19. júní


19. júní - 19.06.1952, Page 31

19. júní - 19.06.1952, Page 31
aðir við íjárhagsafkomu undanfarandi árs og eru oft erfiðir viðfangs fyrir fólk, en þó er ótrúlegt, að almenningur vildi láta fella þá niður og taka upp nýja eða aukna neyzluskatta í staðinn, sem hlyti að verða óhjákvæmileg afleiðing. Nú er ekkert um jrað vitað, hvernig milli- þinganefndin og síðan Alþingi kann að afgreiða skattamálin að lokum, en líklegt má telja, að heildarupphæð skatta og útsvara muni verða á- þekk og hingað til hefur verið, þ. e., að ekki muni þykja fært að draga til muna úr beinu sköttunum og taka upp óbeina skatta í staðinn. En hvað sem um það verður, þá er það verkefni nefndarinnar að skipta þeim byrðum réttlátlega niður, sem lagðar eru á borgarana með beinum sköttum, og kemur þá til athugunar, hvernig það megi verða og livað það sé í núgildandi skatta- lögum, sem sérstaklega hafi skapað misrétti milli skattgreiðendanna. Það hefur verið uppi mikil og vaxandi óánægja með skattalögin og skattakerfið í heild og þær byrðar, sem mönnum hafa verið lagðar á herðar með greiðslu skattanna. Mun tæplega finnast sá maður, sem hefur verið fullkomlega ánægður með skipan þessara mála eins og hún liefur verið. Nokkuð af þessari óánægju er fram komið vegna þess, hve tilfinnanlega háar upphæðir borgararn- ir verða að greiða til hins sameiginlega rekstrar og nokkuð vegna einstakra ákvæða, sem skapa misrétti innan skattakerfisins. Eitt af því, sem hefur skapað óánægju og al- mennt misrétti, er hinn lági persónufrádráttur. Hann var á sínum tínra nriðaður við jrurftartekj- ur manna, en nú hefur orðið sú breyting á, að liann nægir hvergi nærri fyrir þeinr. Að vísu hefur persónufrádrátturinn verið umreiknaður og með því átt að konra honunr í samrænri við núgild- andi verðlag, en þrátt fyrir það er hann nú hlut- fallslega miklii minni en áður miðað við meðal- tekjur manna og raunverulegan franrfærslukostn- að og veldur því bæði breyting á verðgildi pen- inga og svo hið almennt hækkaða neyzlustig. Það er Jrví augljóst nrál, að hvernig svo sem fer nreð skiptingu skattabyrðanna að öðru leyti, þá hlýt- ur persónufrádrátturinn að verða hækkaður og það að hafa áhrif á allan skattstigann. Af einstökunr atriðum skattalaganna hefur það ákvæði valdið livað nrestri óánægju, að tekjur hjóna eru skattlagðar í einu lagi, þannig að vegna hins ört hækkandi sameiginlega skattstiga ein- 19. JÚNÍ hleyps manns og hjóna ber gift fólk nriklu hærri skatta- og útsvarsbyrðar lreldur en einstaklingar. Þetta er einkum augljóst á heinrilum þar sem konan vinnur inn beinar peningatekjur og þær leggjast við tekjur nrannsins til skattlagningar. Hefur þetta svo mikil álrrif, að konur, sem annars hefðu starfað utan lreimilis, hafa ekki talið það svara kostnaði fjárhagslega vegna samsköttunar- innar og ýms önnur vandkvæði hafa af þessu ris- ið. En þrátt fyrir það, þótt ranglæti skattalaganna í garð hjóna liggi mest í augum uppi, þar sem konan vinnur heimilinu inn beinar peningatekj- ur, þá verður ekki fram hjá því gengið, að allar konur vinna heimili sínu, og þótt sú vinna gefi ekki alltaf peningatekjur, þá gefur hún ætíð tekjur og sparar fé. Konan, sem vinnur inni á heimilinu að uppeldi og urnsjá með bömum hjónanna, konan sem matreiðir, saumar föt heim- ilisfólksins og gerir við þau og konan sem með starfi sínu gerir það mögulegt fyrir manninn og aðra í fjölskyldunni að stunda starf sitt utan heimilisins áhyggjulaust um dagleg viðfangsefni heimilisins, hún vinnur sannarlega heimilinu inn tekjur. Konan, sem vinnur með manni sínum að framleiðslustörfum við sjó eða í sveit, að verzlun eða bókhaldi, vinnur sameiginlegu búi hjónanna tekjur, senr ekki er réttlátt að séu hærra skatt- lagðar heldur en beinar peningatekjur. Þetta eru sannindi, sem ekki verður gengið fram hjá. Á undanförnum árum hafa komið fram á Al- J)ingi tillögur um lausn þessa máls, sumar miðað- ar við það að vera bráðabirgðalausn þar til end- urskoðun skattalaganna færi fram, en öðrum ætl- að að vera varanlegri úrlausn. Síðustu tillögurnar liafa verið að efni til: 1. um það, að gefinn skyldi frádráttur vegna beinna ritgjalda, sem heimilið hefði af vinnu konunnar utan heimilis. 2. Um Jrað, að konur, sem vinna utan heimilis, skyldu skattleggjast sérstaklega, þ. e., að tekjur þeirra skyldu ekki lagðar við tekjur mannsins. 3. um Jiað, að tekjur ltjóna upp að vissri upp- hæð skyldu skattlagðar í tvennu lagi, nema þar sem konan vinnur inn beinar peningatekjur, þá sktdi hjónin telja fram livort í sínu lagi, hversu háar sem tekjurnar eru. Um þessar tillögur má segja það, að þær ná ýmist of skammt eða skapa beinlínis ranglæti. Það er að vísu viðurkennd regla í öllum rekstri, 17

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.