19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1952, Qupperneq 40

19. júní - 19.06.1952, Qupperneq 40
góða vinnuslofu til þess að geta látið gamminn geysa um hugarheimana, ofið stór teppi og hætt við „frímerkjastærðina". Ég réðst í að halda þessa fyrstu sýningu mína án þess eiginlega að vera nægilega undir það búin. — Ertu ekki ánægð með undirtektirnar? — Mér fannst sýningunni ágætlega tekið, og vona að fólk hafi haft ánægju af að skoða hana. Nú langar mig til að brautin geti orðið beinni, og ég finn að ég þarf að framkvæma það sem æðsti maður þjóðar okkar benti mér á, eftir að hafa skoðað nokkuð af litlu gobelinunum mín- um, að mér væri jafnmikil nauðsyn að fara til heimsborganna og skoða það bezta í gobelinlist- inni, sem væri með því frægasta í heimslistinni, •eins og okkar beztu málurum liefði verið það. þegar þeim gafst kostur á að gista París og Ítalíu. — Hvaða óskir hefur þú í sambandi við fram- tíðina? — Draumur minn er að geta gefið mig heila og óskipta að listum mínum, meðan dagur endist, í þeirri von að yfirlýsing próf. Iversens um að hans persónulega sannfæring væri, að ég ætti eftir að vinna virkilega verðmæta list á gobelinssviðinu, mætti rætast. Þá gæti ég kannski gefið þjóð minni eitthvað, sem betra væri að liafa en ekki. Og ekki stendur á landinu okkar að leggja til dýrðlegar fyrirmyndir í hreinu litauðgi sínu, smáblómum, lambagrasi, og æfintýrum í hraunum og stuðlum, fjöllum og fyrnindum. S. J. M. Theódóra Friðrika Það var árið 1880, að ung stúlka að nafni Theó- dóra Friðrika kom til Reykjavíkur til að stunda nám þar við kvennaskólann. Hún var prestsdótt- ir vestan úr Dölum, dóttir síra Guðmundar Ein- arssonar prófasts á Kvennabrekku og konu hans, Katrínar Ólafsdóttur, prófasts í Flatey Sigurðs- sonar, Sívertsen. Dvaldi hún oft á heimili Jóns bókavarðar Árnasonar og konu hans, Katrínar. Var Theódóra skyld henni í móðurætt. Átti hún til margra góðra að telja í báðar ættir, var glæsi- leg ásýndum, gáfurnar góðar og meðfæddir skáld- hæfileikar. Gat hún snemma rímað vísur og þul- ur. En hún fékk önnur viðfangsefnin fyrstu ára- tugina. Sumarið 1884 hittir Theódóra, á heimili Thcódóra Thoroddsen Katrínar, frænku sinnar, sýslumannssoninn frá Haga á Barðaströnd, Skúla Jónsson Thoroddsen — og varð þar ást við fyrstu sýn. Giftust þau um haustið og fluttust til ísafjarðar, er Skúli var skipaður þar sýslumaður. Þar dvöldust þau hjón- in til ársins 1901, en settust þá að á Bessastöðum á Álftanesi við búskap og ritstörf, höfðu sína eig- in prentsmiðju, gáfu út blað og béldu jafnvel skóla á staðnum. Minnti setrið á ýmsa lund, á hin fornu, glæsilegu menntasetur. Helur sonur þeirra lijóna, Guðmundur Thoroddsen prófessor, flutt útvarpserindi um þetta bernskuheimili sitt, og var Jrað prentað síðar í „Útvarpstíðindum". Árið 1908 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og áttu heima í Vonarstræti 12. Skúli hafði setið á {DÍngi allmörg ár, en nú hófust störfin fyrir alvöru í þágu lands og þjóðar. Átti hann sæti í mörgum velferðarnelndum. Þessa er getið hér, sökum þess, að það var opinbert leyndarmál, að kona Skúla fylgdist með áhugamálum hans og opinberum störfum meir en almennt gerðist um konur þeirra tíma. Frú Theódóra var frjálslynd kona og fram- sækin og hrókur alls fagnaðar. Studdi maður hennar að því í hvívetna, að hún gæti notið sem bezt gáfna sinna og mannkosta. Mun hún á nokk- urn hátt liafa átt þátt í því, að maður hennar bar fram á Alþingi ýms þau mál, er leiddu til al- mennra hagsbóta, svo sem greiðslu dagkaups verkamanna í peningum og um lánveitingar úr landssjóði til hús- og þurrabúðarmanna. Um jafn- rétti kvenna við kaúmenn lét hann sér mjög annt. Þegar ég kynntist fyrst frú Theódóru, átti hún 19. JÚNÍ 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.