19. júní - 19.06.1952, Page 49
veizt, að ekki er gott í efni ef þessu heldur áfram,
— ekki fyrir mig.“
Hún andvarpaði en anzaði engu.
„Hefur enginn litið hér inn til þín í dag?“
sagði Helgi.
„Ójú, presturinn kom hérna, en það breytir
engu fyrir mér,“ sagði Ólöf og fór að gráta. „Ég
gat svo vel annazt hann Nonna litla, hefði hann
fengið að lifa.“
Helgi sagði ekkert. Reynslan hafði kennt hon-
um, að það var tilgangslaust að reyna að tala um
fyrir henni. Hann sá drenginn þeirra fyrir sér,
andlega og líkamlega vanheilan, því átakanlegri
í vænmætti sínum þess fleiri ár, sem hann lifði.
En þeim mun meiri alúð og óbilandi sálarþrek
sýndi Ólöf þessu vanheila barni sínu. Það var
bennar ósk, að hann mætti halda áfram að lifa og
vaxa, meðan þrek hennar entist honum til um-
önnunar. Er drengurinn andaðist og Ólöf var
óhuggandi.
Þetta var orðinn langur og erfiður tími, en
Helgi missti aldrei trúna á, að allt mundi fara
vel. Hann liafði svo oft þreifað á, að „þegar neyð-
m er stærst er hjálpin næst.“ — Undanfarna daga
hafði hann ekki sleppt þeirri hugsun úr liuga sín-
um. Þó duldist honum ekki, að tíminn var orð-
mn ískyggilega langur, sem Ólöf hafði ekki sofið
væran blund. — Helzt vildi hún vera ein og
hlusta, sagði hún. — Vaka og hlusta, eins og hún
hafði gert seinustu næturnar, sem drengurinn
hennar lifði, er hún sat og hlustaði á andardrátt
hans, — hlustaði og bað Guð að gera kraftaverk
°g gefa sér hann alheilan.-----Svo ákveðin og
samgróin var henni þessi hugsun, að hún trúði
ekki öðru en svo mætti verða.
Helgi lagði aftur augun og mildur svefninn
hjúpaði hann gleymskuskikkju sinni.
Ólöf lá með opin augun. Nú var sú breyting á
°rðin fyrir henni, að hún var fegin því, er Helgi
haetti að tala við liana. Þá var hún sjálf í næði
með sínar hugsanir. — Hún rétti höndina að auða
rúminu við hlið sér og hlustaði, en það var víst
•O'eiðanlegt, að hún heyrði ekkert nema andar-
örátt Helga.
Skilningur hennar var sljór og lamaður. í huga
S1num ásakaði hún allt, sem hún náði til, — jafn-
Vel Helga, manninn sinn, sem hún hafði einu
smni elskað svo heitt, að hún hefði frekar kosið
missa börnin sín og allt sem hún átti heldur en
hann.-----En ekki Nonna, kjökraði hún. — Ónei,
!9. JÚNÍ
ekki elsku, litla, vanmáttuga drenginn, sem
þurfti hennar svo mikið með. Hann þurfti á
kröftum hennar og lífi að halda til að geta sjálfur
verið til. — Hún vissi ekki að nokkurt mannslíf
gæti verið svo algjörlega öðrum háð, fyrr en hún
reyndi það sjálf. — En svo var hún svipt því að
mega veita honum mátt af sínum mætti. — Lífið
snéri birtu sinni frá henni. — Hún var vanmátt-
ug, aum kona.
Ó hvað allt var hverfandi. Þessa seinustu tvo
sólarhringa hafði það jafnvel komið fyrir, að hún
gleymdi því að hún var til. — Á næsta andartaki
hrökk hún upp, hálf liélt niðri í sér andanum og
hlustaði.
Og þannig leið nóttin. Ólöf ýmist hlustaði eða
lagði aftur augun, hrökk við og greip andann á
lofti. — Hún fylgdist með, hvernig birtan smá-
jókst og albjart var orðið löngu fyrir fótaferða-
tíma. — Þarna lá Helgi maðurinn hennar, við
hliðina á henni og svaf. Seinni hluta nætur var
andardráttur hans ekki eins jDungur og fyrst eftir
að hann sofnaði. — Hún lagði aftur augun og hélt
niðri í sér andanum. — Var Jjetta Helgi, sem and-
aði svona? — Nei, Jiað var Nonni, — drengurinn
Iiennar. — Ó, þarna var þá drengurinn og horfði
brosandi á hana, skýrum, bláum barnsaugum. —
Hafði liún nokkurn tíma séð hann brosa? —
Hafði hún nokkru sinni séð augu hans, nema
þreytt og svefnþrungin? — Ó, þetta átti hún Joá
eftir að lifa, að sjá hann í slíkum afturbata. — En
Guð lijálpi Jveim, hvað var á gagnauganu á hon-
um? — Stór, blárauð skella?
Ólöf rak upp niðurbælt óp og glaðvaknaði um
leið. — Hvað var Jvetta? — Gat það verið, að hún
hefði sofnað og hana hefði dreymt?
Helgi opnaði augun og leit á hana.
„Mig dreymdi hann Nonna minn, elskuna,"
sagði Iiún kjökrandi.
Helga létti. Hafði hún þá sofnað? — Sennilega.
„Það var gott þig dreymdi,“ sagði hann upp-
hátt. „Ég veit að aðstæður Nonna eru ölíkt betri
nú en þær voru, meðan liann var hér.“
Ólöf anzaði engu, en dró sængina upp fyrir
höfuð og grét með þungum ekka.
Helgi settist framan á og fór að klæða sig. Hann
var farinn að þreytast á Jiessari sorg Ólafar. En
móðurhjartað var viðkvæmt og móðurástin dýpri
en allar aðrar tilfinningar. Hann varð að muna
það og sýna skilning og þolinmæði nvi, Jvegar á
hann reyndi verulega, í fyrsta skipti í sambúð
35