Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 4
4 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR IÐNAÐUR Fimm fyrirtæki eru með 99 prósent af uppsettu afli raforku- vera á landsvísu, að því er fram kemur í skýrslu starfshóps um laga- ramma orkuvinnslu til iðnaðarráð- herra. Af þessum fimm er aðeins HS Orka í einkaeigu og er fyrir- tækið með um sjö til átta prósenta hlutdeild í raforkuvinnslunni. Fram kemur í gögnum nefndar- innar að þau fjögur orkufyrirtæki sem séu með lögvarið opinbert eignarhald (Landsvirkjun, RARIK, Orkubú Vestfjarða og Orkuveita Reykjavíkur) séu með um 92 pró- senta hlut af uppsettu afli raforku- framleiðslu og 89 prósenta hlutdeild í raforkuvinnslu fyrir almenning. Í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær vildi Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokks, fá úr því skorið hvort beita ætti eignarnámi til að ná HS Orku í opinbera eigu á ný. „Hugmynd- in um að fara í eignarnám með 30 milljarða kostnaði er fullkomlega galin,“ sagði hann. Jóhanna Sigurðardóttir sagði umræðu um HS Orku ekki verða slitna úr samhengi við almenna umræðu um orkumál og slæma reynslu af einkavæðingu undir forystu Sjálfstæðisflokks. Nú segir hún unnið að því að stytta leigu- tíma, en nefndir sem skoðað hafi málið hafi ekki talið gerlegt að grípa inn í viðskiptin með HS Orku. „Eignarnám er því ekki á dagskrá stjórnvalda samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar.“ - óká FUNDUR Björk Guðmundsdóttir söng- kona er meðal þeirra sem mótmælt hafa sölu HS Orku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Raforkufyrirtæki í lögvarinni opinberri eigu eru með 92 prósenta hlut: Hlutur HS Orku nemur 7 til 8 prósentum Orkufyrirtækin Fyrirtæki eignarhald skilyrði sölu Landsvirkjun ríki fjárlagaheimild RARIK ríki fjárlagaheimild Orkubú Vestfjarða ríki fjárlagaheimild Orkuveita Reykjavíkur sveitarfél. sérlög* Orkuveita Húsavíkur sveitarfél. sérlög* Norðurorka sveitarfél. sérlög* HS Orka einkaeign sérlög* *einnig þarf samþykki meðeigenda. KJARAMÁL Verkalýðsfélag Akra- ness mun fylgja í fótspor bræðslumanna á Austurlandi og í Vest- mannaeyj- um og boða til verkfalls, takist ekki samningar við atvinnurek- endur fljótlega. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, for- maður félagsins, í samtali við Fréttablaðið. „Við erum í sömu sporum og félagar okkar fyrir austan og í Vestmannaeyjum og ef okkur tekst ekki að leysa deiluna á næstu dögum munum við boða til verkfalls.“ Vilhjálmur segist þó munu bíða eftir að félagsdómur kveði upp úrskurð sinn um lögmæti verk- fallsaðgerðanna áður en hann taki endanlega ákvörðun. - þj Verkalýðsfélag Akraness: Boðar verkfall ef ekki er samið VILHJÁLMUR BIRGISSON SVISS, AP „Brotthvarf evrunnar yrði þvílíkt stórslys að við gætum ekki einu sinni velt fyrir okkur þeim möguleika,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti á alþjóðlegu efna- hagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Hann sagði útilokað að Frakkar eða Þjóðverjar sneru baki við evr- unni. Hún væri undirstaða friðar og velferðar í álfunni þrátt fyrir erfiðan skuldavanda margra evru- ríkja, sem undanfarið hefur valdið bæði fjárfestum og þjóðarleiðtog- um víða um heim miklum höfuð- verk. Hann viðurkenndi þó að hafa haft miklar áhyggjur af evrunni undanfarna mánuði. - gb Sarkozy í Davos: Snúum aldrei baki við evru NICOLAS SARKOZY Á efnahagsráðstefn- unni í Davos. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNLAGAÞING Stjórnarskrár- félagið krefst þess að stjórnlaga- þing verði haldið. Þetta kemur fram í ályktun félagsins. „Félagið væntir þess að lögum um stjórnlagaþing- verði breytt með það að markmiði að aukinn frestur gefist til undirbúnings í aðdraganda þingsins og til þing- haldsins,“ segir þar. - pg Krafa Stjórnarskrárfélagsins: Stjórnlagaþing verði haldið ALÞINGI Mörður Árnason, þingmað- ur Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til allra ráðherra um áskrift ráðuneyta og undirstofnana þeirra að dagblöð- um og héraðsfréttablöðum. Mörður vill vita hversu mörg blöð ráðuneyti og stofnanir kaupa í áskrift, hvaða blöð og hversu mörg eintök, ítarlega sundurliðað og skipt eftir vefáskrift og pappírs- áskrift. Mörður vill einnig vita hversu mikið þessar áskriftir kosta. - sh Þingmaður Samfylkingarinnar: Spyr um blaða- kaup ráðuneyta FRÉTTASKÝRING Hvað var sagt í umræðu um fram- kvæmd kosninga til stjórnlagaþings? Þriggja og hálfs klukkustundar umræða um ógildingu Hæsta- réttar var um flest fyrirséð. Þingmenn töluðu eins og við mátti búast, málflutningur flokkanna var eintóna og línur skýrar. Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra hóf umræðuna og sagði málið mjög alvarlegt. Hann vék að ábyrgð og nefndi Hæsta- rétt fyrstan til sögunnar. Aðkoma réttarins að málinu væri lögum samkvæmt óljós þar sem fram- kvæmd kosningarinnar hefði ekki verið kærð í ljósi galla sem höfðu áhrif á úrslit þeirra. Í ræð- unni margítrekaði hann að hvað sem þeim skoðunum liði væri niðurstaða réttarins óvefengjan- leg. Ögmundur fjallaði líka um ábyrgð Alþingis og þeirra sem framkvæmdu kosninguna; ráðu- neytið, landskjörstjórn og sveitar- félög. Að endingu boðaði hann að ítarleg skýrsla um kosningafram- kvæmdina verði birt á vef innan- ríkisráðuneytisins. Orð Ögmundar um ábyrgð Hæstaréttar fóru illa í þing- menn Sjálfstæðisflokksins. For- maðurinn, Bjarni Benediktsson, sagði Ögmund skjóta sér undan ábyrgð og tala niðurstöðu Hæsta- réttar niður. Stjórnvöld ættu að biðjast afsökunar. Siguður Kári Kristjánsson sagði ríkisstjórn- ina fullkomlega vanhæfa, mörg hneykslis- og klúðursmál stað- festu það. Ragnheiður Elín Árna- dóttir sagði sjálfstæðismenn vilja endurskoða stjórnarskrána en krafa þeirra væri að það verði gert rétt. Einar K. Guðfinnsson sagði að ekki væri hægt að hugsa sér meira áfall fyrir eina lýðræð- isþjóð en að standa frammi fyrir þeim veruleika sem nú er uppi. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði ábyrgðina liggja hjá ríkisstjórn- inni allri, sem léti stjórnast af stundarhagsmunum fremur en hagsmunum þjóðarinnar. Róbert Marshall Samfylking- unni, formaður allsherjarnefnd- ar, sagðist finna til ábyrgðar yfir peningunum sem fóru í súginn vegna ógildingar kosningarinn- ar. Bað hann þjóðina afsökunar á sínum þætti málsins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar, sagði að halda þyrfti áfram að koma á stjórnlaga- þingi og taka þyrfti fullt tillit til ákvörðunar Hæstaréttar. Hvatti hún í þeim efnum til þess að grip- ið yrði til þess að hugsa, sem væri vanmetin iðja. Siv Friðleifsdóttir Framsókn- arflokki átaldi málflutning sjálf- stæðismanna, sagði að sér leidd- ist að hlusta á sakbendingar og flokksbróðir hennar; Guðmundur Steingrímsson gaf lítið fyrir mál- flutning þeirra sem segja að þing- ið verði að forgangsraða; koma verði atvinnulífinu í gang og bíða með allar pælingar um stjórnlaga- þing. Sagði Guðmundur að þing- mönnum væri í lófa lagið að gera tvennt í einu. bjorn@frettabladid.is Afsökun og ásakanir Róbert Marshall: biðst afsökunar á mínum þætti. Ögmundur Jónasson: Hæsti- réttur meðal ábyrgra. Einar K. Guðfinnsson: Mesta áfall sem lýðræðisþjóð getur staðið frammi fyrir. Sigurður Kári Kristjánsson: Vanhæf ríkisstjórn. GENGIÐ 27.01.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,3276 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,68 116,24 184,12 185,02 158,74 159,62 21,294 21,418 20,087 20,205 17,944 18,050 1,3966 1,4048 180,76 181,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Í frétt um nýtt borðspil sem Prikið er með í bígerð var sagt að borgarfull- trúinn Óttarr Proppé kæmi að gerð spurninganna. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Þetta eru tækin handa þér! SUMIR SPJALLA, SUMIR HLUSTA Hér má sjá þingmennina Guðmund Steingrímsson, Sigmund Erni Rúnarsson, Tryggva Herbertsson og Össur Skarphéðinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° 5° -1° 1° 1° 3° 0° 0° 20° 2° 14° 3° 19° -3° 0° 14° 0°Á MORGUN Vaxandi vindur, fyrst vestan til. SUNNUDAGUR Strekkingsvindur eða hvassviðri. 3 23 3 2 5 4 1 3 3 3 4 0 3 1 1 11 1 3 -3 11 11 8 8 12 12 5 6 10 6 15 15 15 ÉL EÐA SLYDDUÉL falla sunnan- og vestanlands í dag en á morgun fer að rigna vestan til á landinu með vaxandi vindi. Á sunnudag kólnar heldur og þá má búast við éljum eða slydduéljum á ný sunnan- og vestanlands í strekkingsvindi eða hvassviðri. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.