Fréttablaðið - 06.01.2011, Side 10

Fréttablaðið - 06.01.2011, Side 10
10 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 28 29 1 2/ 10 Omeprazol Actavis 20 mg 14 stk. Áður: 1.190 kr. Nú: 1.071 kr. 28 stk. Áður: 2.350 kr. Nú: 2.115 kr. *Gildir til 10. janúar 2011. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. ÍTALÍA Heimsmarkaðsverð á mat hefur aldrei mælst hærra en í desember síðastliðnum, sam- kvæmt mælingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Verðið er nú hærra en það var árið 2008, þegar upp- þot brutust út í nokkrum löndum vegna verðhækkana á mat. Vísitala sem notuð er til að mæla breytingar á mjólkur- vörum, kjöti, sykri, kornvör- um og öðrum matvælum stóð að meðaltali í 214,7 stigum í desem- ber. Vísitalan hækkaði talsvert frá mánuðinum á undan, þegar hún var að meðaltali 206 stig, segir í frétt BBC. Í júní 2008 stóð vísitalan í 213,5 stigum. Þá brutust út fjöl- menn mótmæli og uppþot í kjöl- far þeirra í Egyptalandi, Haítí og Kamerún vegna hækkandi matarverðs. Mótmæli og óeirðir vegna mat- vælaverðs voru raunar algeng á árunum 2007 til 2008. Háu hveiti- verði var mótmælt á Ítalíu og Marokkóbúar mótmæltu þegar verðið á brauði hækkaði. Óstöðugt veðurfar gæti haft slæm áhrif á kornverð, sem er áhyggjuefni, segir Abdolreza Abb- assian, hagfræðingur hjá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun SÞ, í samtali við BBC. Hann telur þó aðstæður nú tals- vert aðrar en árið 2008, til dæmis standi framleiðsla í fátækari ríkj- um heims betur en þá, sem dragi úr líkum á að fólk láti óánægju sína í ljós með jafn áþreifanlegum hætti og þá. Abbassian varar við því að verð á matvælum gæti enn hækk- að. Þar geti aðstæður í mikil- vægum framleiðsluríkjum haft mikil áhrif. Til dæmis geti flóðin í Ástralíu, kuldarnir í Evrópu og þurrkar í Argentínu haft neikvæð áhrif á matvælaverð. „Það er vel mögulegt að verðið hækki mikið frá því sem nú er, til dæmis ef ekki fer að rigna í Arg- entínu og kuldinn í Evrópu fer að drepa plöntur,“ sagði Abbass- ian í viðtali við breska blaðið The Guardian. Búist hafði verið við lækkun á heimsmarkaðsverði vegna góðr- ar uppskeru í mörgum af fátæk- ari ríkjum heims. Það hefur þó ekki ræst þar sem óútreiknan- legt veður fór illa með hveitifram- leiðslu í Rússlandi. Heimsmarkaðsverð á sykri og kjöti hefur aldrei verið hærra, og verð á korni, þar á meðal hveiti, er svipuð og árið 2008. Flóðin í Ástralíu eru þegar farin að hafa áhrif á verð á helstu útflutningsvörum Queensland, þess héraðs sem flóðin hafa mest áhrif á. Útflutningur þaðan er mikilvægur fyrir markaði í Asíu, sér í lagi Indland, Bangladess og Japan. Spár um sykurútflutning frá Ástralíu gera nú ráð fyrir að hann verði 25 prósentum minni en búist var við. Einnig er talið að hveiti- útflutningur verði umtalsvert minni. brjann@frettabladid.is Matvælaverð aldrei hærra Heimsmarkaðsverð á matvælum náði nýjum hæð- um í desember þrátt fyrir spár um verðlækkanir. Óstöðugt veðurfar veldur framleiðendum vandræð- um. Verðið gæti enn hækkað segir sérfræðingur. KAFFI Starfsmenn kaffiframleiðanda í Níkaragva flokka kaffibaunir til útflutnings. Verð á kaffi mun líklega hækka vegna ákvörðunar stjórnvalda í Brasilíu um að tak- marka útflutning til að hækka verð fyrir afurðirnar. NORDICPHOTOS/AFP Það er vel mögulegt að verðið hækki mikið frá því sem nú er, til dæmis ef ekki fer að rigna í Argentínu og kuldinn í Evrópu fer að drepa plöntur. ABDOLREZA ABBASSIAN HAGFRÆÐINGUR HJÁ MATVÆLA- OG LANDBÚNAÐARSTOFNUN SÞ APAKATTATALNING Kate Sanders, starfsmaður Lundúnadýragarðsins, hafði í nógu að snúast í gær þegar árleg talning hófst í garðinum. Skepn- ur garðsins eru um 16 þúsund. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur handtekið tvo menn sem reyndust hafa á sam- viskunni innbrot í tólf fyrirtæki og geymslustaði verktaka í Hafnarfirði og Garðabæ. Talsverð eignaspjöll voru unnin á mörgum innbrotsstað- anna sem allir eru í sama hverfinu. Mikið af þýfi fannst hjá mönnun- um og telur lögregla að hún hafði náð mestöllu af því sem þeir stálu. Verðmæti þess er áætlað í kring- um sex milljónir króna, að sögn lögreglu. Mennirnir tveir sem báðir eru komnir undir þrítugt brutust inn í fyrirtækin og geymslustaðina á tveggja mánaða tímabili. Þar létu þeir greipar sópa og virðast ekki hafa valið úr. Þannig fundust hjá þeim skærbleikar snyrtitöskur í bland við rándýr verkfæri. Þýfið höfðu þeir falið í skúrum og geymsl- um sem þeir höfðu aðgang að. Því hefur að mestu leyti verið komið í hendur eigenda. Mönnunum var sleppt að yfir- heyrslum loknum og telst málið upplýst. Þeir hafa komið við sögu hjá lögreglu áður, einkum þó annar þeirra, vegna fíkniefna- og þjófnaðarmála. - jss STÁLU ÖLLU STEINI LÉTTARA Mennirnir stálu öllu sem hönd á festi, mest þó verkfærum. Mynd úr safni. Brutust inn í tólf fyrirtæki og geymslustaði verktaka í Hafnarfirði og Garðabæ: Tveir milljónaþjófar handteknir GRÆNLAND Breska olíufélagið Cairn Energy hefur leigt tvo olíu- borpalla og ætlar að bora fjór- ar tilraunaholur undan ströndum Grænlands í sumar. Annar bor- pallurinn ber heitið Leifur Eiríks- son. Áformin munu þó háð leyfi frá grænlensku heimastjórninni. Félagið hefur útvegað sér lán- alínu upp á 900 milljónir dollara frá nokkrum bönkum til að standa straum af kostnaðinum. Cairn Energy fann olíu og gas undan Diskó-eyju við vesturströnd Grænlands síðastliðið haust. Olíuleit við Grænland: Leifur Eiríksson borar eftir olíu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.