19. júní


19. júní - 19.06.1952, Side 18

19. júní - 19.06.1952, Side 18
ári. Einnig önnumst við dreifingu skiptimyntar. og nemur afhent skiptimynt stundum á annað hundrað þúsund krónum á viku hverri.“ „Hefur ekki embættið stækkað í yðar tíð?“ „Embættið hefur stækkað mikið. Veldur því eðlileg fjölgun ríkissarfsmanna og sívaxandi velta ríkissjóðs. Tekjur og gjöld rikissjóðs eru nú yfir 300 milljónir króna hvort fyrir sig. Má af því sjá, að stórkostlegar fjárupphæðir fara í gegnum fjár- hirzluna. Einnig hafa hinar miklu breytingar, sem sífellt verða á vísitöluútreikningi, aukið mjög störf skrifstofunnar. Þegar ég var skipuð ríkisféhirðir, unnum við 4 á skrifstofunni, en nú starfa hér 9 manns.“ „Hafa vinnuskilyrðin ekki breytzt?" „Vinnuskilyrðin hafa breytzt mjög mikið. Það, sem tveir til þrír menn afköstuðu fyrir tuttugu árum, vinnur nú einn maður með aðstoð véla. Til gamans mætti geta þess, að til skamms tíma var skiptimyntin öll vegin hjá okkur til afhend- ingar, en nú telur fullkomin vél hvern eyri, skammtar ákveðna upphæð í poka og segir okk- ur, að verki loknu, heildartölu hins talda fjár.“ „Áttu kvennasamtökin nokkurn þátt í embætt- isveitingu yðar?“ „Ég tel, að afskipti kvennasamtakanna hafi ráð- ið miklu um það, að mér var veitt embættið. Ým- is kvenfélög sendu skriflega áskorun til ríkissjórn- arinnar um að veita mér embættið. Tel ég, að það hafi verið almennur vilji kvenna í landinu, að ég hlyti það.“ „Álítið þér ekki konur eins hæfar til opinberra starfa og karlmenn?“ „Þessari spurningu get ég svarað hiklaust ját- andi. En skilyrði þess eru vitanlega þau, að kon- ur hljóti sömu menntun og karlmenn. Ég tel eng- an vafa á því, að æ fleiri konur veljist til opin- berra starfa og má ráða það af því, að konur hljóta nú betri menntun en áður, enda fer tala jreirra kvenna, er stunda háskólanám æ vaxandi. Alhnargar konur liafa gerzt læknar. Nokkrar hafa tekið embættispróf í lögfræði, guðfræði og ís- lenzkum fræðunr og margar búa sig undir B.A.- próf. Hljóta þær allar að verða ldutgengar á við karlmenn. Of fáar konur hafa tekið sæti á Al- Jringi, en þar sem konur eru rúmur helmingur þjóðarinnar ættu þær, með góðri menntun og samtökum, að geta haft meiri áhrif á stjórn lands- ins. Engin kona hefur enn orðið ráðherra hér, en í öðrunr menningarlöndum ber það oft við, að konur verði ráðherrar og hafa þær yfirleitt reynzt farsælar í starfi.“ Það er full ástæða fyrir okkur konurnar að vera lneyknar af þessari kynsystur okkar, sem svo ájrreifanlega hefur sannað okkur með embættis- ferli sínum, að kona getur, engu síður en karl- maður, gegnt stærstu og ábyrgðarmestu embætt- um ríkisins. Að endingu vil ég óska þess, að Jrjóðin okkar megi eignast margar konur er jafnist á við fröken Ástu. Snjólaug Sigurðardóttir Bruun. Frú Ingibjörg Ögmundsdóttir, simastöðvarstjóri i Hafnarfirði Þegar ég hringdi til frú Ingibjargar og bað hana um viðtal, sagði hún Jrað velkomið, en sagð- ist halda að Jrað væri lítið á Jrví að græða. Þegar ég heimsótti hana, sat hún við störf sín á skrif- stofunni, en lagði J)au fljótlega frá sér, og bauð mér upp í liina vistlegu íbúð sína, sem er uppi yf- ir símastöðinni. „Ég hef heyrt,“ byrjaði ég, „að þú hafir átt fjörutíu ára starfsafmæli við símann síðastliðið sumar.“ „Já, satt er Jrað,“ svaraði Ingibjörg og brosti of- urh'tið. „Þú hlýtur að hafa frá mörgu að segja eftir svona margra ára starf hjá símanum. Hefur ekki margt breytzt frá því þú byrjaðir?“ „Jú, jrað er mikill tæknilegur munur á fyrsta skiptiborðinu, sem ég sat við, eða til dæmis sjálf- virku stöðinni. En mér hefur alltaf fundizt starf- ið skemnrtilegt. Aldrei leiðst það. Mér hefur fundizt ég hafa Jrroskazt með því, enda orðin Jrví -samgróin. Ég hef líka verið svo lánsöm að vinna alltaf með góðu fólki, og eftir að ég tók við stöðv- arstjórninni, hefur sama fólkið unnið lengi hjá mér, og allt reynzt mér vel.“ „En hvernig var Jrað hérna á hernámsárunum, var ekki stöðin hersetin? Mig minnir að ég hafi heyrt, að Jrú hafir haldið vel hlut þínum í við- skiptum við hernámsyfirvöldin." „Englendingar settu hér hervörð, l jóra menn í einu. Þeir voru settir hér í anddyrið, en eins og Jrú veizt er það lítið. Það var illmögulegt fyrir Jrað 19. JÚNÍ 4

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.