Fréttablaðið - 28.02.2011, Síða 37

Fréttablaðið - 28.02.2011, Síða 37
bílar ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 7 Á tímum umhverfisvitundar og síhækkandi verðs á eldsneyti er gott að til eru bílar með lítinn útblástur sem eyða innan við fimm lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. Toyota sér um það. „Aðaláherslan hjá Toyota um þessar mundir er á hina svoköll- uðu tvinnbíla sem bæði eru knún- ir bensíni og rafmagni. Toyota Prius er leiðtoginn í þeirri þróun, hann kom fyrst á markað 1997 og hefur rækilega sannað gildi sitt því þriðja kynslóð hans er komin á götuna,“ segir Páll Þorsteins- son, upplýsingafulltrúi Toyota. Hann segir Toyota og Lexus hafa selt þrjár milljónir slíkra bíla víða um heim og að hér á landi hafi milli 500 og 600 slíkir bílar selst. Reynslan sé góð. „Orkan sem verður til þegar bremsað er breyt- ist í rafmagn sem bíllinn nýtir sér þegar tekið er af stað og sparar þannig eldsneytið,“ lýsir hann. Mæling á bensíneyðslu sem var gerð á Toyota Prius tvinnbíl í innanbæjarakstri sýndi eyðslu upp á 4,47 lítra á hundraðið. Þá var tankurinn fylltur og mið- bæjarrúntur- inn ekinn aftur og aftur þar til bensínið klár- aðist. Alls voru keyrðir rúm- lega 1000 kíló- metrar með tvo fullorðna um borð og mið- stöð og útvarp á. Stoppað var 2.300 sinnum og tekið jafnoft af stað. Niður Laugaveginn var lekið hljóðlaust á rafmagninu þannig að ekkert var mengað þar sem fjöld- inn var mestur af gangandi fólki. Toyota Auris er annar bíllinn frá Toyota með þessari útfærslu að sögn Páls sem segir Toyota hafa boðað að fyrir árið 2020 verði hægt að kaupa allar gerðir Toyota bæði sem bensínbíla og tvinnbíla. Lexus kynnir nýjan lúxus- tvinnbíl hér á landi 12. mars næst- komandi. Það er Lexus CT 200h. „Þessi bíll er hannaður sérstak- lega fyrir kaupendur í Evrópu til að svara aukinni eftirspurn eftir umhverfisvænum lúxusbílum,“ segir Páll. Hann segir þetta fyrsta lúxustvinnbíllinn í sínum stærðar- flokki og vera ætlaðan þeim sem vilja minnka rekstrarkostnað og útblástur án þess að slá af gæða- kröfum. „Þetta er sportlegur bíll og sérlega fallegur á götu,“ full- yrðir hann. Toyota Prius, sem hægt er að stinga í samband við rafmagn, er væntanlegur á markað í náinni framtíð, að sögn Páls og verður með stærri rafgeymi en sá sem nú er á götunni. Honum verður hægt að aka um 20 kílómetra á rafmagni á allt að 100 kílómetra hraða og við hönnun hans er tekið tillit til þess að um 80% daglegra ferða borgarbúa eru innan við 20 km samtals. „Þetta verður til þess að borgarfólk getur keyrt næstum allt á rafmagni, að því tilskyldu að hægt sé að hlaða bílana við vinnu- staði, verslanir og víðar auk þess sem honum má stinga í samband við heimilisinnstungur,“ segir Páll. „Eftir sem áður verður hann búinn bensínvél og með alla eigin- leika venjulegs bíls og hentar því ekki bara til borgaraksturs.“ Bæði knúnir bensíni og rafmagni Lexus CT 200h verður kynntur hér á landi 12. mars. Lexus CT 200h er fyrsti lúxustvinnbíllinn í sínum stærðarflokki. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota Toyota Prius er kjörinn borgarbíll. Orkan sem verður til við hemlun breytist í rafmagn og með því sparast bensínið. Eknir km: 1.052 Aksturstími í klukkustundum: 55 Meðaleyðsla á 100 km: 4,47 Menn um borð: 2 Stoppað: 2.300 sinnum NIÐURSTÖÐUR ÚR ÞOLAKSTRI Á PRIUS: Bensínlokið innsiglað af Ólafi Guð- mundssyni áður en haldið var af stað í þolaksturinn. Toyota býður ástandsskoðun á bremsum nú í mars, Toyotaeigendum að kostnaðarlausu, hjá viðurkenndum þjónustuaðilum fyrirtækisins um allt land. Einnig er í boði 20% afsláttur af bremsudiskum, bremsuklossum og bremsu- borðum hjá sömu aðilum. „Við viljum koma til móts við þá bíleig- endur sem sinna viðhaldi bifreiða sinna vel og þess vegna bjóðum við nú upp á ástands- skoðun á hemlum, viðskiptavinum að kostnað- arlausu.“ segir Páll Þor steinsson, upplýsinga- fulltrúi fyrirtækisins Ástandsskoðun á bremsum Á verkstæðum Toyota er tekið vel á móti bíleigendum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.