Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 44
36 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þegar maður lítur til baka yfir tónlistarárið 2010 þá koma ekki margar snilldarplötur upp í hugann og árslistar tónlistartímaritanna staðfesta þá til- finningu að þetta hafi ekki verið sérstaklega gott tónlistarár. Það var ekki mikið að gerast. Arcade Fire-platan The Suburbs er plata ársins ef maður tekur meðaltal af listum helstu tónlistarmiðla. Það segir sitt. Ágæt plata, en Neon Bible var töluvert betri. Sama á við um margar aðrar plötur sem skora hátt. LCD Sound- system platan This Is Happening er t.d. fín og James Murphy fær hrós fyrir að hjakka ekki í sama far- inu, en síðasta plata, Sound of Silver, var mikið betri. Svipaða sögu er að segja af plötum Sufjans Stevens, Vampire Weekend og Gorillaz. Og svo eru nýrri nöfnin, Beach House, Sleigh Bells, Janelle Monáe, John Grant, Gonjasufi – ekki vond tónlist, en maður er ekkert að missa jafn- vægið af geðshræringu yfir henni. Er ekki kominn tími á endurnýjun? Eitthvað nýtt og klikkað? Ég var reyndar í mestu vandræð- um með plötu ársins lengst af. Hvaða plata gat eiginlega staðið undir þeim titli? Það var ekki fyrr en Kanye West kom með My Beautiful Dark Twisted Fantasy sem svarið við spurningunni var komið. Og þar voru engar væntingar. Síðasta plata Kanye, 808‘s & Heartbreak, var algjörlega mis- heppnuð. Svo vond að það verður gaman að skella henni í tækið eftir tuttugu ár til að hlæja að henni. En nýja platan er hreinasta snilld. Alvöru stórvirki. Hvert lagið öðru betra og einhver galdur í gangi hvað útsetningar og sánd varðar. Það má því segja að Kanye Omari West hafi bjargað árinu. Kanye bjargaði árinu YFIRBURÐAPLATA My Beautiful Dark Twisted Fantasy með Kanye West var besta platan á slöku poppári, 2010. NORDICPHOTOS/GETTY Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. Mike Skinner, maðurinn á bak við The Streets, hefur lýst því yfir að næsta plata sveitarinnar, Computers and Blues, verði sú síð- asta. Hún kemur út í næsta mán- uði og verður sú fimmta sem The Streets gerir fyrir útgáfufyrir- tækið Warner. Þrátt fyrir mikl- ar vinsældir undanfarin tíu ár er Skinner búinn að fá nóg og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég hef verið að þessu í tíu ár og hef reynt að gera eitthvað alveg nýtt á hverri plötu. Sumar hafa fengið frábærar viðtökur en aðrar ekki og núna er ég uppis- kroppa með efni,“ sagði Skinner í viðtali við breska sunnudags- blaðið The Observer og bætti því við að þetta væri síðasta stóra viðtalið sem hann myndi gefa. Hinn 32 ára Skinner sló í gegn með fyrstu plötu sinni Original Pirate Material árið 2002. Þar blés hann ferskum vindum inn í hiphop-heiminn með öðruvísi, sér-breskum hljómi þar sem hann söng á skondinn hátt um líf sitt á götum ensku borgarinnar Birm- ingham. Biðraðir eftir kebab- skyndibita, grasreykingar og kvennafar komu meðal annars við sögu. „Ég get ekki notfært mér dramatíkina í kringum morð og ofbeldi eins og rappið gerir. Þess vegna reyni ég að búa til eitt- hvað dramatískt úr engu,“ sagði Skinner um textagerð sína. Önnur plata The Streets, A Grand Don’t Come for Free, hlaut einnig góðar viðtökur og sér í lagi smáskífulagið Dry Your Eyes. Platan fór á toppinn í Bret- landi, rétt eins og sú næsta, The Hardest Way to Make an Easy Living. Síðasta plata The Streets, Everything Is Borrowed, náði á hinn bóginn aðeins sjöunda sæt- inu í Bretlandi, þó svo að viðtök- ur gagnrýnenda hafi verið fremur jákvæðar. Núna er svo komið að Skinner vill breyta til, leggja The Streets á hilluna og gera eitthvað allt annað. „Ég hef ekki áhuga á The Streets lengur. Ég hefði átt að breyta til fyrir löngu,“ sagði hann og bætti við að með nýju plötunni væri hann að kveðja fyrirtækið Warner. „Ég skrifaði undir fimm platna samn- ing. Það hefði verið asnalegt að hætta með The Streets eftir fjórðu plötuna og gera síðan eina í viðbót bara til að uppfylla samninginn.“ Computers and Blues þykir á meðal hans bestu verka og lítur því allt út fyrir að The Streets muni hverfa af sjónarsviðinu með stæl en um leið mikilli eftirsjá tónlistar- áhugamanna. freyr@frettabladid.is Skinner kveður The Streets THE STREETS Mike Skinner er maðurinn á bak við The Streets, sem gefur út sína fimmtu og síðustu plötu í næsta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY TÓNLISTINN Vikuna 30. desember 2010 - 5. janúar 2011 LAGALISTINN Vikuna 30. desember 2010 - 5. janúar 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Dikta ......................................................................Goodbye 2 Björgvin Halldórsson & Mugison ................... Minning 3 Hjálmar ....................................................Gakktu alla leið 4 Bruno Mars ..................................Just The Way You Are 5 Katy Perry .............................................................Firework 6 Rihanna .......................................Only Girl In The World 7 Jón Jónsson ...................................When You’re Around 8 P!nk .........................................................Raise Your Glass 9 Tinie Tempah ................................. Written In The Stars 10 Coldplay ................................................ Christmas Lights Sæti Flytjandi Lag 1 Jónsi ..................................................................................Go 2 Elly Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn 3 Páll Rósinkranz ...........................................Ó hvílík elska 4 Spilverk þjóðanna ........................................... Allt safnið 5 Sigurður Guðmunds og Memfism. ......Nú stendur... 6 Ýmsir .................................................................Pottþétt 54 7 Bubbi ..................................Sögur af ást, landi og þjóð 8 Blaz Roca ............................. Velkomin til KópaCabana 9 Baggalútur ..........................................................Næstu jól 10 Ólafur Gaukur ......................................Syngið þið fuglar Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: > Plata vikunnar Kalli - Last Train Home ★★★ „Huggulegt kántrí sem Kalli syngur af mikilli yfirvegun.“ - FB > Í SPILARANUM Duran Duran - All You Need is Now Gerry Rafferty - City to City Mogwai - Hardcore Will Never Die, But You Will Cake - Showroom Of Compassion Tennis - Cape Dory Skoski tónlistarmaðurinn Gerry Rafferty er látinn, 63 ára gamall, eftir langvarandi veikindi. Hann var þekktastur fyrir lögin Baker Street og Stuck in the Middle With You sem hljómaði í kvikmynd Quentins Tar- antino, Reservoir Dogs, sem kom út 1992. Baker Street var valið eitt af hundrað bestu gítarlögum allra tíma í lesendakönn- un tímaritsins Rolling Stone árið 2008. Rafferty, sem var einnig þekktur fyrir lögin Right Down the Line, Get It Right Next Time og Don’t Give Up On Me, var lagður inn á sjúkrahús í Bournemouth á Englandi vegna lifrarvandamála. Hann fæddist í bænum Paisley, skammt frá Glas- gow, og náði lengst sem sólótónlistarmaður á átt- unda áratugnum. Vinsæl- ustu plöturnar hans voru City to City sem kom út 1978 og Night Owl sem kom út ári síðar. Raffer- ty, sem barðist lengi við áfengisfíkn, gaf út sína síðustu plötu, Another World, árið 2000. Gerry Rafferty látinn GÓÐUR MAÐUR KVEÐUR Gerry Rafferty var þekktastur fyrir lögin Baker Street og Stuck in the Middle With You. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.