Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 31
Það er ekkert grín að gera fram- hald af vinsælum tölvuleik. Þegar leikurinn er Little Big Planet, einn metnaðarfyllsti tölvuleikur síðustu ára, verður verkefnið að enn meiri áskorun. Fyrir þá sem vita ekki hvað Little Big Planet er þá er rétt að rifja það upp. Í hjarta sínu er Little Big Planet einfaldur hopp- og skoppleikur þar sem höfuð- áhersla er lögð á að notendur fái frelsi til að skapa sína eigin leikja- upplifun. Öll borð leiksins voru byggð með tiltölulega einföldum tólum, sem fylgja með leiknum og fengu notendur fullan aðgang að þessum tólum. Því gátu notendur gefið sköpunargáfunni lausan tauminn og búið til sín eigin borð. Þessum borðum var síðan hægt að deila á netinu þar sem aðrir notendur gátu spilað borðin. Síð- ast þegar að var gáð voru þessi „heimagerðu“ borð orðin yfir tvær milljónir talsins og sú tala hefur haldið áfram að vaxa jafnt og þétt. Nú hefur Little Big Planet 2 litið dagsins ljós og er ekki annað hægt að segja en að framleiðendur leiksins hafi betrumbætt leikinn á öllum mögulegum sviðum, og var leikurinn nógu góður fyrir. Fyrst ber að nefna að grafíkin hefur verið uppfærð og fá nú áferðir mismunandi hluta að njóta sín mun betur, meira að segja á borðum sem gerð voru í Little Big Planet 1. Næst ber að nefna að tólin sem notendur hafa til að búa til sín eigin borð hafa fengið algera yfirhalningu, enda ekki vanþörf á því þau þóttu nokkuð flókin í fyrri leiknum. Aðgerðir sem tóku mann nokkra klukkutíma áður eru nú afgreiddar á örfáum mínútum og einnig hafa ný tól gert það að verkum að nú geta menn verið enn frumlegri. Undirritaður hefur séð kappakstursleiki, RPG-leiki og meira að segja fyrstu persónuskotleiki sem gerðir eru með Little Big Planet-verkfærunum. Það er hreint ótrúlegt hversu mikið er hægt að gera, og hversu auðveldara allt er orðið. Little Big Planet 2 er án nokkurs vafa frábær leikur sem getur enst mönnum nær endalaust. Með virku samfélagi sem dælir út nýjum borðum til að spila án af- láts geta menn bókað það að þeir munu geta notið leiksins lengi og munu samt alltaf vera að sjá eitthvað nýtt, án þess að borga krónu fyrir. Það er díll sem enginn heilvita maður getur hafnað. - vij POPPLEIKUR: LITTLE BIG PLANET 2 FRÁBÆRT GETUR ORÐIÐ ENN BETRA Fjölspilunarleikir líkt og World of Warcraft, EVE Online og fleiri álíka leikir hafa löngum verið bundn- ir við PC-tölvurnar. Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að færa þetta leikjaform yfir á leikjatölv- urnar en með misjöfnum árangri. Slíkir leikir eru jafn sjaldgæfir og hvítir hrafnar og því vekur það alltaf athygli þegar þeir koma út. DC Universe Online er slíkur leikur, metnaðarfull tilraun til að gera Playstation 3 eigendum kleift að spila MMO-leik. Eins og nafnið gefur til kynna gerist leikurinn í hinum nördavæna ímyndunarheimi DC Comics þar sem leikmenn skapa sínar eigin ofurhetjur eða ofurskúrka og berjast við hlið Súpermans og Batmans eða þá Lex Luthor og Jókersins. Leikurinn gerist í gríðarstóru borgar- umhverfi þar sem maður getur leyst af hendi ótal verkefni, hitt aðra notendur og tekið þátt í bardögum með öðrum leikmönnum. Þar sem leikurinn spilast með stýripinna í stað lykla- borðs og músar gefur það auga leið að hann snýst nokkuð meira um hasar heldur en meðal MMO-leik- ur. Menn styrkja persónur sínar, bæði á líkama og sál, með því að leysa verkefni og fá að launum reynslu- stig sem þeir geta notað til að gera þær sterkari, fljót- ari eða máttugri. Það verður þó að segjast að þessi verkefni verða fljótt einhæf og hafa takmarkað aðdráttarafl. DC Universe Online er, sem fyrr segir, metnaðarfull tilraun, en því miður hittir hún ekki í mark. Það er einstaklega pirrandi að fá leik á disk en þurfa engu að síður að hala niður ómældu magni af gögnum til þess eins að geta keyrt upp leikinn. Leikurinn þarf að lágmarki 25 gígabæt af diskaplássi til að geta fúnkerað rétt. 25 gígabæt eru kannski ekki mikið á PC-tölvum með terabæts harða diska en á PS3 þar sem standard diskastærð er 60-120 gígabæt er þetta ansi stór biti af kökunni. Bætum ofan á þetta hinum óumflýjanlega fylgifisk MMO-leikja, föstu áskriftargjaldi, og í svoleiðis tilfellum er það sjálfgefið að aðeins þeir hörðustu munu splæsa í áskriftargjaldið. Það er þó ekki hægt að neita því að það er vissulega gaman af skapa sína eigin ofurhetju. Skella brókinni utan yfir buxurnar, finna upp fáránlegt nafn og berja á skúrkum Gotham-borgar. Eða þá, séu menn illa innrættir, ganga til liðs við þá. - vij POPPLEIKUR: DC UNIVERSE ONLINE BRÓKIN UTAN YFIR BUXURNAR FJÖR Nokkrar upprennandi ofurhetjur takast á við Lex Luthor í DC Universe Online. GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING DC UNI- VERSE ONLINE 3/5 3/5 3/5 4/5 4/5 GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING LITTLE BIG PLA- NET 2 5/5 5/5 5/5 4/5 5/5 EKKERT MÁL Í fyrri leiknum var nánast ómögulegt að gera fljúgandi fyrirbæri. Núna er það ekkert mál, hvort sem það er flugvél eða drekafluga. Glæsileg trommudeild stútfull af allskyns slagverkshljóðfærum Prufuklefi fyrir trommur komdu og prófaðu! Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Fyrir byrjen dur og leng ra komna meiriháttar úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.