19. júní


19. júní - 19.06.1952, Page 16

19. júní - 19.06.1952, Page 16
lend kona, sem giftist ísl. ríkisborgara, öðlast við það íslen/.kt ríkisfang, og íslenzk kona, sem giftist útlendingi og öðlast við það ríkisfang hans, miss- ir íslenzkan ríkisborgararétt, en þó ekki fyrr en hún flytur liéðan af landi. Þangað til það verður, heldur hún íslenzkum ríkisborgararétti. Kvenréttindahreyfingin liefur, hér á landi eins og annarsstaðar, löngum talið það réttlætismál að fullur jöfnuður ríki milli kynjanna á sviði ríkis- fangslöggjafarinnar. Þegar nú nágrannar okkar, Stóra-Bretland og skandinavisku löndin, hafa viðurkennt jafnrétti kynjanna á þessu sviði, má ætla að þess verði ekki langt að bíða að við siglum í kjölfarið. Því hefur einatt verið borið við, að það væri ekki tiltækilegt fyrir smáríki að breyta svo ríkisfangslöggjöf sinni í veigamiklum atrið- um, að það stangaðist á við löggjöf annarra þjóða, en sú viðbára á ekki lengur við livað snertir ríkis- borgararétt giftra kvenna, því að þróunin gengur ótvírætt í þá átt að viðurkenna konuna sem sjálfstæðan aðila í ríkisfangslegu tilliti. Varla verður skilið svo við hugleiðingar um ríkisborgararétt giftra kvenna, að ekki sé vikið að ríkisborgararétti barna þeirra. Sú mun víðast, ef ekki allsstaðar, meginreglan, að skilgetin börn fylgi föður sínum að ríkisfangi, en óskilgetin börn móður. Skandinavisku löndin bafa ekki séð sér fært að fara inn á þá braut að binda ríkisfang skilgetinna barna við móðurina, m. a. vegna þess, að það mundi, eins og löggjöf þeirra er háttað, í mýmörgum tilfellum leiða til tvöfalds ríkisfangs barna. Fullkomin lausn þessa vandamáls, sem svo mjög snertir konuna sem móður, fæst tæplega fyrr en tekizt hefur að samræma ríkisfangslöggjöf hinna ýmsu ríkja, en búast má við að það eigi enn langt í land. í því sambandi skal þess getið, að Þjóðabandalagið lét á sínum tíma það mál til sín taka, og nú vinna samtök Sameinuðu þjóð- anna að því að koma á slíkri samræmingu. Við skulum vona að þessi samtök, sem mann- kynið hefur bundið svo miklar vonir við, reynist þess megnug að leysa farsællega þetta vandamál. Þangað til verður livert einstakt land að leitast við að bæta fyrir sitt leyti úr ágöllum ríkisfangs- löggjafar sinnar og samræma bana ríkjandi réttar- vitund og sanngjörnum kröfum. FORSÍÐUMYNDIN er af Tove Ólafsson, myndhöggv- ara við vinnu sína. KRISTJANA BENEDIKTSDÓTTIR: VOR Velkomið blessaða bjarta vor, sem burlu máir öll vetrarspor. Þú vekur úr dvala hvert blað og blóm, sem beygð voru undir frostsim dóm. Þú breiðir glitblaju um grund og hlíð svo gleymast hörkur og veðrin strið. Vorþeyrinn leysir úr lœðing hvert frjó, lífgandi brœðir hann klaka og snjó. Allt það, sem lijir og andað fœr yngist að nýju, þróast og grœr. Vorsólin lýsir og vermir suo lilýtt — þá verður alll geislandi fegurð skrýtt. Við lœkjanna lijal og lindanna nið er Ijúft að dreyma i ró og frið, og hlusta á allifsins andardrátt, að yngjast við frjómagnsins lijartaslátt, að gleðjast með fagnandi fuglalijörð, finna að gróandinn rikir á jörð. Sjá ungviðið léttfœtta leika sér og lífsins njóta. Já, hvar sem er, mcctir auga og eyra manns ódáins fegurð hafs og lands. Þú bætir og græðir allt, blessað vor og blómum stráir í sérhvert spor. V__________________________________________/ 2 19. J Ú N í

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.