Fréttablaðið - 28.02.2011, Side 17
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
4
Nini Violette á heiðurinn að þessu skrautlega
og skemmtilega handmálaða postulínstelli. Á
bloggsíðu Nini, /nini-violette.blogspot.com, má
skoða alls kyns muni sem þessi hæfileikaríka
listakona hefur dundað sér við að gera.
Til leigu í Skútuvogi 1h
Skrifstofuhúsnæði 164 - 188 fm
Um er að ræða
gott skrifstofurými
sem er 164 fm
mögulega 188fm
að stærð.
Góð lofthæð er í
plássinu og í miðju
rýminu eru
þakgluggar sem
gefa góða birtu.
Steinteppi á gólfum,
nýuppgert.
Miklir möguleikar.
Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Járn & glers hf -
Skútuvogi 1 h– Barkarvogsmegin.
Upplýsingar gefur Kjartan í s: 585-8902 / 894-4711.
e-mail : kjartan@jarngler.is
NÝTT12 mánaða vaxtalausar greiðslur
Listh
Fermingartilboð
GÆÐA- og verðsamanburð
Verð nú
109.900 kr.
Verð
164.900 kr.
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
Þ
að kom að því að ég varð
að taka ákvörðun um
hvort ég ætlaði að vera
eða fara. Ég ætlaði mér
aldrei að ílengjast í Danmörku
með fjölskylduna,“ segir Gunnar
Magnússon húsgagnahönnuður
en hann nam húsgagnahönnun í
Kaupmannahöfn í byrjun sjöunda
áratugarins. Strax að námi loknu
vakti Gunnar eftirtekt gagn-
rýnenda í Danmörku og átti vel-
gengni að fagna ytra. Hann flutti
heim árið 1963 og segir það hafa
verið viðbrigði að koma til Íslands
þar sem engin hefð var fyrir
hönnun.
„Ég var eins og fiskur á þurru
landi. Það var enginn skilningur
á svona starfsemi hér. Vaninn var
að kaupa erlend módel og smíða
eftir þeim. Jarðvegurinn var erf-
iður þá og er kannski enn,“ segir
Gunnar.
Ferill hans rann þó af stað hægt
og bítandi og verkefnin tíndust inn
„Þetta var sígandi lukka,“ segir
hann en á yfir fjörutíu ára starfs-
ferli teiknaði Gunnar húsgögn og
innréttingar fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og stofnanir, endurgerði
hurð Alþingishússins og hannaði
skákborðið fyrir „einvígi aldar-
innar“, eins og segir í sýningar-
skrá Hönnunarsafns Íslands.
Einnig vann Gunnar að hönnun
innréttinga í skip og flugvélar, tók
þátt í fjölda sýninga og kenndi um
árabil við Iðnskólann í Reykjavík.
Eftir langan feril eru húsgögn
Gunnars orðin æði mörg og sum
frægari en önnur. Þegar hann er
inntur eftir sínu uppáhalds hús-
gagni segir hann lokaverkefni sitt
úr náminu, Kirkjustólinn svokall-
aða, standa sér næst.
Gunnar Magnússon húsagagnahönnuður sýnir húsgögn frá 1961 til 1978 í Hönnunarsafni Íslands
Einfaldleikinn erfiðastur
Ég teiknaði hann og smíðaði sjálfur og einungis tvö
eintök eru til. Það er ekki auðvelt að gera góða hönnun
og einfaldleikinn er erfiðastur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM