Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 30
6 • Biggi Sundlaugarvörður, eða Birgir Jón Birgisson, hefur verið aðal- maðurinn í hljóðverinu Sundlaugin í Mosfellsbæ undanfarin ár. Poppið leit í heimsókn og forvitnaðist um þennan kunna viðkomustað íslenskra tónlistarmanna. Biggi hefur starfað í Sundlauginni í átta ár, eða síðan 2003. Nokkrum árum áður höfðu strákarnir í Sigur Rós opnað hljóðverið er þeir voru að vinna að svigaplötunni svokölluðu. „Ég var búinn að vera tæknimaður í útvarpi í nokkur ár. Svo var ég að læra í London og var þar þegar Kjarri [Kjartan Sveinsson í Sigur Rós] bauð mér að taka við stúdíóinu,“ segir Biggi, sem er núna eigandi þess ásamt Kjartani. „Þetta er búinn að vera fínn tími en þetta hefur breyst rosalega mikið undanfarinn áratug, öll stúdíóvinna,“ segir hann og á við að margir taki upp hluta af sinni tónlist heima hjá sér, þó svo að það hafi aðeins verið að færast til baka að undanförnu. Eins og gefur að skilja hefur Biggi verið á kafi í græjum undanfarin ár. Hann segist fá mikla útrás fyrir græjuáhuga sinn í gegnum vini sína í tónlistinni, þar á meðal Mugison og Pétur Ben. „Þeir leita oft ráða og maður fær að kaupa í gegnum þá. Það er líka hellingur af græjum í stúdíóinu sem maður fær að prófa og fikta í.“ Hljóðverið er byggt að töluverðu leyti upp á gamalli tækni, þar á meðal gamalli segulbandsvél og gömlum hljóðnemum. „Það fara plötur hérna í gegn sem eru næstum því að öllu leyti gerðar eins og þær voru gerðar fyrir þrjátíu árum,“ útskýrir Biggi. „Eins og bransinn byggist upp í dag þá er verið að elta gömlu tækin. Menn eru að búa til nýjar útgáfur af einhverju sem var búið til fyrir fimmtíu árum.“ Sigur Rós hefur tekið upp flestar sínar plötur í Sundlauginni. Á meðal annarra sem hafa tekið þar upp eru Ensími, Seabear, Amiina, Mugison, Ólöf Arnalds og Útúrdúr. Einnig lauk Helgi Hrafn Jónsson nýlega við að taka þar upp. Biggi er ánægður með staðsetningu Sundlaugarinnar í Mosfellsbænum og segir kyrrðina og fallegt umhverfið skipta miklu máli. „Kosturinn við þetta stúdíó er að við erum með glugga á stjórnrýminu. Þetta er oft svo niðurgrafið og lokað annars stað- ar en hérna er allt frekar opið. Það eru allir mjög ánægðir sem koma hingað.“ freyr@frettabladid.is GRÆJUR BIRGIR JÓN BIRGISSON ER AÐALMAÐURINN Í SUNDLAUGINNI Í SUNDLAUGINNI Birgir Jón Birgisson er aðalmaðurinn í Sundlauginni í Mosfellsbæ þar sem fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur tekið upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UPPÁHALDSGRÆJUR BIGGA Í SUNDLAUGINNI 1. Neumann U47-hljóðnemi – „Pabbi allra hljóðnema, hef lík- lega notað hann í flestum ef ekki öllum „sessjónum“ síðan ég byrjaði í Sundlauginni. Jagger, Lennon, Sinatra og Jónsi.“ 2. Culture Vulture-bjögunargræja – „Bjögun er mikið notuð í hljóðblöndun en tölvur eiga erfitt með að herma eftir þessum „effekt“ á sannfærandi hátt. Þessi græja getur bjargað ýmsu, sérstaklega dauðum og kraftlausum trommum.“ 3. AMS RMX16-reverb – „Þetta er eitt af fyrstu stafrænu „re- verb“-tækjunum, eldra en fyrstu Apple-tölvurnar og hljómur- inn eftir því skemmtilega grófur.“ 4. Neve-mixerinn – „Hjartað í Sundlauginni. Hljóðblöndun hefur að stórum hluta færst inn í tölvurnar en hann er mikið notaður í upptökur. Frábær mixer þrátt fyrir háan aldur.“ BIGGI ER SÁTTUR SUNDLAUGARVÖRÐUR 1 2 3 4 gerðu tónlist á makkann þinn Opið fyrir ProTools 9, Logic, Sonar, ofl. Symphony I/O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.