Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 16
 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Reykjavíkurborg sparaði um 12 milljónir á síðasta ári með því að hætta að hirða upp jólatré við lóðamörk. Hægt er að panta þjónustu hjá sorphirðufyrirtækjum og íþróttafélögum gegn gjaldi. Ýmis bæjarfélög á landinu bjóða enn upp á þjónustuna íbúum að kostnaðarlausu. Íbúar Reykjavíkur þurfa að fara sjálfir með jólatré sín á endur- vinnslustöðvar eftir hátíðarnar. Þó geta borgarbúar keypt þjón- ustu hjá sorphirðufyrirtækjum og hinum ýmsu íþróttafélögum og verða þá trén sótt heim að lóða- mörkum. Reykjavíkurborg hætti í fyrra að losa íbúana við jólatrén þeim að kostnaðarlausu og með því spöruðust um 12 milljónir króna. Gunnar Hersveinn, upplýsinga- fulltrúi umhverfis- og samgöngu- sviðs Reykjavíkurborgar, segir borgarbúa hafa tekið vel í breyt- inguna á síðasta ári. „Þar sem þetta varð að telj- ast lúxusþjónusta var ákveðið að hætta þessu í sparnaðarskyni,“ segir Gunnar. „Það er mikil vinna sem fer í þetta og vissulega geta borgarbúar auðveldlega gert þetta sjálfir eða þá keypt þjónustuna ef þeir vilja.“ Hin ýmsu íþróttafélög munu sækja jólatrén til að styrkja starf- semi sína og einnig bjóða sorp- hirðufyrirtækin Íslenska gáma- félagið og Gámaþjónustan hf. upp á þjónustuna gegn gjaldi. Líkt og á síðasta ári verður Gámaþjónustan (www.gamar.is) með samstarf við Skógræktarfélag Reykjavíkur við söfnun jólatrjáa á höfuðborgarsvæðinu. Verðið á þjónustunni er 800 krónur og er gróðursetning á einu tré í Jóla- skóginum í Heiðmörk innifalin. Jón Ísaksson, markaðsstjóri Gámaþjónustunnar, segir nálg- unina „tré-fyrir-tré“ góða og í anda þeirra stefnu sem fyrirtækið standi fyrir. „Við erum bæði að halda kostn- aði niðri en einnig að stíga stórt skref í því að gera skóginn sjálf- bæran með því að skila trján- um, sem eru höggvin í Heiðmörk fyrir jól, aftur til náttúrunnar,“ segir Jón. „Við munum halda áfram ótrauðir í þessu á komandi árum.“ Hægt er að panta þjónustuna hjá Gámafélaginu hf. á heimasíðunni www.gamar.is fyrir 10. janúar eða í síma 535 2510. Kostnaður við að sækja tré er 800 krónur. Íslenska gámafélagið er með slóðina www. gamur.is og kostar þjónustan 650 krónur. sunna@frettabladid.is Sum sveitarfélög sækja jólatrén ókeypis heim LOSA SIG VIÐ JÓLATRÉ Íbúar Reykjavíkur og Ísafjarðar geta keypt sorphirðuþjónustu af íþróttafélögum og gámafyrirtækjum eða farið sjálfir með jólatrén sín til endur- vinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Söfnun jólatrjáa á landinu Staður Hirða bæjaryfirvöld tré að kostnaðarlausu við lóðarmörk? Akureyri Já 6. til 11. janúar Akranes Nei Álftanes Nei Borgarbyggð Nei Blönduós Já 10. janúar Fljótsdalshérað Já 10. til 11. janúar Garðabær Já 6. til 11. janúar Hafnarfjörður Já 10. til 11. janúar Ísafjörður Nei - Skráning hjá Glímudeild Harðar. Kostar 500 krónur. Kópavogur Já 10. til 11. janúar Mosfellsbær Já 10. til 11. janúar Reykjanesbær Já 10. til 13. janúar Reykjavík Nei - Skráning hjá sorphirðufyrirtækjum eða íþróttafélögum. Flest bæjarfélög munu hefja hirðingu jólatrjáa um næstu helgi. Þegar útsölur eru í verslunum er í flestum tilvikum skylda veslun- areigenda að merkja vörurnar með upprunalegu verði og hinu nýja útsöluverði. Til þess að leyfilegt sé að merkja vöru á útsölu er nauð- synlegt að hún hafi á einhverjum tímapunkti verið boðin til sölu á upprunalegu verði. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs- stjóri hjá Neytendastofu, segir að í sumum tilvikum sé leyfilegt að veita prósentuafslátt yfir eitt svæði, svo sem á vegg eða fataslá, sé það merkt skýrt með skilti svo það fari ekki á milli mála. Versl- anir eru þá skoðaðar af Neytenda- stofu hver fyrir sig. Ekki er nóg að líma verðmiða með útsöluverði ofan á upprunalega verðið, heldur verður það einnig að vera vel sýni- legt viðskiptavinum. Neytendastofu hafa borist kvart- anir á síðustu dögum vegna skila- réttar varðandi inneignanótur. Sé viðskiptavini veittur skilaréttur, er það í höndum hverrar verslun- ar fyrir sig hvernig þeim reglum skuli hagað. Það er að segja hvort viðskiptavinir geti til að mynda keypt peysu á upprunalegu verði fyrir helgi, og skipt henni og feng- ið tvær peysur þremur dögum seinna. - sv Vörur verða að hafa verið seldar á upprunalegu verði til að teljast til útsölu: Tvær verðmerkingar nauðsyn AFSLÁTTUR VIÐ KASSA Neytendastofa telur að í sumum tilvikum sé í lagi að merkja útsöluvörur með prósentu- afslætti sé það vel sýnilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN sími 551-1990 á skrifstofutíma mán-fim kl.13-17 og fös kl.13-16 BARNA- OG UNGLINGANÁMSKEIÐ w w w . m y n d l i s t a s k o l i n n . i s NÁMSKEIÐ á vorönn INNRITUN STENDUR YFIR www.myndlistaskolinn.is k e r a m i k mánud. 17.30-20.15 Leirkerarennsla. Guðbjörg Káradóttir þriðjud. 17.30-20.15 Leirmótun og rennsla. Guðný Magnúsdóttir miðvikud. 18:00-22:00 Grundvallaratriði í keramiki - KEV173 Guðný Magnúsdóttir og Guðbjörg Káradóttir l j ó s m y n d u n mán og lau Ljósmyndun stafræn I. Vigfús Birgisson mán og lau Ljósmyndun stafræn II. Vigfús Birgisson lau og þri Ljósmyndun svart / hvít I. Erla Stefánsdóttir-Vigfús Birgisson lau og þri Ljósmyndun svart / hvít II. Erla Stefánsdóttir-Vigfús Birgisson i n d e s i g n - p h o t o s h o p þr-mi-fi-fö-lau tími breytilegur InDesign-Photoshop. Magnús V.Pálss. 2011 u n g t f ó l k föstud. 16.00-19.00 13-16 ára Teikning - Málun Þorbjörg Þorvaldsd.og J.B.K.Ransú föstud. 16.00-19.00 13-16 ára Teikning og Leir.Guðný Magnúsdóttir laugard. 10.00-13.00 13-16 ára Myndasögur Myndskreyt.-Bókagerð Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir fullbókað f o r m - r ý m i mánud. 17:30-20:40 Form, rými og hönnun Þóra Sigurðardóttir-Sólveig Aðalsteinsdóttir-Guja Dögg Hauksd. miðvikud. 17:30-20:40 Gróðurhús hugmyndanna. Hildigunnur Birgisdóttir-Hildur Steinþórsdóttir-Eygló Harðardóttir NÝTT : 3 - 5 á r a laugard. 10:15-12:00 3 - 5 ára Sigríður Helga Hauksdóttir laugard. 12:30-14:15 3 - 5 ára Sigríður Helga Hauksdóttir þriðjud. 15.15-17.00 3 - 5 ára Elsa Dórótea Gísladóttir þriðjud. 15.15-17.00 4 - 5 ára Guðrún Vera Hjartardóttir fullbókað fullbókað fullbókað 6 - 9 ára / 10 - 12 ára mánud. 15:15-17:00 6 - 9 ára Ína Salóme Hallgrímsdóttir þriðjud. 15.15-17.00 6 - 9 ára Ína Salóme Hallgrímsdóttir miðvikud. 15.15-17.00 6 - 9 ára Þorbjörg Þorvaldsdóttir fimmtud. 15.15-17.00 6 - 9 ára Kolbeinn Hugi Höskuldsson fimmtud. 15.15-17.00 6 - 9 ára Björk Guðnadóttir föstud. 15:15-17:00 6 - 9 ára Anna Hallin laugard. 10:15-12:00 6 - 9 ára Ástr.Magnúsd.-Hildur Steinþórsd. mánud. 15.15-17.00 8 -11 ára Arkitektúr. Ástríður Magnúsdóttir fimmtud. 15.00-17.15 8 -11 ára Rennsla-mótun Guðbjörg Káradóttir mánud. 15.00-17.15 10-12 ára Myndasögur-Stuttmyndagerð Kolbeinn H.Höskuldsson-Þórey Mjallhvít Ómarsd. miðvikud. 15.00-17.15 10-12 ára Handverk-Hönnun-Myndlist Björk Guðnadóttir miðvikud. 15.00-17.15 10-12 ára Hreyfimyndir.Þórey M.Ómarsd. fimmtud. 15.00-17.15 10-12 ára Teikning - Málun. Katrín Briem laugard. 10.00-12.15 10-12 ára Leir-Skúlptúr. Guðbjörg Káradóttir-Anna Hallin fullbókað fullbókað fullbókað fullb. fullb. fullbókað K O R P Ú L F S S T A Ð I R 6 - 9 ára / 10 - 12 ára / 13 - 16 ára þriðjud. 15.15-17.00 6 - 9 ára Korpúlfsst. Brynhildur Þorgeirsd. miðvikud. 15.00-17.15 10-12 ára Korpúlfsst. Brynhildur Þorgeirsd. mánud. 16.30-18.45 13-16 ára Korpúlfsst Teikning-Málun-Skúlptúr Kristín Reynisdóttir fullb. fullb. fullb. ALMENN NÁMSKEIÐ t e i k n i n g mánud. 09.00-11.45 Teikning 1 morguntímar. Eygló Harðardóttir miðvikud. 17:30-21:30 Teikning 1. Sólveig Aðalsteinsdóttir fimmtud. 09:00-11:45 Teikning 2 morguntímar. Þóra Sigurðardóttir þriðjud. 17:30-21:30 Teikning 2.Sólveig Aðalsteinsdóttir fimmtud. 17.30-21.30 Teikning 3.Þóra Sigurðard.Sigríður H.Hauksd. m-þ-m-f 17.30-22.00 Módelteikning - 4 daga. Þóra Sigurðardóttir mánud. 17:45-21:30 Módelteikn. Þorbjörg Þorvaldsd.-Þóra Sigurðard. miðvikud. 17:45-20:30 Módelteikning framhald.Katrín Briem fullbókað l i t a s k y n j u n - m á l u n - v a t n s l i t u n þriðjud. 17:30-21:00 Litaskynjun. Eygló Harðardóttir fimmtud. 17:30-21:00 Litaskynjun framhald. Eygló Harðardóttir-Margrét H. Blöndal og gestur. þriðjud. 14.30-17.00 Tilraunastofa í myndlist fyrir hreyfihamlaða. Margrét H. Blöndal föstud. 13.15-16.00 Frjáls málun. Sigtryggur B.Baldvinsson föstud. 09.00-11.45 Málun 1 morguntímar. Þorri Hringsson þriðjud. 17.30-20.15 Málun 1. Þorri Hringsson fimmtud. 17.30-20.15 Málun 2. Sigtryggur B. Baldvinsson föstud. 08.45-11.30 Málun 2 morguntímar. Sigtryggur B. Baldvinsson miðvikud. 17:30-20:15 Málun 3. Einar Garibaldi Eiríksson laugard. 10.00-12.45 Málun 4 Módel- og Portrettmálun. Birgir Snæbj. Birgisson og Karl Jóhann Jónsson miðvikud. 09.00-11.45 Vatnslitun -Teikning morgunt. Hlíf Ásgrímsdóttir þriðjud. 17.30-20.15 Vatnslitun framhald. Hlíf Ásgrímsdóttir fullbókað fullb. fullbókað fullbókað fullb. NÝTT : „Ætli verstu kaupin sem ég hef gert hafi ekki verið þegar ég keypti bíl fyrir ári og vélin fór í honum mánuði síðar,“ segir Grétar Mar Jónsson, skipstjóri á Valþóri og fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins. „Þetta var notaður Kia-pallbíll sem ég ætlaði að nota í kringum sjóinn. Vélin er ónýt og ég hef ekki fengið aðra í hann enn.“ Grétar er ekki eins viss um hver eru hans bestu kaup á lífsleiðinni. „Fyrir tveimur og hálfu ári keypti ég mér flottan bítlajakka úti í Liverpool og er helvíti ánægður með hann. Ég nota hann enn og passa í hann. Þetta er flottur kragalaus, kolsvartur bítlajakki,“ segir Grétar, sem var staddur í borginni til að berja augum síðustu tónleika Hljóma en brá sér einnig á tónleika með Paul McCartney. Að auki heldur Grétar með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. „Þannig að þetta var hálfgerð pílagríms- ferð,“ segir hann. „Mér dettur nú alltaf í hug jakkinn minn þegar Raggi Bjarni syngur um jakkann sinn: Flottur jakki, flottur jakki.“ NEYTANDINN: GRÉTAR MAR JÓNSSON SKIPSTJÓRI Kragalaus, kolsvartur Bítlajakki 4.961 KRÓNUR ER SÚ UPPHÆÐ sem meðalheimilið eyðir í gosdrykki, safa og vatn í hverjum mánuði samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.