Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 26
Natura Keratin er ný byltingar- kennd stofumeðferð sem sléttar hár og virkar fyrir hið krullaðasta hár sem og allar hárgerðir og dugir í þrjá til fimm mánuði. Nokkrar hárgreiðslustofur hafa tekið þessa meðferð upp og þeirra á meðal er Salon Reykjavík á Grandagarði, en Keratin Islandia er umboðsaðili Natura Keratin. „Ólíkt því sem sléttunaraðferðir geta jafnan gert, að taka hárböndin í sundur og setja þau aftur saman, gerir meðferðin þveröfuga hluti fyrir hárið. Hún gerir það mjúkt, slétt og sterkara með hjálp fljót- andi keratíns sem festist utan um hvert einasta hár og myndar þannig verndarhjúp,“ segir Arnar Tómas- son hjá Salon Reykjavík. Arnar segir meðferðina vera afar vinsæla vestanhafs, í Bandaríkjunum sem og í Brasilíu. Meðferðin getur tekið allt frá einni og hálfri upp í fimm klukku- stundir. Keratín er sett í hvern ein- asta lokk, hárið þurrkað með efn- inu í og hver einasti lokkur hitaður með sléttujárni til að festa kerat- ínið utan á hárinu. Síðan má ekki þvo hárið næstu þrjá daga á eftir. „Sléttunarmeðferðin kemur sér- staklega vel út fyrir þá sem eru með þurrt, opið og slitið hár, þar sést mestur munur. Einnig gefur meðferðin fyllingu þannig að hárið hangir ekki lint niður. Þeir sem vilja svo fá liðina öðru hverju fram geta það vel, því meðferðin tekur liðina ekki alveg í burtu, það þarf að fara aðeins yfir með sléttu- járninu á hverjum degi til að fá það alveg slétt,“ segir Arnar. Kostinn við meðferðina segir Arnar meðal annars vera að engin rót kemur, líkt og í permanetti, heldur dofnar efnið smám saman úr hárinu. Meðferðin endist leng- ur hjá meðhöndluðu hári en efna- meðhöndluðu. „Það sem helst þarf að passa upp á eftir meðferð er að forðast sjampó með ákveðnum efnum í, súlfötum og natríumklór- íði, en þessi efni leysa keratínið of hratt upp.“ juliam@frettabladid.is Sléttunarmeðferð sem endist í nokkra mánuði Krullhærðir vita að það getur farið illa með þurrt og hrokkið hár að slétta það. Natura Keratin er ný stofumeðferð sem sléttar hár án þess að taka hárböndin í sundur og endist í þrjá til fimm mánuði. Arnar Tómasson hjá Salon Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Krullað hár fyrir Natura Keratin-meðferðina. Meðferðin er fyrir bæði kynin. Hárið orðið slétt tæpum tveimur tímum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ung stúlka smellir kossi á maltese-hundinn sinn á árlegu hundasýningunni The Tokyo International Dog Show í Tókýó í Japan á dögunum. Eigandi og hundur tóku þar þátt í sérstakri keppni um flottustu hundatískuna. ÚTSALA 30% afsláttur af öllum barnavörum Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17 Útsalan í fullum gangi ÚTSALA 30 - 70% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.