19. júní


19. júní - 19.06.1952, Síða 25

19. júní - 19.06.1952, Síða 25
ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÓTTIR: Réttur hans — skylda hennar Tveir söguliaflar, frumdrög Ofurkapp og örvæntingartár ungu stúlkunnar vöktu ekki hina minnstu samúð hjá móður henn- ar heldur liið gagnstæða, egndu hana til eindreg- innar andstöðu gegn óskum stúlkunnar. Þetta var bláber þrákelkni, fannst henni, fyrirtekt, sem ekki hafði við neina framsýni eða hyggindi að styðjast. Gerður hafði nú einu sinni tekið það í sig, að hún skyldi fylgjast með bróður sínum á námsbrautinni, og þá var ekki að sökum að spyrja, þetta var stífni Hvammsættarinnar, það fólk lét ekki af skoðunum sínum né fyrirætlun- um fyrr en í síðustu lög. Þetta hvumleiða skap- einkenni hafði Gerður endilega þurft að sækja í löðurættina. Móðirin gerði sér enga grein fyrir því, að jDiályndi var fyrst og fremst lyndiseinkunn hennar sjálfrar, með því liafði hún brynjað sig gegn áhrifavaldi síns greinda og mikilhæfa tengdafólks, sem hún fann til vandlega niður- bældrar minnimáttarkenndar gagnvart. Gerður hafði alltaf þótt lík í föðurætt sína, kannski gerði fólk fullmikið úr því, það var dálít- ið særandi, fannst móður hennar, af því að Gerð- ur var sérstök atgervisstúlka. Þá vantaði ekki, að orð væri á því gert, að hún sækti gáfur og skerpu til föðurfólksins, henni gramdist þetta meira en bún hafði nokkurntíma leyft sér að láta í ljósi, og eins hitt að Gerður skyggði á bróður sinn. Þau systkinin höfðu fylgzt að í skóla tvo vetur og tekið gagnfræðapróf samtímis. Gerður var ár- mu eldri en Páll bróðir hennar, hún hafði orðið þetta síðbúnari í skóla vegna þess, að móðir henn- ar hafði verið á báðum áttum um það, hvort hún ætti að láta undan óskum hennar og leyfa henni að fara í gagnfræðaskóla. Það var nú að vissu leyti bapp, að hún gerði það, því að Páll naut góðs af því. Gerður tók próf upp í annan bekk, varð bekkjarsystir Páls, las með honum og hjálpaði bonum þannig af mikilli einbeitni við námið, sem hann var harla latur við. Móðirin sá hverju !9. JÚNÍ Þórunn Elfa Magnúsdóttir fram fór, en afsakaði son með því, að liann væri yngri og seinþroskaðri en systir lians. Hann mundi áreiðanlega ná sér á strik við námið, þeg- ar fram í sækti og þarfnaðist liann aukatilsagnar gátu aðrir orðið til að veita haha, það var mein- ingarlaust að kosta dýru námi upp á Gerði til þess að hún læsi með bróður sínum, og auk þess sárnaði henni að vita til þess að bæði kennarar og skólafélagar tækju hana fram yfir Pál, það væri illa gert að láta hana halda áfram að standa hon- um fyrir ljósi. En þessar ástæður forðaðist hún að láta uppi, aðrar voru svo langtum nærtækari og meira sannfærandi. Auðvitað var þess ekki að vænta, að hún, ekkja með takmörkuð efni, gæti kostað bæði börn sín til langskólanáms, og það var auðvitað svo eðlilegt og sjálfsagt, að naumast þurl'ti orðum að því að eyða, að sonurinn gengi fyrir, hans var rétturinn meiri. Mæðgurnar höfðu þagað um stund og hvor hugsað sitt, en svo leit unga stúlkan á móður sína með tár í augum og sagði: — Ég er viss um, að pabbi liefði ekki viljað, að þú gerðir svona hat- ramlega upp á milli okkar systkinanna. 11

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.