19. júní


19. júní - 19.06.1952, Page 29

19. júní - 19.06.1952, Page 29
skrifstofu áður en hún þyrfti að koma elzta barn- inu í skóla. Hann var farinn að þreytast á þessu samtali, sem ekkert var annað en spurningar og stutt svör, en sagði þó, svo sem til að ljúka samtalinu á við- kunnanlegan Iiátt: — Það var gaman að þú skyld- ir koma liingað, ég vona að þér hafi þótt fyrir- lesturinn fróðlegur. Hún launkímdi, því að það hafði sannast að segja sigið á liana höfgi, þegar hún settist um kyrrt og hlustaði á jafnan og tilbreytingarlítinn Keðuflutning hans. — Mikil ósköp, svaraði hún, — það vantaði ekki í hann vísindalegan fróðleik og vandlega útreiknaðar niðurstöður. En einhvern veginn finnst mér, Palli bróðir, að efnið sé ekki jritt með- færi. — Hvað segirðu? sagði hann hálffirtinn, — iinnst þér ég ekki liafa rannsakað j^etta efni vel? — Þú hefur sjálfsagt liagnýtt þér annarra rann- sóknir allvel, en hvað hefur Jdii af sjálfsdáðum hugsað um sálarlíf konunnar, og hvað viltu eigin- lega um það vita? Þú hleypur létt á hefðum, hleypidómum og öðrum fortíðardraugum, sem enn eru að verki við að kyrkja konuna í andleg- um vexti hennar, Jrér stendur nokkurnveginn á sama um Jrað efni, sem fyrirlestur þinn fjallaði um. Ja, hvað veiztu eiginlega um sálarlíf Jjinnar eigin konu? Hvað vissi hann um sálarlíf sinnar eigin konu? En sú spurning! En það var sem hulu væri snöggvast lyft frá sjónum hans og hann sæi, hve lítið liann vissi í rauninni um það efni, sem um var rætt, og livað Jrað var honum í rauninni lítið hugleikið, Jdó að hann hefði töluvert lesið sér til um Jrað, einkum vegna þess, að hann þurfti að víkja að J?ví í bók, sem liann gaf út. Hvað konur snerti vildi hann, að þær hefðu hjartalag gott, en stæðu að öðru leyti að andlegum þroska einhvers- staðar mitt á milli manns og dýrs. Hann kærði sig ekki um konu sem vísindalegan félaga, hann haiði fengið meira en nóg af skarpskyggni og djúpsæi þeirra kvenna, sem voru námsfélagar hans við háskólann í Vín. Konur áttu að eiga sér þann tilgang fremstan í lífinu að vinna manni sínum, skapa honum þægilegt heimili, góð sam- Eund, firra hann ónæði og ójiægindum. Kona átti að vera manni sínum til yndis, mjúk, sælleg, mátulega tilhaldssöm og ilmandi, og tákna með 19. JÚNÍ klæðaburði sínum og ytri fágun stöðu hans og framgang í lífinu. Gerður var sýnilega farin að ókyrrast, hún los- aði um hnappa í kápunni sinni eins og hún væri í undirbúningi með að fara úr henni, og þá sá prófessorinn, að hún var í vinnuslopp innan und- ir. Hvílíkt smekkleysi! Sækja hávísindalegan fyrirlestur í sömu tuskunum og hún var í heima við húsverkin! Honum var Jrað hreint og beint óskiljanlegt, hvernig Gerður, Jjessi gáfaða og glæsilega stúlka, sem hún hafði verið, gat hafa orðið svona tuskuleg og hirðulaus með sjálfa sig. Hún rétti honurn hendina og sagði: — Fyrir- gefðu, að ég hef ekki tíma til að tala lengur við J:>ig núna, mér veitir ekki af að koma mér að Jdví að þvo salinn, ef ég á ekki að vera hér fram á nótt, börnin eru ein heima. Hann starði á hana með opntun munni svo steini lostinn að hann var nærri því bjánalegur á svipinn. — Þvo salinn —? — Já, nú er ég þvottakona, en þú ert orðinn prófessor í þeirri grein, sem mér fék mest hugur á að nema. Svo misjafnt var í haginn búið fyrir okkur í æsku, en Jrú skilur varla hvílíkt óréttlæti það var, þú — með þín skrif um sálarlíf kvenna. — Mér finnst það helvíti hart, að Jjú skulir ekki hafa valið þér einhverja skárri vinnu, sagði hann og roðnaði af gremju, Jdví að honum fannst Jjað ekki vansalaust fyrir sig, ef það spyrðist að eina systir lians ynni fyrir heimili sínu á þennan hátt. — Það hefur ekki verið biðröð fyrir framan dyrnar hjá mér að bjóða mér atvinnu og aðstoð síðan ég varð ekkja. Ég varð fegin að geta fengið nokkur gólf til að skúra. Vertu sæll, Páll! Gerður gekk fram gólfið stolt og keik, en bróð- ir liennar stóð eftir undarlega lúpulegur og gleymdi að taka undir kveðju hennar. Það var sem gangverk hugsunarinnar hefði bilað, ein- hvern vanda hafði borið að höndum, en hann vissi naumast hvaða vanda né hvernig átti að feysa hann. Kannski konan viti einhver ráð, hugs- aði hann og lötraði svo af stað heimleiðis. Apríl 1952 Ef smámunir eru nokkurn tfma þýðingarmiklir, þá má full- yrða, að á þeim veltur ekki hvað minnst í hjónabandinu til þess annaðhvort að sameina eða sundra. — F.llen Key). 15

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.