19. júní - 19.06.1952, Side 24
andi aðferðir við niðursuðu og niðursuðuglös og
dósir, vinnutæki til heimilisstarfa, geymsluefni,
þvottaefni og slitþol ýmiss konar vefnaðarvöru.
Heimilisráð ríkisins birtir niðurstöður sínar
í smáritum, með útvarpserindum, í sérstakri upp-
lýsingarmiðstöð og á skrifsofu sinni. Gefnir liafa
verið út smá bæklingar eins og t. d. „Góður
matur og gott verð“, Heimaþveginn þvottur",
„Barnamatur“, Að frysta og þíða kjöt“, Niður-
suða“ o. s. frv.
Árið 1949 liófst í danska útvarpinu dagleg hús-
mæðrafræðsla á vegum Heimilisráðsins. Þáttur-
inn stendur yfir tvær mínútur í einu, kl. 6,15 og 8
á morgnana. Kostað er kapps um að hafa þessa
stuttu þætti gagnlega og tilbreytingaríka. Hin
1 jölmörgu bréf, sem berast frá hlustendum í sam-
handi við þennan dagskrárlið, sýnir, að hann vek-
ur athygli, þó mörgum heimilisfeðrum virðist
vera meinilla við hann. Ennfremur sér Heimilis-
ráðið oft um útvarpserindi og þætti síðari hluta
dags. Síðastliðið ár voru um 80 slíkir útvarpstím-
ar.
Árið 1946 stofnaði Heimilisráðið í Lyrskov-
gade 12 upplýsingarstöð fyrir húsmæður. Árið
1949—1950 svaraði stöðin 28.781 fyrirspurn. Hús-
mæður úr öllum stéttum leita upplýsinga, en þó
einkum þær, sem eru efnaminni. Tvo daga vik-
unnar eru fundir og útbreiðslustarfsemi. í skrif-
stofu ráðsins eru látnar í té margvíslegar ráðlegg-
ingar. Þar eru gerðar margvíslegar töflur og
skýrslur, sem eru lánaðar til notkunar við fyrir-
lestra og sýningar, sem Heimilisráðið tekur þátt í.
Innan Heimilisráðs ríkisins eru meir en 20
nefndir sérfróðra manna, ýmsar tilnefndar af rík-
inu. Það vinnur með byggingarmálaráðuneytinu
að því að koma upp sameiginlegum stofnunum í
sambandi við íbúðarhúsahverfi. Stofnunin hefur
margvísleg sambönd við önnur lönd.
Margir munu eflaust furða sig á því, hvers
vegna danskar konur, sem áttu svo athafnasamt
og vakandi Heimilisráð, er ef til vill verður einn
góðan veðurdag að sérstöku ráðuneyti, töldu sig
þurfa, er í hart sló, að stofna Neytendaráð og
starfrækja það ennþá. í sjálfu sér eru fulltrúar
sömu samtaka í Neytendaráðinu og Heimilis-ráði
ríkisins, en mismunurinn er þeim ljós, er vinna
í báðum þessum samtökum.
Heimilisráðið vinnur að viðfangsefnum sínum
hægt og af nákvæmni, sem er eðlilegt fyrir ríkis-
stofnun, en Neytendaráðið er ævinlega viðbúið
SXGURBORG EYJÓLFSDÓTTIR:
Skjólið mitt eina
Heiminum fórnaði’ eg œskunnar Ijúfustu Ijósum
og lcit fram á veginn svo breiðan og angandi af rósum.
Með dreymandi hjarta eg dansaði og naut þess að lifa,
á döggvotar blómkrónur hamingju mina að skrifa.
Dagarnir liðu og draumarnir brátt urðu frerri,
dimmbláu fjöllin þau gránuðu, er kom eg þeim nrrrri.
lilómin á veginum blilinuðu og urðu að steinum,
þá brosti eg til fjöldans og harm minn eg sagði’ ckki
neinum.
Krerleikans Drottinn hann sá, að minn bát hafði eg brotið
i briminu þunga, við klettana áföllin hlotið.
Hann rétti mér hönd sina heilaga, máttuga, hreina.
Við hjarlað hans blíða er skjólið mitt trúfasta, eina,
að grípa inn í vandamál dagsins. Síðan snýr það
sér til ríkisstjórnar og þings og finnur óhikað, ef
þörf þykir, að ráðstöfunum þessara aðila. Þeir eru
því ekki vandabundnir. Neytendaráð húsmæðra
knýr danskar húsmæður til að vera á verði í þjóð-
félagsmálum og vekur þar með þá virðingu fyrir
húsmóðurstarfinu, sem því ber.
10
19. JÚNÍ