæjarstjóri gegnt störfum hafnarstjóra og sé ég ekki hagræðingu í því að hafnarvörður verði jafnframt hafnar- stjóri,“ bókaði Ásgeir Valdimarsson. GRUNDARFJÖRÐUR Hætti í Sunnlenskri orku Hróðmar Bjarnason, bæjarfulltrúi Ö-lista, leggur til að sveitarfélagið Ölfus losi sig við eignarhlut sinn í Sunnlenskri orku. „Það markmið sveitarfélagsins að friða Reykjadal og Grændal og nærumhverfi samrýmist ekki áformum Sunnlenskrar orku um að afla rannsóknarleyfis og hefja rannsóknarboranir í Grændal í beinu framhaldi af því,“ segir í bókun Hróð- mars í bæjarstjórn. ÖLFUS FARTÖLVUR Auðvelt er að finna aðgangskóða á þá beina Símans sem enn bera uppruna- legu heitin „SpeedTouch“ eða „Síminn“, með notkun tölvuforrits eða á vefsíðunni NickKusters.com MYND/ÚR SAFNI Til þess að komast hjá því að hægt sé að brjótast inn á nettengingar sem bera heitið SpeedTouch eða Síminn með lykilorði uppgefnu á vefsíðu eða í forriti, er nauðsynlegt fyrir eigendur beinanna að breyta lykilorðinu eða nafninu á tengingu sinni. Það gerir það að verkum að ekki er hægt að brjótast inn á netið með þessum leiðum. Ekki er flókið að lagfæra þessi atriði, en notendum er bent á að hafa samband við Símann til þess að fá tæknilega aðstoð, sé þess þörf. Innbroti forðað WASHINGTON Bandaríska utanríkis- ráðuneytið hefur kallað sendi- herra sinn í Líbíu, Gene Crantz, heim til Washington. Í danska dagblaðinu Politiken segir að hann verði líklega flutt- ur til í starfi vegna upplýsinga sem fram komu í skjölum sem Wikileaks birti á netinu. Utanrík- isráðuneytið staðfestir það ekki en segir að framtíð sendiherrans sé til skoðunar. Í skeyti sem Wikileaks birti fjallaði sendiherrann ítarlega um Ghaddafi Líbíuforseta og fór mörgum orðum um persónu for- setans og meint samband hans við 38 ára úkraínskan hjúkrun- arfræðing sem fylgir Ghaddafi á öllum ferðalögum. -pg Wikileaks hefur áhrif: Kalla berorðan sendiherra til Washington KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.