Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 2
2 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR SPURNING DAGSINS Jón, var þetta áherslulaust atkvæði? „Ef þetta væru stóru mistökin í þessu máli þá værum við í góðum málum.“ Komið hefur í ljós að Jón Gunnarsson greiddi óvart atkvæði með frumvarpi um stjórnlagaþing. Hann var hins vegar einarður andstæðingur frumvarpsins. UMHVERFISMÁL „Við Mosfellingar sættum okkur ekki við þetta,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, um ólykt sem berst frá starfsstöð Sorpu á Álfsnesi. Samtök íbúa í nýju hverfi í Leirvogstungu kvarta sérstak- lega mikið undan óþef vegna urð- unar á rusli og ólyktar af lífræn- um úrgangi á Álfsnesi. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir fyrirtækið hafa gert ýmsar úrbætur eftir að það frétti af óánægjunni um mitt ár 2009 og varið til þess 30 til 40 milljón- um króna á síðasta ári. Kannanir sem Sorpa lét gera meðal íbúanna sýna þó að þeir telja sig enn verða fyrir álíka miklum óþægindum og fyrr. „Það er engin launung á því að margir eru ekki sáttir,“ viður- kennir Björn, sem kveður þó hafa dregið úr ólyktinni. Reyna eigi að minnka hana enn frekar með fleiri aðgerðum. Í bréfi til bæjaryfirvalda krefj- ast íbúarnir þess að málið verði tekið föstum tökum. „Samtök- in telja það fullreynt að reyna að plástra fyrir vandamálið og óska eftir tafarlausri lokun á þeirri starfsemi sem snýr að urðun og lyktarmengun,“ segja íbúarnir. Haraldur bæjarstjóri segir að þegar íbúðarbyggð hafi verið skipulögð í Leirvogstungu hafi engar vísbendingar verið um að slík hætta væri á lyktarmengun frá Sorpu. Ástandið hafi hins vegar farið versnandi með hlýrra og stilltara veðri en áður. Harald- ur segir bæjaryfirvöld hafa vegna starfseminnar á Álfsnesi sett fram fyrirvara og bókanir á samstarfs- vettvangi sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, innan stjórnar Sorpu og á fundum með forsvars- mönnum fyrirtækisins. Einnig hafi verið gerðar athugasemdir við Reykjavíkurborg vegna breyt- inga á svæðisskipulagi Álfsness sem feli í sér útvíkkun á starfsemi Sorpu. Björn og Haraldur eru sam- mála um að lausnin á vandanum geti falist í gasgerðarstöð sem áformað hefur verið að rísi í Álfs- nesi og framleiði metangas úr líf- rænum úrgangi. Þau áform hafa frestast og óvíst er hvenær stöð- in verður að veruleika. „Ef menn ætla að hafa þessa starfsemi á þessum stað verður gasstöðin að koma. Annars þarf einfaldlega að færa þennan urðunarstað. Við vilj- um ekki hafa þessa lyktarmengun í okkar nútímasamfélagi,“ segir bæjarstjórinn. Björn bendir hins vegar á að Sorpa hafi verið á Álfsnesi frá árinu 1991. „Þetta er nú bara stað- urinn sem við fengum úthlutað. Sveitarfélögin verða þá að úthluta okkur nýju svæði ef við eigum að fara eitthvert annað,“ segir fram- kvæmdastjóri Sorpu. gar@frettabladid.is Mosfellingar ósáttir við ólykt af Álfsnesi Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir óþef frá Sorpu á Álfsnesi valda Mosfellingum óþægindum sem þeir sætti sig ekki við. Íbúar í nýju hverfi í Leirvogstungu vilja láta stöðva starfsemina. Framkvæmdastjóri Sorpu segir að dregið hafi úr ólykt. ÁLFSNES OG MOSFELLSBÆR Dágóður spotti er frá starfssvæði Sorpu á Álfsnesi að Leirvogstungu. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir þó að aðstæður séu þannig að hverfið fái yfir sig meiri ólykt en önnur frá Sorpu. MYND/LOFTMYNDIR.IS Mosfellsbær Leirvogstunga Álfsnes Vesturlandsvegur HARALDUR SVERRISSON BJÖRN H. HALLDÓRSSON GJALDÞROT Gjaldþrotum fyrir- tækja fjölgaði um 25 prósent milli desember 2009 og sama mánað- ar 2010. Í fyrra varð 101 fyrir- tæki gjaldþrota í desember en 81 í sama mánuði 2009. Þegar litið er yfir heilt ár fjölg- aði gjaldþrotum fyrirtækja um 7,5 prósent árið 2010 miðað við 2009. 978 fyrirtæki urðu gjaldþrota í fyrra en 910 árið 2009. Af einstökum atvinnugreinum voru gjaldþrot tíðust meðal fyrir- tækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, að því er segir á vef Hagstofu Íslands. - pg Gjaldþrot fyrirtækja: 25% fjölgun í desember SLYS Lögreglan á Akureyri bíður eftir niðurstöðum blóðrannsókn- ar á ökumanninum sem var undir stýri þegar maður lést á Eyjafjarð- arbraut 20. janúar síðastliðnum. Samkvæmt lögreglunni á Akur- eyri virðist sem ökumaðurinn, sem er 24 ára gamall, hafi keyrt yfir á öfugan vegarhelming og lent á manninum, sem var að skokka við veginn. Bæði bíllinn og hinn gang- andi voru á leið norður þjóðveg- inn, í átt að Akureyri. Bíllinn lenti aftan á manninum með fyrrgreind- um afleiðingum. Einn farþegi var í bílnum, einnig á þrítugsaldri. Ekkert bendir til þess að ekið hafi verið á ólöglegum hraða, en skyggni var slæmt og mikill vindur. Bíllinn stoppaði um leið og það voru öku- maður og farþegi sem tilkynntu slysið til lögreglu. Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir að leiði blóðrannsókn í ljós að ökumaður hafi verið undir áhrif- um, verði hann að öllum líkindum ákærður. „Ef fíkniefni eða áfengi mælist í blóði ökumannsins, gæti farið svo að hann verði ákærður fyrir mann- dráp af gáleysi,“ segir Gunnar. „Það er mjög algengt að það sé ákært í svona málum.“ Ökumaður og farþegi hafa komið áður við sögu lögreglu. - sv Banaslysið á Eyjafjarðarbraut til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri: Bíða niðurstöðu blóðrannsóknar AKUREYRI Banaslysið gerðist nokkrum kílómetrum sunnan við Akureyri og er blóðsýni úr ökumanninum nú til rann- sóknar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Þingmennirnir Sig- mundur Ernir Rúnarsson úr Samfylkingu og Árni Johnsen úr Sjálfstæðisflokki lögðu í gær fram frumvarp um að veita rit- höfundinum Madinu Salamovu íslenskan ríkisborgararétt. Madinu var fyrr í þessari viku gert að yfirgefa Noreg eftir að hafa búið þar ólöglega frá barns- aldri og gengið þar undir nafn- inu Marie Amelie. Madina, eða Marie, er nú komin til fæðingar- lands síns, Rússlands. Árna Johnsen segir að honum hafi runnið til rifja framkoma Norðmanna gagnvart Marie. „Það er einstakt á Norðurlöndum að það sé komið svona fram við manneskju sem hefur búið þar frá blautu barnsbeini. Þetta er fyrst og fremst mannvonska. Það hefur komið fram að hún á enga að í sínu fæðingarumhverfi. Henni er bara hent út á gaddinn,“ segir Árni. Óljóst er hvort Marie kærir sig um íslenskan ríkisborgara- rétt. „Við höfum ekkert náð í hana heldur göngum bara inn í þetta. Við getum þó brugðist við á þennan hátt ef okkur sýnist og það setur líka kannski einhverja pressu á Norðmenn að hugsa sitt mál,“ segir Árni, sem kveð- ur vissulega ekki hægt að veita fólki ríkisborgararétt nema það óski þess sjálft. Nú sé ferill máls- ins að hefjast. „Við erum kannski að skipta okkur af innanríkis- máli Norðmanna en þeir hafa sýnt okkur lítilsvirðingu og dóna- skap á liðnum misserum. Þá skul- um við líka sýna þeim í tvo heim- ana og að við gætum haft áhrif á það þetta breyttist á annan veg en þeir vilja.“ - gar Þingmenn leggja til að gera Marie Amelie að ríkisborgara án hennar vitneskju: Sýna Norðmönnum í tvo heimana MARIE AMELIE Kom ólöglega á barns- aldri til Noregs með rússneskum foreldr- um og hefur nú verið gerð brottræk. MYND/NORDICPHOTOS/AFP FÓLK Íslensk stjórnvöld hafa gefið út vegabréf fyrir Jóel Færseth Einarsson, sem hefur verið fast- ur á Indlandi ásamt foreldr- um sínum frá því fyrir jól. Allt útlit er því fyrir að fjöl- skyldan komi heim á næstu dögum. Frétta- stofa Stöðvar 2 greindi frá þessu í gærkvöld. Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth eignuðust Jóel litla úti á Indlandi. Þarlend kona gekk með hann gegn greiðslu. Alþingi veitti honum íslenskan ríkisborgararétt fyrir jólin. Töf varð á útgáfu vega- bréfsins þar sem óvíst hefur verið hver fer með forræði yfir drengn- um. Í frétt Stöðvar 2 kom jafn- framt fram að ekki hefði fengist staðfest ytra að indversk stjórn- völd hefðu gefið ákveðin svör um forræðið. - ikh Jóel á leið heim frá Indlandi: Búið að gefa út vegabréfið JÓEL FÆRSETH MENNTAMÁL Borgarfulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna vilja að fulltrúum foreldra sé veitt kröftug aðkoma að hagræðingarvinnu og öðrum breytingum í skólastarfi. Á fundi borgarráðs í gær vís- uðu fulltrúar minnihlutans til þess að samtök foreldra skóla- barna, Samfok, segðust hafa litla sem enga aðkomu að málinu og að upplýsingum væri haldið leynd- um. „Er þess krafist að úr þessu verði bætt, fulltrúum foreldra verði veittur eðlilegur aðgangur að þessari vinnu, enda augljóst að árangur í þessu stóra verkefni næst ekki án góðs samstarfs við sem flesta foreldra í Reykjavík,“ segir í bókun minnihlutans. - gar Vilja samráð í niðurskurði: Skólaforeldrar komi að borði SJÁVARÚTVEGUR Ákveðið hefur verið að hætta frystingu á loðnu hjá HB Granda á Vopnafirði að svo stöddu. Ástæðan er sú að mikil óvissa hefur verið á mörk- uðum fyrir frysta loðnu og hefur hún farið vaxandi frekar en hitt í kjölfar þess að Rússar bjóða nú ódýra, frysta loðnu úr Bar- entshafi á sömu mörkuðum og íslenska loðnan er seld á. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, segir að þegar hafi tek- ist að selja alla loðnu sem fryst hefur verið á vertíðinni. Gott verð fáist nú á mjöl- og lýsis- mörkuðum og því lögð áhersla á að framleiða frekar fyrir þá markaði í stað þess að safna birgðum af frystri loðnu. - shá HB Grandi bræðir loðnu: Hætt að frysta vegna markaða BJÖRGUNARMÁL Þjóðverja á miðj- um aldri var leitað á Eyjafjalla- jökli fram eftir kvöldi í gær. Maðurinn gekk ásamt tveim- ur félögum frá Baldvinsskála á Fimmvörðu- hálsi á mið- vikudag og að gígnum á Eyja- fjalljökli. Hann sneri til baka á undan félög- unum og varð síðan viðskila við þá í þoku. Að sögn Ólafar Snæhólm Bald- ursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, er maðurinn vanur útivist, ágætlega búinn og vel á sig kom- inn. Um 150 manns voru við leit- ina í gærkvöld. Maðurinn var með síma en hefur ekki svarað hringingum í hann. - gar Miðaldra Þjóðverji týndur: Hvarf í þokuna á Eyjafjallajökli ÓLÖF SNÆHÓLM BALDURSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.