Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 28. janúar 2011 17 Ef eitthvert okkar heyrði að Hæstiréttur í Fjarlægistan hefði ógilt einhverjar kosningar þar í landi mundum við draga af því þá ályktun að Fjarlægistan væri kannski ekki algjört tipp- topp ríki en að þar væru alla vega dómstólar sem ekki væru háðir sitjandi stjórnvöldum. Skoðun okkar á lýðræðinu í Fjar- lægistan myndi samt mótast mjög af því sem gerðist næst. Ef ákveðið væri að hunsa niður- stöðu dómsins eða blása kosning- arnar af myndum við setja stórt spurningarmerki við lýðræðið í þessu ímyndaða ríki. Eðlilegast þætti okkur að kosið yrði aftur. Dómur Hæstaréttar Nú hefur Hæstiréttur ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Ýmislegt í þeim dómi er umdeil- anlegt. Þeir kjörklefar sem not- aðir voru í kosningunum voru nákvæmlega eins og þeir kjör- klefar sem notast er við í löndun- um í kringum okkur, og ekki er efast um að þær kosningar séu leynilegar. Hæstiréttur finnur að því að einhver hefði getað staðið bak við kjósanda og fylgst með hvernig hann kaus. Hæsti- réttur finnur að því að ekki hafi mátt brjóta kjörseðlana saman. Hæstiréttur finnur að því að notaðir hafi verið plastkassar við kosninguna og að hægt hefði verið að brjóta þá í sundur og lesa kjörseðla. Hæstiréttur finnur að því að menn hefðu getað skrifað niður í hvaða röð menn kusu og síðan hugsanlega reiknað út hver kaus hvað. Hæstiréttur virðist hafa þá skoðun að lýðræðisleiki kosning- anna sé að stórum hluta tryggð- ur með lásum, innsiglum, efna- notkun og blaðabroti. Það skal ekki gera lítið úr þörf þess að fara að lögum. En það má líka opna trékassa og troða í þá seðlum, sé viljinn fyrir hendi. Löng og sterk lýðræðishefð hér á landi er nefnilega sterkasta trygging okkar gegn kosninga- misferli, ekki aðeins þær laga- tæknilegu hefðir sem myndast hafa. Einu atriði í dómnum má vera sammála, en það er að rangt hafi verið að gefa hvorki fulltrúum frambjóðenda né óháðum aðilum færi á að vera viðstaddir taln- inguna. Þótt slíkt geti verið tor- framkvæmanlegt sökum fjölda frambjóðenda er leynd í talningu tortryggileg í eðli sínu, og því eðlilegt að bjóða upp á slíkt. Var þetta nóg til að ógilda kosning- una? Ekki að mínu viti, en það var ekki mitt að dæma. Hvað myndi lýðræðisríki gera? Auðvitað er það grautfúlt fyrir okkur sem náðum upprunalega kjöri á þetta stjórnlagaþing að Hæstiréttur hafi dæmt kosning- arnar ógildar. Allir höfðu gert einhverjar áætlanir sem nú raskast. Auð- vitað væri það þægilegast fyrir okkur að þingið myndi einfald- lega hunsa niðurstöðu Hæsta- réttar og velja okkur samt. En þetta snýst ekki um þægindi okkar eða útgjöld ríkisins. Þetta snýst um trúverðugleika Íslands sem lýðræðisríkis. Að hunsa niðurstöðu dómsins og þingskipa stjórnlagaþingið væri kannski löglegt en það væri rugl. Af sama meiði eru hug- myndir margra um að blása stjórnlagaþingið af. Auðvitað væri það löglegt en það væri samt algjört rugl. Samkvæmt lögum á að halda stjórnlagaþing. Er rétt að fella burt lög vegna þess að ekki var rétt eftir þeim farið? Vinir hins óbreytta ástands Víglínurnar um stjórnlagaþing- ið eru þær sömu og áður. Fyrir suma var stjórnlagaþingið mesta nauðsyn, aðrir fundu því allt til foráttu. Dómur Hæstaréttar bætir ein- faldlega engu við þá umræðu sem átti sér stað á sínum tíma. Hann fjallar um gildi kosning- anna, ekki um nauðsyn þess að halda stjórnlagaþing. Vinahópurinn sem hæddi, kærði og dæmdi kosningarnar ógildar hlýtur að gera sér grein fyrir að eina rökrétta afleiðing slíkrar ógildingar er að laga þá annmarka sem á framkvæmdinni voru, og endurtaka síðan kosn- ingarnar. Ýmislegs annars mega menn krefjast, en þær kröfur eru dómnum óviðkomandi. Aðeins einn kostur Alls vegna þarf að kjósa aftur. Dóma þarf að virða. Og það má heldur ekki vera þannig að menn geti náð sínu fram í lýðræðisleg- um kosningum með því að hvetja kjósendur til að sniðganga kosn- ingarnar og kæra síðan niður- stöðurnar. Það verður að skapa það fordæmi að eina afleiðing sigurs í kosningakæru sé end- urteknar kosningar. Þeir sem vilja ekki breytingar á stjórn- arskránni þurfa einfaldlega að bjóða sig fram og afla sér fylgis. Það er rétta leiðin. Við kjósum aftur. Og ef ein- hver klúðrar því líka, þá kjósum við bara aftur. Hvað nú? Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG AF NETINU Fyrsta skref að tvöföldu kerfi Tíminn sem foreldrar hafa fyrir börnin er oftast á foreldranna forsendum og sem kemur gleggst í ljós þegar um veikindi barnanna er að ræða. Þrýstingur er mikill á foreldra að mæta í vinnu á daginn og því oft heppilegast að fara með börnin til læknis á kvöldin eftir vinnu. Jafnvel heilsugæslan hefur orðið að taka þátt í þessum leik í stað þess að tryggja barni samband við sinn lækni á daginn eins og alþjóðlegar leiðbeiningar gera ráð fyrir að sé barninu fyrir bestu og sem er best fær um að annast eftirfylgd og fræðslu. Það er líka löngu ljóst að ekki hefur verið nóg gert til að styrkja sálfræðihjálp og félagsráðgjöf á heilsugæslustöðvunum. [...] Sala á heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga á ýmsum sérsviðum læknisfræðinnar er sennilega fyrsta skrefið að tekið verði upp tvöfalt heilbrigðiskerfi hér á landi enda hugmyndin að landinn geti einnig keypt þjónustuna. Byrjað verður á liðskiptaígræðslum og tannígræðslum. Þeir efnameiri geta þá væntanlega keypt sína heilbrigðisþjónustu beint og fengið þjónustu á undan öðrum. Að sama skapi er hætt við að opinber þjónusta rýrni og verði ekki samkeppnishæf í sérgreinum sem þegar eru undirmannaðar. Sama á sér stað í frumheilsugæslunni í dag þegar einkafyrirtæki bjóða upp á tækifærislausnir sem þeim hentar hverju sinni í samkeppni við sjálfa Heilsugæsluna, starfsemi sem byggir á allt öðrum lögmálum. Þegar markaðslögmálin verða látin ráða í heilbrigðisþjónustunni þarf auðvitað að skilgreina velferðarþjónustuna upp á nýtt á Íslandi. Visir.is Vilhjálmur Ari Arason ÓÁNÆGÐIR 2,7% HVORKI NÉ 6,8% Samkvæmt nýrri þjónustukönnun eru meira en 90% viðskiptavina okkar ánægðir með þjónustuna. Komdu við í útibúum okkar eða hringdu og kannaðu hvers vegna viðskiptavinir okkar eru svona ánægðir. DÆMI UM UMMÆLI ÚR ÞJÓNUSTUKÖNNUNINNI „Fólkið er frábært og yndislegt.“ „Mæli með ykkur og veit að sumt af mínu fólki hefur komið til ykkar.“ „Æðisleg þjónusta.“ „MP er frábær banki. Takk fyrir mig.“ VIÐSKIPTAVINA ÁNÆGÐIR Þjónustukönnunin var gerð af Capacent fyrir MP banka í september Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is F í t o n / S Í A Nýjung í söfnum Reykjavíkurborgar allan febrúar Borgarbókasafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur Ljósmyndasafn Reykjavíkur Menningarmiðstöðin GerðubergMinjasafn Reykjavíkur ÁRSKORT Menningarkortin má kaupa á öllum söfnunum og jafnframt á MINJASAFN REYKJAVÍKUR Árbæjarsafn Landnámssýning ÁRSKORT ÁRSKORT Borgarbókasafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur Ljósmyndasafn Reykjavíkur Menningarmiðstöðin Gerðuberg Minjasafn Reykjavíkur ÁRSKORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.