19. júní


19. júní - 19.06.1952, Side 33

19. júní - 19.06.1952, Side 33
SVAFA ÞÓRLlilFSDÓTTlR: BARNAVERNDARFELOG Slysfarir þykja jafnan ill tíðindi, hvort sem þau gerast á sfó eða landi, og því hörmulegri eru slys- in, sem fleiri eiga um sárt að binda af þeirra völdum. Átakanlegast er þó, ef séð verður, að hægt hefði verið að afstýra hörmungunum, ef ráð hefði verið í tíma tekið eða almenn samtök getað haft áhrif í þá átt að sporna við óförunum. Sjálf- sagt var það líka einmitt þetta, sem knúði for- sprakkana til þess að stofna Slysavarnafélag ís- lands, þá er það var gert, og efast nú enginn um gagnsemi þess félagsskapar. í upphafi munu þó án efa hafa verið til þeir menn, er ekki bjuggust við miklum árangri, en „verkin sýna merkin“ og tjóar nú engum að reyna að rýra gikli þess félags. Enn gerast þó hörmuleg tíðindi með þjóð vorri, þótt mörgum mannslífum takist árlega að bjarga fyrir atbeina slysavarnanna, enda er sí og as sótt fram á þeim vettvangi. Því rniður steðja og annars konar ,,slys“ að og valda margvíslegum vandræðum og neyð. Börn og unglingar frernja ýmis konar afbrot, stór og smá, sem hverjum ein- stökum uppalanda er um rnegn að sporna við. »,Eitt einasta syndar augnablik" verður of mörg- um ungmennum þessa lands „ævilangt eymdar- strik“. Feður og mæður harma örlög barna sinna og fá ekki að gert. Kennarar og barnaverndar- nefndir standa ráðþrota. Kennurum eru fengin til uppfræðingar og gæzlu fullkomlega heilbrigð börn, enda er kennslan í almennum skólum miðuð við slík börn. En jafnframt eru svo með í hópnum af- brotabörn eða andlega vanheil og vangefin. Slík börn eiga ekki santleið með þeim Iteilbrigðu. Þau berum gjöldum. Það er eitt af grundvallaratrið- unum í þeim breytingum, senr gera þarf, að fullt réttlæti komist á um skattgreiðslur hjóna. Munu allir þeir, sem áliuga hafa fyrir þessum málum, liugsa gott til þess, er frumvarp um ný skattalög verður lagt fyrir næsta Alþingi. 19. JÚNÍ þurfa sérstakrar leiðbeiningar sérfróðra manna, ef þau eiga að ná þeim þroska, sem auðið er. Skólarnir eiga því enga sök á því, þótt þessir vesalingar hafi engin not skólagöngu sinnar og séu, að skólagöngu lokinni, engu þroskameiri en þegar skólagangan liófst. Hitt er þó enn verra, að andlegu meinin, sem þessi börn eru haldin af, hafa ef til vill náð tökum á einhverjum lieilbrigð- um börnum, sem vanheilu börnin voru samvist- um við. Andlegu vanheilindin smita ótrúlega, þótt þau séu hvorki bakteríu- né virussjúkdómar. Enn sem komið er hefur andlega lteilsugæzlan í skólunum verið vanrækt um of, þótt liennar sé ' engu síður þörf en hinnar líkamlegu. í bæjum og kauptúnum eru börn og ungmenni auðvitað víðar saman en í skólnnum og verður ekki við því spornað, að vanheilir vesalingar smiti út frá sér á meðan ekki er betnr séð fyrir uppeldi þeirra en ennþá er gert hér á landi. En það er hægt að snúa sér til barnaverndarnefndanna, mun marg- ur segja. Satt er það og ekki efast ég um, að slíkar nefndir vilji vinna starf sitt samvizkusamlega. En ef að er gáð, kemur það í ljós, að þeim er þannig í hendur búið, að úrræðin verða fá og smát. Eina úrræðið til þess að hér hefjist ný og batnandi viðhorf varðandi mál ungmennanna er öflugt samstarf fjöldans, sterk félagsleg samtök, er lyfti Grettistaki hliðstætt við það, sem Slysa- varnafélagið hefur gert á sínu sviði, svo að eitt- hvað sé til samanburðar. Barnaverndarfélögin eiga að vera augað, sem sér, hvar skórinn kreppir, heilinn ,sem hugsar úrræðin til að bæta úr mis- fellunum og liöndin, sein út er rétt til verndar og viðreisnar. Þau þurfa að verða svo öflug, að þau verði styrk stoð öllum þeim, sem lagalega og siðferðilega ber sérstök skylda til að annast upp- eldi æskulýðsins. Miklu sterkari ábyrgðartilfinn- ing meðal alls almennings gagnvart börnum og ungmennum þarf að skapast, svo að enginn þjóð- félagsþegn telji eftir það fé, sem fer til uppeldis- málanna, enda sé vel fyrir því séð með sívakandi 19

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.