19. júní - 19.06.1952, Qupperneq 43
umkomulaust og vegavillt sem það virðist, seril
er æðsta vera jarðarinnar? Svörin við þessum
spurningum fara sennilega fyrst og fremst eftir
lífsskoðun okkar. En um eitt meginatriði hljóta
flestir að verða sammála. Efnahagsleg velgengni
hverrar þjóðar hlýtur nokkuð að fara eftir skyn-
samlegri hagnýtingu vinnuaflsins í landinu.
Versta sóun verðmætanna eru iðjulausu hend-
urnar og hugir, sem ekki finna verkefni við sitt
hæfi.
III
Aldrei verður ofsögum sagt af margþættri bölv-
un atvinnuleysisins, og hörmung má það teljast
að sá draugur liefur nú skotið upp kollinum víða
um land. Beina fjárhagslega tjónið fyrir hvern
einstakling, heimili lians og þjóðfélagið blasir við
allra' augum en tjónið hið innra, skaðinn á sál-
unni, er ekki jafn augljós fyrst í stað. En fullyrða
Jná að fyrir utan drykkjuskap er ekkert sem feygir
og tærir máttarviði mannssálarinnar eins og ein-
niitt atvinnuleysið.
Deila má um livar atvinnuleysið komi harðast
niður. En verða ekki konurnar þar, eins og víða,
að bera þyngstu byrðina? Ekki aðeins beinlínis
eins og t. d. hér í Reykjavík þar sem slíkt hrun
liefur orðið í iðnaðinum, að fróðir menn telja að
600—800 stúlkur hafi misst atvinnuna af þeim
sökum. En engar tölur eru til um þær mæður og
eiginkonur, sem á þessum vetri hafa barizt við
atvinnuleysið og illbærilega dýrtíð.
Ekki væri það að ástæðulausu þó að konur
^ugsuðu sér að bregða sínu venjulega tómlæti um
atvinnumálin. En þar eins og annars staðar geta
þsr iiaft djúptæk áhrif. Ekki einungis þau, sem
málafylgja og atkvæði hafa, heldur einnig óbeinu
ahrifin af starfi konunnar sem innkaupastjóra
heimilanna. Vafasamt er, hvort nokkur ræður
eins miklu um framtíð iðnaðar og iðju í landinu
enis og konan, sem í dag velur og kaupir nauð-
synjar heimilanna. Vel ætti hver kona að leggja
Oiður fyrir sér, hvað hún telur hagkvæmast og
otiða jrá við fleira en líðandi stund. Þættist hver
einstök kona sjá þar lítinn árangur, kænru sam-
tökin til sögunnar, flestar konur landsins munu
vera í einhverju félagi þar sem hægt er að reifa
ahugamálin og afla þeim fylgis og síðar beita
sameiginlegu átaki.
karsælast verður hvert það þjóðfélag, sem boð-
getur hverri vinnufærri hönn starf að haétti
frjálsra manna, án allra þrælataka.
!9. JÚNÍ
ÍV
En svo mikils virði sem það er, að enginrt
vinnufús- og fær þegn þurfi að ganga iðjulaus þá
er þó ekki allt fengið með því. Eitt vandamál
mannlegs samfélags er, að starfshæfni, menntun
og hæfileikar hvers og eins nýtist sem bezt, ekki
aðeins fyrir hann sjálfan, heldur korni þjóðinni
allri að því gagni sem verða má. Nú getur hver
og einn skyggnzt um sína sveit. Telur ekki þjóð-
félagið sig hafa efni á að bera fyrir borð, eða vísa
til sætis á óæðri bekk miklu af glæsilegum gáfum,
þekkingu og menntun, að því er séð verður af
þeirri einu ástæðu, að konur eiga í hlut en ekki
karlar? I daolega lífinu og baráttu þess er hið
margumtalaða jafnrétti karls og konu ekki fyrir-
ferðarmikið. Við sjáum það bezt, þegar við athug-
um störfin, sem konum er trúað fyrir. Við skul-
um byrja efst í stiganum, athuga landsstjórn vora
og löggjafarþing, æðstu trúnaðarmenn þjóðarinn-
ar, helztu embættismenn, forstjóra ríkisstofnana
eða stórra fyrirtækja, alla þá sem segja má að ráði
einhverju um liag Jrjóðarinnar. í öllum þessum
hóp finnið þið ekki eins margar konur og fingur
annarrar handar, en eftir því sem neðar dregur í
stiganum, breytast hlutföllin, konum fjölgar Jrar
sem launin verða lægri og hækkunarmöguleikar
innan hverrar starfsgreinar minni. Karlmennirn-
ir verða að sitja fyir stöðum, þar sem mögulegt
er að vinna sig upp, sem svo er kallað. Dæmin um
Jretta eru óteljandi, sum átakanleg eins og rang-
sleitnin er æfinlega, önnur næstum hlægileg eins
og heimskan er stundum. En í stað þess að rekja
hér ýms þau dæmi og skamma karlmennina að
sama skapi, vil ég lieldur ljúka þessu greinar-
korni með því að snúa rnáli mínu heim til okkar
kvennanna. Þetta er okkar eigin sök. Ef við fynd-
um til niðurlægingarinnar af því að vera alltaf
2. flokks þjóð innan þjóðfélagsins, þá breyttum
við því. Fyrst og fremst með því að lœra, læra full-
komlega, jafnvel hin einföldustu og að því er
virðist ómerkilegustu verk, til þeirrar hlítar, að
betur verði ekki gert. Konurnar þurfa að afla sér
hinnar beztu bóklegrar og verklegrar menntunar
sem völ er á og vera svo ekki hræddar eða hlé-
drægar um of við að beita henni. Og svo Jrað sem
alltaf er sterkast í allri frelsisbaráttu: Sætta sig
aldrei við ranglætið, verða umfrarn allt aldrei
vikadrengur Jress. Vekja athygli á misréttinum,
mótmæla og aftur mótmæla, ekki með glamri,
lieldur rökum skynsemiunar og sannleikans.
29