Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 10
10 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 28 29 1 2/ 10 Omeprazol Actavis 20 mg 14 stk. Áður: 1.190 kr. Nú: 1.071 kr. 28 stk. Áður: 2.350 kr. Nú: 2.115 kr. *Gildir til 10. janúar 2011. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. ÍTALÍA Heimsmarkaðsverð á mat hefur aldrei mælst hærra en í desember síðastliðnum, sam- kvæmt mælingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Verðið er nú hærra en það var árið 2008, þegar upp- þot brutust út í nokkrum löndum vegna verðhækkana á mat. Vísitala sem notuð er til að mæla breytingar á mjólkur- vörum, kjöti, sykri, kornvör- um og öðrum matvælum stóð að meðaltali í 214,7 stigum í desem- ber. Vísitalan hækkaði talsvert frá mánuðinum á undan, þegar hún var að meðaltali 206 stig, segir í frétt BBC. Í júní 2008 stóð vísitalan í 213,5 stigum. Þá brutust út fjöl- menn mótmæli og uppþot í kjöl- far þeirra í Egyptalandi, Haítí og Kamerún vegna hækkandi matarverðs. Mótmæli og óeirðir vegna mat- vælaverðs voru raunar algeng á árunum 2007 til 2008. Háu hveiti- verði var mótmælt á Ítalíu og Marokkóbúar mótmæltu þegar verðið á brauði hækkaði. Óstöðugt veðurfar gæti haft slæm áhrif á kornverð, sem er áhyggjuefni, segir Abdolreza Abb- assian, hagfræðingur hjá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun SÞ, í samtali við BBC. Hann telur þó aðstæður nú tals- vert aðrar en árið 2008, til dæmis standi framleiðsla í fátækari ríkj- um heims betur en þá, sem dragi úr líkum á að fólk láti óánægju sína í ljós með jafn áþreifanlegum hætti og þá. Abbassian varar við því að verð á matvælum gæti enn hækk- að. Þar geti aðstæður í mikil- vægum framleiðsluríkjum haft mikil áhrif. Til dæmis geti flóðin í Ástralíu, kuldarnir í Evrópu og þurrkar í Argentínu haft neikvæð áhrif á matvælaverð. „Það er vel mögulegt að verðið hækki mikið frá því sem nú er, til dæmis ef ekki fer að rigna í Arg- entínu og kuldinn í Evrópu fer að drepa plöntur,“ sagði Abbass- ian í viðtali við breska blaðið The Guardian. Búist hafði verið við lækkun á heimsmarkaðsverði vegna góðr- ar uppskeru í mörgum af fátæk- ari ríkjum heims. Það hefur þó ekki ræst þar sem óútreiknan- legt veður fór illa með hveitifram- leiðslu í Rússlandi. Heimsmarkaðsverð á sykri og kjöti hefur aldrei verið hærra, og verð á korni, þar á meðal hveiti, er svipuð og árið 2008. Flóðin í Ástralíu eru þegar farin að hafa áhrif á verð á helstu útflutningsvörum Queensland, þess héraðs sem flóðin hafa mest áhrif á. Útflutningur þaðan er mikilvægur fyrir markaði í Asíu, sér í lagi Indland, Bangladess og Japan. Spár um sykurútflutning frá Ástralíu gera nú ráð fyrir að hann verði 25 prósentum minni en búist var við. Einnig er talið að hveiti- útflutningur verði umtalsvert minni. brjann@frettabladid.is Matvælaverð aldrei hærra Heimsmarkaðsverð á matvælum náði nýjum hæð- um í desember þrátt fyrir spár um verðlækkanir. Óstöðugt veðurfar veldur framleiðendum vandræð- um. Verðið gæti enn hækkað segir sérfræðingur. KAFFI Starfsmenn kaffiframleiðanda í Níkaragva flokka kaffibaunir til útflutnings. Verð á kaffi mun líklega hækka vegna ákvörðunar stjórnvalda í Brasilíu um að tak- marka útflutning til að hækka verð fyrir afurðirnar. NORDICPHOTOS/AFP Það er vel mögulegt að verðið hækki mikið frá því sem nú er, til dæmis ef ekki fer að rigna í Argentínu og kuldinn í Evrópu fer að drepa plöntur. ABDOLREZA ABBASSIAN HAGFRÆÐINGUR HJÁ MATVÆLA- OG LANDBÚNAÐARSTOFNUN SÞ APAKATTATALNING Kate Sanders, starfsmaður Lundúnadýragarðsins, hafði í nógu að snúast í gær þegar árleg talning hófst í garðinum. Skepn- ur garðsins eru um 16 þúsund. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur handtekið tvo menn sem reyndust hafa á sam- viskunni innbrot í tólf fyrirtæki og geymslustaði verktaka í Hafnarfirði og Garðabæ. Talsverð eignaspjöll voru unnin á mörgum innbrotsstað- anna sem allir eru í sama hverfinu. Mikið af þýfi fannst hjá mönnun- um og telur lögregla að hún hafði náð mestöllu af því sem þeir stálu. Verðmæti þess er áætlað í kring- um sex milljónir króna, að sögn lögreglu. Mennirnir tveir sem báðir eru komnir undir þrítugt brutust inn í fyrirtækin og geymslustaðina á tveggja mánaða tímabili. Þar létu þeir greipar sópa og virðast ekki hafa valið úr. Þannig fundust hjá þeim skærbleikar snyrtitöskur í bland við rándýr verkfæri. Þýfið höfðu þeir falið í skúrum og geymsl- um sem þeir höfðu aðgang að. Því hefur að mestu leyti verið komið í hendur eigenda. Mönnunum var sleppt að yfir- heyrslum loknum og telst málið upplýst. Þeir hafa komið við sögu hjá lögreglu áður, einkum þó annar þeirra, vegna fíkniefna- og þjófnaðarmála. - jss STÁLU ÖLLU STEINI LÉTTARA Mennirnir stálu öllu sem hönd á festi, mest þó verkfærum. Mynd úr safni. Brutust inn í tólf fyrirtæki og geymslustaði verktaka í Hafnarfirði og Garðabæ: Tveir milljónaþjófar handteknir GRÆNLAND Breska olíufélagið Cairn Energy hefur leigt tvo olíu- borpalla og ætlar að bora fjór- ar tilraunaholur undan ströndum Grænlands í sumar. Annar bor- pallurinn ber heitið Leifur Eiríks- son. Áformin munu þó háð leyfi frá grænlensku heimastjórninni. Félagið hefur útvegað sér lán- alínu upp á 900 milljónir dollara frá nokkrum bönkum til að standa straum af kostnaðinum. Cairn Energy fann olíu og gas undan Diskó-eyju við vesturströnd Grænlands síðastliðið haust. Olíuleit við Grænland: Leifur Eiríksson borar eftir olíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.