Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 22
22 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR Díoxínmengunin frá sorp-brennslustöðinni Funa í Engi- dal er þungt áfall fyrir íbúa Ísa- fjarðarbæjar. Díoxín er meðal eitruðustu efna sem fyrirfinnast í umhverfinu. Það mældist tuttugu sinnum yfir viðurkenndum heilsu- verndarmörkum frá Funa árið 2007. Það var í fyrsta og eina skipt- ið sem efnið hefur verið mælt, svo enginn veit hve mörg ár Ísfirðing- ar höfðu andað eitrinu að sér fram að því. Langvarandi blámóða frá sorpbrennslunni vekur þó óneitan- lega grunsemdir um að svo kunni að hafa verið nokkra hríð. Fengu íbúar Skutulsfjarðar vitn- eskju um þessa heilsufarsvá þegar hún lá fyrir? Nei. Fengu kjörnir fulltrúar í bæjar- stjórn Ísafjarðarbæjar vitneskju um þetta? Sú vitneskja virðist hafa verið bundin við örfáa ein- staklinga í bæjarkerfinu, þáver- andi ráðamenn bæjarins. Upplýs- ingar um díoxínmengun frá Funa koma fyrst „upp á borðið“ í júlí síð- astliðnum – þremur árum eftir að mæling var gerð. Aldrei, á þessu þriggja ára tíma- bili, þótti ástæða til þess að upplýsa bæjarbúa eða bæjarfulltrúa sér- staklega um þá stöðu sem upp var komin: Tuttugufalda díoxínmeng- un frá sorpbrennslustöð í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Hefði þó verið full ástæða til. Þess í stað var umræðan vafin inn í vandræða- gang um hvort búnaður uppfyllti starfsleyfisskilyrði, hvort hag- kvæmara væri að flokka, urða eða flytja sorpið o.s.frv. Hinni aðsteðj- andi heilsufarshættu var hins vegar haldið utan við umræðuna. Fullyrðingar fyrrverandi bæjar- stjóra um að upplýsingar um mál- efni Funa hafi „legið fyrir“ eru ekkert annað en hártogun – því yfirborðsleg umfjöllun er ekki það sama og raunverulegar upplýsing- ar. Þvert á móti er einmitt hægt að drepa málum á dreif með þeim hætti að kaffæra staðreyndir í alls- kyns orðavaðli um óskylda hluti. Það var einmitt gert í þessu til- viki. Þeim sem vöruðu við og gagn- rýndu starfsemi Funa var svarað út úr – jafnvel dregnir sundur og saman í háði. Minnisstæð eru mér þau ummæli einhvers spekingsins að blámóðan frá Funa væri „vatns- dropar í lofti“. Þegar þessi orð eru skrifuð keppast þeir sem höfðu eftir- lits- og upplýsingaskyldu við að vísa hver á annan og láta að því liggja að ekkert sé athugavert við aðgerðarleysið í málinu. Þeim hinum sömu væri sæmra að biðj- ast afsökunar, því þeir brugðust hrapallega hlutverki sínu og trún- aðarskyldu við umbjóðendur sína, íbúa Ísafjarðarbæjar. Það er grundvallarskylda stjórn- valda að gæta almannaheilla. Aðrir hagsmunir, á borð við fjárhagslega hagsmuni sveitarfélags, einstakra stofnana eða fyrirtækja, mega ekki yfirskyggja almannahagsmuni á borð við heilsufarslegt öryggi og velferð íbúa. Því hefur verið hald- ið fram að Umhverfisstofnun hafi ekki verið heimilt að loka Funa þegar díoxínmengun mældist þar tuttugufalt yfir mörkum vegna þess að fyrirtækið hafi þurft aðlög- un og svigrúm áður en til lokunar kæmi. Þessi rök hafa holan hljóm enda þótt vísað sé í stjórnsýslulög. Hvers virði er rekstrarlegt „svig- rúm“ sorpbrennslustöðvar saman- borið við heilsufar þeirra sem anda að sér eiturefnum á sama tíma? Afleiðingar þessa grafalvarlega máls eru engan veginn fyrirsjáan- legar á þessari stundu. Þyngstar áhyggjur hefur maður auðvitað af heilsufari þeirra sem hafa búið og starfað næst Funa. Augljóslega þarf að rannsaka heilsufar íbúanna í framhaldi af þessum atburðum. Það hvernig málið ber að kallar einnig á tafarlausa rannsókn á því hvernig eftirliti og umsýslu hefur verið háttað. Enn eru starfandi sorpbrennslustöðvar á Íslandi sem eru á sambærilegum undanþágum og Funi hafði. Hvernig er eftirliti með þeim háttað? Umhverfisnefnd Alþingis mun funda um þetta mál næstkomandi föstudag kl. 9.30. Á þann fund hafa m.a. verið boðaðir fulltrúar frá Umhverfisstofnun, matvælastofn- un, bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og heilbrigðiseftirlitinu. Ég ósk- aði eftir þessum fundi til þess að nefndin geti farið heildstætt yfir aðdraganda málsins og áttað sig á því hvað fór úrskeiðis og hvernig hefði betur mátt standa að málum. Ég tel mikilvægt að þegar sú vitn- eskja liggur fyrir verði tafar- laust gerðar ráðstafanir til þess að skerpa á eftirlitsþættinum, stjórn- sýslunni og jafnvel sjálfri löggjöf- inni til þess að tryggja að annað eins og þetta geti ekki endurtek- ið sig. Opinberir aðilar eiga ekki að geta skotið sér á bak við óljós- an lagabókstaf þegar líf og heilsa almennings er í húfi. Um aðrar afleiðingar á borð við heilsubrest, fjárhagslegt tjón mat- vælaframleiðenda og umhverf- isskaða er of snemmt að fjalla að svo stöddu. Þau vandamál bíða síns tíma í óræðri framtíð. Mengunarhneykslið Sorpbrennsla Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Þeir brugðust hrapallega hlut- verki sínu og trúnaðar- skyldu við umbjóðendur sína, íbúa Ísafjarðarbæjar. Íslenska handboltalandsliðið mun leika sinn fyrsta leik á HM í handbolta annan föstu- dag í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá mun hefjast sannköll- uð handboltaveisla sem stend- ur yfir í tvær vikur. Íslensk- ir handboltaunnendur geta hugsað sér gott til glóðarinn- ar því óhætt er að fullyrða að aldrei fyrr hafa stórmótum í handbolta verið gerð betri skil í íslensku sjónvarpi. Aldrei áður hafa jafn margir leikir verið sýndir í beinni útsend- ingu. Þorsteinn J. mun ásamt íþróttafréttamönnum okkar og hópi gesta gera mótinu góð skil daglega. Áskrifendum stendur til boða að sjá heilt heimsmeistaramót í handbolta fyrir verð sem sam- svarar tæplega einum miða á einn leik á HM í Svíþjóð. Víða erlendis er ekki hægt að kaupa áskrift nema til 12 mánaða í einu. Hér á landi nýtur öll fjöl- skyldan þess að sjá leiki Íslands og annarra stórþjóða á mótinu í beinni útsendingu heima í stofu með einni mánaðaráskrift. Þar fyrir utan sýnir Stöð 2 Sport í janúar frá leikjum í ensku bikarkeppninni, efstu deild spænska boltans, golfmótum og NBA í körfubolta, svo fátt eitt sé nefnt. Stöð 2 Sport mun sýna tvo af fimm leikjum Íslands í undan- riðli í opinni dagskrá. Komist landsliðið í milliriðil verður einn leikur af þremur í opinni dagskrá og úrslitaleikurinn sömuleiðis, fari svo að liðið leiki til úrslita. Allt ítarefni um mótið verður sent út í opinni dagskrá. Til samanburðar verður HM í handbolta í heild sinni í læstri dagskrá á Norðurlöndunum, í Þýskalandi og víðar. Vert er að taka fram að það var Alþjóða handknattleikssam- bandið sem seldi sjónvarpsrétt- inn að HM í handbolta án skil- yrða. Má ætla að þessi réttur sé dýrmætasta eign handbolt- ans á heimsvísu og lykilatriði í fjármögnun sambandsins og þar með handknattleikssambanda viðkomandi landa sem síður en svo standa traustum fótum. Ef svo færi í framtíðinni að stjórnvöld skylduðu eigendur sjónvarpsréttar til að sýna frá mótum af þessu tagi í opinni dagskrá, ætla þau þá að bæta íþróttahreyfingunni upp lægri tekjur af sjónvarpsréttinum? Er ekki eðlilegra að þeir sem hafa áhuga á sportinu greiði fyrir það hóflegt gjald, frekar en að þeir sem ekki hafa áhuga séu skattlagðir til að kaupa sýn- ingarrétt að slíku efni? Er ekki nóg annað við skattpeningana að gera? Stöð 2 Sport mun á komandi heimsmeistaramóti styðja við tekjuöflun HSÍ og hvetja almenning og fyrirtæki í land- inu í því mikilvæga verkefni. Handknattleikssambandið skortir fjármagn og stuðning og mun Stöð 2 Sport meðal annars láta hluta af andvirði af seldum áskriftum renna til HSÍ. Fram undan er spennandi heimsmeist- aramót og við styðjum strákana okkar. Við styðjum strákana okkar Aldrei fyrr hafa stórmótum í handbolta verið gerð betri skil í íslensku sjónvarpi. HM í handbolta Pálmi Guðmundsson framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 Bergur Sigurðsson, fram-kvæmdastjóri þingflokks VG, og Einar Þorleifsson náttúru- fræðingur fara mikinn í tveimur blaðagreinum um áliðnaðinn í Fréttablaðinu 17. og 29. desem- ber sl. Meginhluti greinanna snýr að báxítvinnslu og umhverfisáhrif- um hennar. Fullyrðingar þær sem greinarhöfundar setja fram eru í besta falli mjög villandi og því rétt að benda þeim félögum á nokkrar staðreyndir um báxít- vinnslu. Báxítvinnsla er umfangslítil námavinnsla á heimsvísu. Um 160 milljón tonn af báxíti eru unnin á ári hverju samanborið við t.d. um 7 milljarða tonna af kolum og um 1,5 milljarða tonna jarðefnis til koparvinnslu. Auðvelt er að nálg- ast upplýsingar um vinnsluna en bæði Alþjóðasamtök álframleið- enda og Evrópusamtök álfram- leiðenda veita ítarlegar upplýsing- ar um báxítvinnslu á heimasíðum sínum. Í grein sinni halda Bergur og Einar því fram að stærstur hluti báxítvinnslu eigi sér stað í fátæk- um ríkjum á borð við Gíneu og Jamaíka. Þetta er rangt. Stað- setning báxítvinnslu ræðst af jarðfræði en ekki efnahagsleg- um þáttum og fer langstærst- ur hluti hennar fram í Ástralíu (40%) sem seint verður talin til fátækustu ríkja heims. Um 20% heimsframleiðslunnar fara fram í Gíneu og á Jamaíka. Árlega eru um 30 ferkílómetr- ar lands lagðir undir nýjar báx- ítnámur, eða sem samsvarar um 75% af flatarmáli Garðabæjar. Uppgræðsla á gömlum námum nemur svipaðri tölu á ári hverju og alls ná áætlanir námafyrir- tækja um uppgræðslu til meira en 90% þess landsvæðis sem lagt hefur verið undir báxítvinnslu frá upphafi. Af ofangreindum 30 fer- kílómetrum eru um 2-3 ferkíló- metrar regnskóga lagðir undir báxítnámur á ári hverju. Meira en 97% þeirra eru ræktaðir upp í sömu mynd að námavinnslu lok- inni. Hvað varðar áhrif báxít- vinnslu á búsetu er rétt að taka fram að um 80% allrar báxít- vinnslu eiga sér stað á landsvæð- um þar sem íbúafjöldi í 10 kíló- metra radíus frá námu er minni en 5 íbúar á hvern ferkílómetra, þar af um 40% þar sem íbúafjöldi á ferkílómetri er 1 eða færri. Í grein sinni blanda Bergur og Einar með einstaklega ósmekk- legum hætti áliðnaði saman við hryllileg mannréttindabrot her- stjórnarinnar í Gíneu þann 28. september 2009 er 157 mótmæl- endur voru skotnir til bana af hernum þar í landi. Mótmælend- urnir voru að mótmæla herstjórn sem hrifsaði völd í landinu í árs- lok 2008, en landið hafði verið undir stjórn einræðisherra allt frá því það hlaut sjálfstæði árið 1958. Mótmælin leiddu á endan- um til fyrstu lýðræðislegu kosn- inganna í landinu frá sjálfstæði sem haldnar voru fyrr á þessu ári. Stjórnarandstaðan fór með sigur af hólmi og tók við völd- um í nóvember síðastliðnum. Það að blanda áliðnaði inn í þessa atburðarás, hvað þá að fullyrða að áliðnaður viðhaldi herstjórn landsins, er fjarstæðukennt. Greinarhöfundum finnst þó greinilega ekki nóg komið og halda rangfærslum sínum áfram. Þannig segja þeir allt að 30% alls áls sem framleitt er í heiminum fara til hergagnaiðnaðar, en segj- ast þó ekki finna neinar heimild- ir til stuðnings þeim fullyrðing- um sínum. Á heimasíðu Samáls, www.samal.is, má finna upplýs- ingar um helstu not áls í heimin- um. Um 25% fara til framleiðslu ýmissa neytendavara svo sem húsgagna, húsbúnaðar, geisla- diska o.s.frv. Um fjórðungur fer til framleiðslu ýmiss konar sam- göngutækja svo sem bifreiða og flugvéla. Um 20% fara til bygg- ingariðnaðar svo sem í glugga- karma, klæðningar og fleira. Um 20% eru notuð til framleiðslu ýmiss konar umbúða, svo sem álpappírs og dósa, og loks fara um 10% til raforkuiðnaðar og þá helst til framleiðslu á raflínum. Ofangreind fullyrðing er því röng. Hergagnaiðnaður notar vissulega ál sem og stál, gler, plast, hugbúnað, örflögur, tölvur eða fjölmargar aðrar framleiðslu- vörur eða þjónustu. Hvað það hefur með áliðnað að gera er hins vegar erfitt að sjá. Varla dytti nokkrum manni í hug að leggja til að við Íslendingar hættum að veiða fisk þar sem hluti hans væri borðaður af hermönnum. Staðreyndin er sú að áliðnaður hefur ýmislegt gott til umhverf- ismála að leggja. Þannig dregur notkun áls til að létta samgöngu- tæki í Evrópu verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sam- dráttur losunar vegna þessa er meiri en heildarlosun áliðnaðar í Evrópu, en um 30% áls sem fram- leitt er í Evrópu eru notuð í sam- göngutæki. Íslenskur áliðnaður kemur enn betur út í þessum sam- anburði enda nemur heildarlosun hér á landi á hvert framleitt tonn af áli aðeins um 20% af heildar- losun evrópsks áliðnaðar. Álfyrirtækin hér á landi hafa lagt mikinn metnað í umhverf- ismál, sem meðal annars má sjá í þeirri staðreynd að losun á hvert framleitt tonn hefur dreg- ist saman um 75% frá 1990 og íslensk álfyrirtæki eru í farar- broddi á heimsvísu hvað þetta varðar. Enn fremur hafa íslensk álfyrirtæki stutt við ýmiss konar verkefni í sviði umhverfismála svo sem endurheimt votlendis, skógrækt, Vatnajökulsþjóðgarð og svo mætti áfram telja. Íslensk- ur áliðnaður er ávallt reiðubúinn til að ræða hvað betur megi gera í umhverfismálum. Við biðjum aðeins um að sú umræða sé mál- efnaleg og byggi á staðreyndum. Íslenskur áliðnaður kemur enn betur út í þessum samanburði enda nemur heild- arlosun hér á landi á hvert framleitt tonn af áli aðeins um 20% af heildarlosun evrópsks áliðnaðar. Rangfært um áliðnað og umhverfi Áliðnaður Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka álfram- leiðenda á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.