Fréttablaðið - 28.02.2011, Síða 23
FASTEIGNIR.IS
28. FEBRÚAR 20119. TBL.
Fasteignasalan Torg
kynnir gott einbýlishús við
Silungakvísl í Ártúnsholti.
H úsið er á tveimur hæðum, með fjórum svefnher-bergjum, tveimur salern-
um, sjónvarpsholi, stofu og góðu
eldhúsi. Einnig geymslu og þvotta-
herbergi ásamt tvöföldum bílskúr.
Húsið er 208 fm en bílskúrinn um
50 fm, í allt um 258,5 fm.
Komið er inn í góða forstofu
með góðum skápum, flísar eru á
gólfi á jarðhæð. Þrjú góð svefnher-
bergi eru á jarðhæðinni, öll með
plastparketi. Gestasalerni og sjón-
varpshol ásamt sólstofu eru einn-
ig á jarðhæðinni með útgengi út
á hellulagða verönd og út í garð-
inn. Gott geymsluherbergi er inn
af forstofu, svo og mjög rúmgott
þvottaherbergi með útgengi.
Farið er upp steyptan flísalagð-
an stiga Komið er inn í stofu sem
er opin og skemmtileg með miklu
útsýni. Eldhúsið er mjög rúmgott
með góðri eldhúsinnréttingu úr
kirsuberjaviði. Útgengi er úr eld-
húsinu á góðar svalir sem vísa í
suður. Baðherbergið er flísalagt í
hólf og gólf en þar er bæði sturtu-
klefi og baðkar. Hjónaherbergið
er með góðum skápum. Stofan er
flísalögð. Þar er hátt til lofts.
Bílskúrinn er tvöfaldur og
stendur sér fyrir framan húsið.
Bílskúrinn er pússaður en ófrá-
gengið loft. Gert er ráð fyrir
gryfju í bílskúrnum.
Garðurinn er hannaður af
landslagsarkitekt. Hann er með
hellulagðri verönd, heitum potti
og gosbrunni og er í fallegri rækt.
Nánari upplýsingar veitir Sig-
urður í síma 898-6106, sg@fastt-
org.is
Ásett verð er 63 milljónir.
Einbýli í Ártúnsholti
Húsið sem stendur við Silungakvísl er 208 fm ásamt 50 fm bílskúr.
Kíktu inn á www.landmark.is!
Þú hringir, við sjáum um rest 512 4900
Er sláttuvélin í stofunni?
Vantar þig bílskúr?
þér hentugri eign með bílskúr!
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI FRÓÐLEIKUR
Meiri Vísir.