Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 6. janúar 2011 21 Stjórnskipunarmálin eru nú í fastmótuðum farvegi skv. lögum, sem Alþingi setti um stjórnlagaþing á síðasta ári. For- sagan er býsna löng. Þegar á árinu 1945, ári eftir samþykkt stjórnarskrárinnar í þjóðarat- kvæðagreiðslu við lýðveldis- stofnunina 1944, hófust umræður um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána, enda hafði hún verið sett aðeins til bráða- birgða. Alþingi hefur þó ekki tekizt að vinna það verk þrátt fyrir umfangsmikið nefndar- starf á vegum þingsins um lang- an tíma. Þó tókst að bæta góðum mannréttindakafla inn í stjórn- arskrána 1995. Ýmis önnur mál, sem varða mörkin milli fram- kvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds, hafa setið á hakanum. Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki getað komið sér saman um ýmis atriði, sem varða þá sjálfa og valdið, sem stjórnarskráin færir þeim óbeint. Alþingi viðurkenndi þetta sjónarmið í verki eftir hrun með samþykkt laganna um stjórnlagaþingið. Þing og þjóð Alþingi ákvað að fela þjóðinni að kjósa sér fulltrúa á stjórnlaga- þing frekar en að skipa eina nefndina enn til að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni eða nýja stjórnarskrá. Eftir því hlýtur að teljast eðlilegt, að til- lögur stjórnlagaþingsins verði lagðar í dóm þjóðarinnar að loknu verki, en ekki í dóm Alþingis, svo sem eðlilegt hefði getað tal- izt, hefði Alþingi skipað fulltrúa til setu á stjórnlagaþingi. Líklegt hlýtur því að teljast, að stjórnlaga- þingið leggi til við Alþingi, að tillögur stjórnlagaþingsins verði bornar undir þjóðaratkvæði án efnislegra afskipta Alþingis af tillögunum. Til þess þarf ekki annað skv. stjórnarskránni en samþykkt Alþingis þar að lútandi, enda færi ekki vel á, að Alþingi fjallaði sjálft um tillögur, sem varða Alþingi og ýmsa aðra þætti stjórnskipunarinnar. Þjóðin setur sér stjórnarskrá til að reisa girð- ingar og vernda almenning fyrir yfirvöldum. Stjórnarskránni er beinlínis ætlað að binda hendur Alþingis og annarra stjórnvalda með því að kveða á um valdmörk og mótvægi. Umboð stjórnlagaþingsins Stjórnlagaþingið kemur saman 15. febrúar og mun starfa skv. lögum í tvo mánuði með hugsan- legri framlengingu í tvo mánuði til viðbótar. Þar sitja 25 fulltrúar, sem 84 þúsund kjósendur völdu úr hópi 523 frambjóðenda. Kjör- sóknin var 37% borið saman við 44% kjörsókn, þegar samning- urinn um sambandslögin, sem færðu þjóðinni fullveldi 1918, var borinn undir þjóðaratkvæði. Eins og Guðmundur Ólafsson hag- fræðingur og Hjörtur Hjartar- son sagnfræðingur hafa bent á, má telja samanburðinn við kjör- sóknina 1918 nærtækari en sam- anburð við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálaflokkar með fullar hendur fjár smala kjós- endum á kjörstað. Fjölmargir, kannski langflestir frambjóðend- ur til stjórnlagaþings höfðu sig lítt eða ekki í frammi fyrir kosn- inguna og vörðu litlu eða engu fé til kynningar á framboðum sínum. Umboð rétt kjörins stjórn- lagaþings á grundvelli laga frá Alþingi verður ekki vefengt með skírskotun til 37% kjörsóknar eða annarra atriða. Lýðræðislegt umboð stjórnlagaþingsins frá kjósendum er hafið yfir allan vafa. Landslag stjórnlagaþingsins Ætla verður, að þeir, sem náðu kjöri til stjórnlagaþings, hafi hlotið kosningu fyrst og fremst á grundvelli þeirra sjónarmiða, sem þeir lýstu fyrir kosning- una. Sjónarmið þeirra lágu fyrir t.d. í svörum þeirra við spurn- ingum DV í nóvember, og þau virðast líkleg til að enduróma í tillögum stjórnlagaþingsins. Af 25 kjörnum fulltrúum svöruðu 23 spurningum DV, tveir svör- uðu ekki. Fróðlegt er að skoða svör fulltrúanna við ýmsum lykilspurningum. Lítum yfir landslagið. Þegar svörin eru dregin saman, kemur í ljós, að 19 fulltrúar af 23 eru hlynntir því að breyta stjórnar- skránni, 22 eru hlynntir ákvæði um auðlindir í þjóðareign, 18 eru hlynntir málskotsrétti for- setans, 21 er hlynntur þjóðarat- kvæðagreiðslum, 16 eru hlynnt- ir persónukjöri, 20 eru andvígir setu ráðherra á Alþingi, 23 eru andvígir því, að dómsmálaráð- herra einn skipi dómara, 22 eru hlynntir jöfnu vægi atkvæða óháð búsetu, 14 eru hlynntir því, landið sé eitt kjördæmi, en fimm eru því andvígir, 17 eru hlynntir þingræði, 17 eru hlynntir opnum yfirheyrslum á Alþingi, og 18 eru andvígir því, að ráðherra einn skipi í embætti. Átta eru hlynntir auknum valdheimildum forsetans, en fimm eru andvígir, 14 eru hlynntir því að fækka þingmönnum, en sjö eru andvíg- ir, 21 og 18 eru hlynntir því að takmarka, hversu lengi forseti og forsætisráðherra geta setið í embætti, og 20 fulltrúar eru hlynntir auknum rétti almenn- ings til upplýsinga. Fimmtudag- inn 20. janúar mun ég fara yfir sviðið í opinberum hádegisfyrir- lestri í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 12-13 og svara spurningum úr sal. Allir velkomnir. Hvernig landið liggur Þorvaldur Gylfason prófessor Í DAG Líklegt hlýtur því að teljast, að stjórnlaga- þingið leggi til við Alþingi, að tillögur stjórnlagaþingsins verði bornar undir þjóðaratkvæði án efnislegra afskipta Alþingis af tillögunum. AF NETINU Skortur á auðmýkt og sjálfsgagnrýni Heimtufrekja og þöggun óþægilegra skoðana er skaðleg, við erum of sjálfhverf og eigum erfitt með að líta í eign barm. Sú hneykslunargirni sem hefur einkennt viðbrögð okkar við ábendingum erlendra aðila í aðdraganda Hrunsins segir allt um þetta. Sama má segja um ábendingar um að of margir hafi látið óskhyggju lýðskrumsins ráða för. Þeir sem bent hafa á annað hafa mátt sitja undir heiftúðlegri gagnrýni. Fjölbreytileiki, ólík lífssýn og gildismat skapa vissulega ólíkar skoðanir en það er einmitt það sem styrkir samfélög ef þær fá að vera hluti af umræð- unni. Stærsta vandamál Íslendinga er án nokkurs vafa yfirþyrmandi skortur á aga, auðmýkt og sjálfsgagnrýni. Afsakanir skortir ekki. Betur og betur er að koma í ljós að við vorum sjálfhverfar smásálir, ófærar um að líta í eigin barm. gudmundur.eyjan.is Guðmundur Gunnarsson Ekki fer á milli mála að á Íslandi er áhugi á veðri og náttúru- fari e.t.v. öllu meiri en í mörgum öðrum löndum og einkennir dag- lega umræðu Íslendinga. Því vekur það ætíð furðu mína að veður- upplýsingar fjölmiðla skuli vera jafn ónákvæmar – já og beinlínis hættulegar og raun ber vitni. Er ekki laust við að maður telji þetta meðal ástæðna fyrir óvarkárni fólks sem leggur illa búið af stað í ferðir innanlands og lendir síðan í hrakningum og vosbúð sem getur jafnvel orðið því að aldurtila. Þetta eru býsna þungar ásakanir, en orsök þeirra er sú að ólíkt flest- um veðurfréttum erlendis er kæl- ing ekki tilgreind í veðurfréttum hér á landi auk skyggnis, vindátt- ar og úrkomu og hitastigs. Þessi samtíningur upplýsinga og vönt- un á upplýsingum um áhrif þeirra, nefnilega kælingu, gefur því ófull- komna mynd af veðráttu og áhrif- um hennar á fólk. Raunar alranga ef aðeins er miðað við hitastig. Þannig er t.d. í dag, 4. janúar 2010 þegar þetta er skrifað, hitastig í Reykjavík uppgefið af Veðurstofu Íslands -4°C og ekki þarf að efast um að þetta eru réttar upplýsing- ar. En fari maður inn á útlendar veðurvefsíður eins og t.d. www. yr.no sem er býsna góð norsk vef- síða, þá sést að þetta hitastig ásamt vindinum myndar kælingu sem finnst sem -13°C. Á fimmtudag er á sömu vefsíðu spáð -8°C hitastigi í Reykjavík sem finnst sem -18°C kæling. Það er augljóst að íslenskir veður- fræðingar eru jafn hæfir þeim norsku til að veita upplýsingar um kælingu, sem eru hagnýtar upp- lýsingar fyrir fólk til þess að það viti hver eru áhrif veðurs á menn og skepnur. Hér með er skorað á íslenska veðurfræðinga og fjöl- miðla að flétta birtingu á kælingu inn í veðurfréttir sínar og veður- spár þannig að þetta verði hagnýt- ar upplýsingar og stuðla þannig á ábyrgan hátt að því að fólk búi sig í samræmi við veðurfar. Ábyrgð veðurfræðinga Veður Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri l Aðgang að fjölbreyttum tímum Handklæði við hverja komu Herða- og höfuðnudd í heitum pottum Aðgang að Spa-svæði Aðgang að vatnsgufum og sauna Afslátt af þjónustu og námskeiðum Persónulega þjónustu og hlýlegt viðmót Hilton Reykjavík Nordica - Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 - www.nordicaspa.is kjasa Sérsniðna æfingaáætlun Mælingar, aðhald og eftirfylgni Meðlimskort NordicaSpa Með kortinu færð þú: Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar nordicaspa.is eða í síma 444-5090. Janúartilboð á árskortum í NordicaSpa sem gilda frá kl. 13-17 Gríptu tækifærið! TILBOÐSVERÐ: 9.900 kr. á mán. ungbarna húfa og vettlingar barna húfa, trefill og vettlingar Verð: 7.800 kr. Stærðir: 62- 86 Verð: 2.900 kr./ stk. Stærðir: 1- 2 Verð: 3.800 kr./ stk. Stærðir: 1- 2 - 3 KJÓI KJÓI IÐUNN ungbarna peysa Hlý og notaleg hneppt peysa fyrir þau yngstu úr sérstaklega fíngerðri 100% Merino ull. Kláðafrí ull. Hlýir og mjúkir aukahlutir fyrir ungabörn úr sérlega fíngerðri 100% Merino ull. Kláðafrí ull. Hlýir og mjúkir aukahlutir fyrir börn úr sérlega fíngerðri 100% Merino ull. Kláðafrí ull. 100% Extrafi ne Merino ull 100% Extrafi ne Merino ull 100% Extrafi ne Merino ull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.