19. júní


19. júní - 19.06.1952, Síða 32

19. júní - 19.06.1952, Síða 32
nema að því er varðar tekjuöflun giftra kvenna, að kostnaður við að afla teknanna eigi að vera frádráttarbær, og sýnist það því vera alrnenn rétt- lætiskrafa svo langt sem hún nær, að heimilin fengju frádrátt fyrir bein útgjöld vegna vinnu konunnar. Hitt skapar beinlínis ranglæti milli vinnandi kvenna, ef þær konur, sem vinna inn beinar peningatekjur eiga að njóta skattfríðinda umfram allar liinar, og myndi hafa þau áhrif, að skattalækkun þeirra heimila, sem þessara fríð- inda njóta, myndi þyngja hlut hinna, þar sem konan vinnur í heimilinu eða við hlið manns síns. Eina lausnin, sem möguleg virðist í þessu máli til frambúðar, er sú, að öllum tekjum heimilisins sé skipt til helminga milli hjónanna og hjónin skattlögð eftir því. Og nái það til allra lijóna, hvernig sem verkaskiptingu þeirra við sameigin- legt bú þeirra er háttað. Þetta myndi skapa rétt- ari hlutföll en nú eru milli skattgreiðslna hjóna og einstaklinga og eðlilega hafa í för með sér til- færslu á skattaálögum milli Jaessara aðila. Jafnframt virðist eðlilegt, að veittur sé frá- dráttur til þeirra heimila, sem þurfa að kaupa hjálp vegna vinnu konunnar utan heimilis. Er })að eðlileg afleiðing þess, að konan sem vinnur störf sín í heimilinu fær vinnu sína að mestu leyti skattfrjálsa, en hin ekki. í þessu sambandi má á það benda, að núgild- andi skattalög taka svo lítið tillit til vinnu kon- unnar á heimilinu, að jafnvel þar sem konan hef- ur verið á heilsuhæli eða sjúkrahúsi mánuðum saman, er ekki við álagningu skattsins tekið minnsta tillit til }:>ess, hve heimilið er miklu verr sett en það heimili, Jjar sem konan getur unnið heimilinu með fullri starfsorku. Er nauðsynlegt að ákveðið sé í hinum nýju skattalögum, að heimili sé veittur frádráttur, j^egar kaupa þarf hjálp vegna veikinda húsmóðurinnar. Ef ganga skal út frá því, að beinu skattarnir gefi hér eftir svipaðar tekjur og hingað til — þ. e., að tekjuöflunin skidi ekki flutt frá beinu skött- unum inn á óbeina skatta — þá mun hljóta að fylgja skipulagsbreytingu þeirri, sem að framan greinir mikil breyting á skattstiganum, þar sem vegna hins skipta framtals, að skattgreiðendur mundu verða miklu fleiri, og langtum færri en áður kæmu í háar tekjur. Má því hugsa sér, að mestur hluti skattteknanna yrði með þessu fyrir- komulagi tekinn af upphæðum, sem fram að j}essu hafa verið taldar nálægt meðaltekjum. Breyting sú, sem óhjákvæmilega verður að gera á persónufrádrættinum gerir það að verkum, að við skattlagninguna yrði byrjað á hærri upphæð- um en nú á sér stað og hlýtur allt þetta að leiða til Jaess, að skattstiginn yrði allt öðruvísi með þeim breytingum, sem hér eru ræddar, en hann er nú. Það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir Joví, hverjar afleiðingar þær breytingar, sem að fram- an getur, myndu hafa fyrir heimilin, en líklegt má telja, að þótt einhver breyting kynni að verða til lækkunar á skattabyrðunum, að nokkru leyti vegna áhrifa frá hækkuðum persónufrádrætti, þá kunni Jjetta í öðrum tilfellum að hafa í för með sér hækkanir á samanlögðum skatti hjónanna, en Jjað yrði þó ekki nema þar, sem tekjur heimilis- ins eru það miklar, að eðlilegt mætti telja að skattgreiðslan yrði hærri samanborið við aðra. En þetta að skipta öllum tekjum hjónanna með tilheyrandi breytingum á skattstiganum myndi þó skapa aukið réttlæti við það sem nú er og í einstökum tilfellum bæta úr miklu ranglæti, sem nú á sér stað. Ef gerður væri í þessu efni algerður jöfnuður á milli kvenna á hvern hátt, sem þær vinna heimili sínu, breytist líka viðhorf þeirra kvenna, sem nú telja það Jdví nær byrði fyrir heimilið, að þær vinni störf utan J^ess og sú þving- un, sem núgildandi ákvæði skattalaganna leggja á ýmsar konur varðandi val á starfi, myndi hverfa, og skattalögin hætta að vera fjandsamleg heimili og hjónabandi eins og margir telja jDau nú vera. Á Jiað vil ég benda, að víða hjá öðrum J}jóðum eru í skattalögum ákvæði um }:>að, að veita ungu fólki, sem er að stofna heimili, sérstaka skatta- ívilnun á því ári og myndi slíkt ákvæði einmitt eiga heima í nýjum skattalögum hjá okkur til þess að létta fólki byrjunarkostnaðinn við það að eignast heimili. Atriðið um skattamál hjóna verður ekki ein- angrað og skilið frá öðrum þáttum skattamál- anna. Til þess hefur það of mikil áhrif á allt kerf- ið, og hefur það m. a. verið tilgangur minn með þessum orðum, að reyna að sýna fram á það. En gott er til þess að vita, að nefnd þeirri, sem nú starfar að endurskoðun skattalaganna, var sér- staklega falið að hafa Jiað í liuga við endurskoð- unina, að hjónum verði ekki íþyngt með opin- 19. JÚNl 18

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.