19. júní


19. júní - 19.06.1952, Page 47

19. júní - 19.06.1952, Page 47
vík, að dreifa byggðinni út um allt. Kostnaður við götulagnir, raflagnir, vatnslagn.. og holræsi vegna slíkrar byggðar er ekkert smáræði. Allt virðist nú benda til þess, að óumflýjanlegt sé að hefjast handa nú þegar um byggingar í stór- um stíl til leigu. Ríki og bæir hljóta að hafa þar forustuna. Til greina koma líka stór byggingar- samvinnufélög í einhverri mynd. Leigu í bygg- ingum þessum og stærð íbúðanna yrði að miða við það, að allir láglaunamenn gætu tryggt sér for- svaranlegt húsnæði með viðráðanlegum kjörum. Ef til vill mætti gefa einstaklingum kost á að ei'gn- ast sínar íbúðir ef þeir sérstaklega óskuðu þess. Sennilega myndi heppilegast að hef ja smíði stórra húsa, blokkir með 1, 2, 3, 4 og jafnvel 5 her- hergja íbúðum. En þó þannig, að hver íbúð væri sem mest sér og vel einangruð. í slíkum stórbygg- ingum mætti koma fyrir margs konar þægindum til hagræðis fyrir íbúa þeiiæa. í kjallara þessara húsa væri unnt að koma fyrir þvottahúsum, þar sem allur þvottur væri þveginn og frá honum gengið, eða liægt að fá vélar að láni í því skyni. Einnig væri liægt að hafa þar matstofu, þar sem íbúarnir gætu keypt sér ódýran tilbúinn mat, tek- ^ð hann með sér upp í íbúðir sínar eða neytt lians a staðnum. Koma mætti fyrir vöggustofum vegna smábarna og leikskóla fyrir þau sem stærri væru. Leikvellir væru að sjálfsögðu rétt hjá blokkum þessum. Vel mætti hugsa sér að lesstofur væru iyrir börn og unglinga og jafnvel fullorðna, sem !9. JÚNÍ einhverra hluta vegna gætu ekki fengið næði til lesturs í eigin íbúðum. Að vísu hafa slíkar stórbyggingar sína ókosti og margir mundu fremur kjósa að eiga heima í smá- húsum með lóðum umliverfis og það væri í alla staði æskilegt ef þess væri kostur. En ótalmargt bendir þó til þess, að í þessum stórbyggingum væri hægt að láta ýmis konar gæði í té handa íbú- um þeirra, sem smáíbúðir gætu ekki boðið upp á, þáegindi, sem mörgum mundi ér til lengdar léti, þykja eftirsóknarverð. Kona, sem þyrfti að vinna úti, gæti t. d. á slíkum stöðum, átt hægra um vik að stunda vinnu utan heimilis síns. Hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af börnum, ef hún gæti komið þeim í gæzlu í sama húsi og hún býr sjálf. Hún þyrfti ekki að laga mat frekara en hún vildi, heldur keypti hún liann í matstofunni. Þvottinum gæti hún komið í þvottakjallarann og fengið hann þurran og strokinn eftir skamman tíma, og þannig mætti lengi telja. Sjálfshyggjan er íslendingum að vísu í blóð borin og þeir vilja gjarna búa sér að sínu, en breyttir tímar skapa ný viðhorf og nýjar lífsvenj- ur, nýja íbúðarhætti. Konurnar hafa löngum bar- izt fyrir jafnrétti — jafnrétti til kosninga og allra starfa — þær þurfa líka að taka þessa hlið þjóðfé- lagsvandamálanna til rækilegrar athugunar og láta sópa að sér þar. Það þarf að gera konunum kleift að eiga sín heimili án þess að vera fjötraðar við þau. Þær þurfa að geta unnið utan heimil- 33

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.