19. júní


19. júní - 19.06.1952, Síða 21

19. júní - 19.06.1952, Síða 21
Theresia Guðmundsson vör við slíka hleypidóma gagnvart þér, sem konu, síðan þú tókst við starfi veðurstofustjóra? — Aðeins í byrjun. Síðan ég tók við því starfi, lief ég einkum verið gagnrýnd fyrir málið á veð- urspánum, eða eftir að ég hætti með öllu að gera veðurspár sjálf! Það er dálítið spaugilegt, að eink- um skuli gagnrýnt orðalag veðurspánna. Það er vitanlega aukaatriði, á meðan ekki er beinlínis um rangt mál eða afbakað að ræða. Mér finnst því að við getum vel við unað, enda væri vissu- lega vítavert ef veðurspárnar hér væru ekki ör- uggari nú en fyrir stríð, eftir allar þær framfarir, er síðan hafa orðið í veðurþjónustunni um allan keim, og ekki sízt við norðanvert Atlantshaf. — Má ekki segja, að gjörbylting hafi orðið í starfsemi Veðurstofunnar síðan þú tókst við starfi veðurstofustjóra 1946? — Víst hafa breytingarnar verið miklar og ör- ar. Eg var sannast að segja mjög hikandi við að faka starfið að mér á þessum tímamótum í ís- lenzkri veðurþjónustu. Markmið mitt var ætíð að starfa sem veðurspámaður. Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á því að géra veðurspár og yfirleitt að vinna við j:>au störf, sem ég get sökkt mér niður í. Ekkert hefur verið mér fjær skapi en Jjurfa að Éendast úr einu í annað, og seint liefði mig órað fyrir því, að ég ætti eftir að taka að mér jafn eril- samt starf og veðurstofustjórastarfið Itefur verið seinustu árin. En margir sögðu við mig, að ef ég skoraðist undan því, væri það aðeins enn ein sönnun jress, að konur hefðu ekki kjark til að freista jiess að leysa stór verkefni. Ég stóðst ekki l>á ögrun, er fólst í öllum þeim nýju verkefnum, 19. JÚNÍ sem framundan voru, og einsetti mér að liafa að einkunnarorði: Búðu þig undir liið illa, jrví að hið góða sakar ekki. Árið 1946 áttum við íslendingar um tvær leið- ir að velja, er við vorum allt í einu staddir í miðri aljDjóðaflugbraut. Annað hvort að halda að okkur höndum og starfrækja hér áfram litla veð- urstofu, en láta aðra annast veðurþjónustuna fyr- ir Atlantshafsflug, ellegar færa út kvíarnar svo að um munaði og stefna að því, að annast hér alla veðurþjónustu sjálfir. Eins og eðlilegt er, voru ýmsir hikandi við að velja síðari leiðina, kostn- aðurinn gífurlegur, en við félitlir, og þá allt óvíst um framlög frá Alþjóðaflugmálastofnuninni. Ég var aldrei í vafa um, hvora leiðina ætti að fara, enda þótt ég vissi mætavel, að geysierfitt myndi reynast að fá bæði fé og nægilega marga vel menntaða veðui'fræðinga, til þess að við gætum af eigin rammleik annast flugveðurj:>jónustuna ásamt því að sjá um almenna veðurþjónustu. Enn er löng leið að lokatakmarkinu. En mest er um vert, að allt hefur gengið í rétta átt og er J^ess t. d. skemmst að minnast, að við tókum við stjórn veðurþjónustunnar fyrir almennt flug á Keflavík- urflugvelli. Mörgum Joótt nóg um, er útgjöld Veðurstof- unnar tvöfölduðust á stuttu tímabili. En nú hygg ég að Jseir séu fáir, sem ekki telja sjálfsagt að borga heldur tvær miljónir króna árlega fyrir góða veðurþjónustu en eina miljón fyrir ófull- komna veðurstofu. Hvað er Jjað, sem við íslend- ingar eigum ekki undir veðráttunni? Ef út í Joá sálma er farið, er ábyrgð okkar svo mikil, sem eigum að segja sjómönnum, flugmönnum og bændum fyrir um veður og vinda morgundags- ins, að beztu starfsskilyrði ættu ekki að vera of dýr. — Það er loks eitt, frú Theresía, sem við kom- umst bókstaflega ekki lijá að drepa á — skatta- málin á ég við. — Ja, þú átt við, hvort Jaað borgi sig fvrir mig fjárhagslega að starfa sem veðurstofustjóri? Því er fljótsvarað: nei. Refsiskatturinn á hjóna- bandinu er svo gífurlegur, auk allra þeirra út- gjalda, sem hljóta að fylgja því, að húsmóðirin annast ekki sjálf stjórn heimilisins, að Jiað borgar sig alls ekki að eyða allri sinni starfsorku utan heimilisins. — Ef ég er spurð um Jjað, hver sé mín tómstundaiðja, svara ég oft: Mitt ,,hobby“ er að vera veðurstofustjóri. Ég skal trúa þér fyrir 7

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.