19. júní


19. júní - 19.06.1952, Side 50

19. júní - 19.06.1952, Side 50
þeirra. Áður hafði það alltaf komið í hlut Ólafar að sýna þolinmæði og unrhyggju. Nokkru seinna klæddi Ólöf sig að vanda, settist út við gluggann og hlustaði. Bogga gamla kallaði í hana í morgunmatinn, en Ólöf sinnti því engu. Bogga hristi höfuðið. Ólöf var með lélegra móti í dag, hún fékkst ekki einu sinni fram til að borða. Hvar ætlaði þetta að lenda? Hvernig mundi fara fyrir húsmóðurinni, ef svona átti lengi að ganga? — Æ, engu gat hún um þáð spáð. Þótt hún vildi spá góðu, þá þýddi það ekkert úr því það var alveg á móti sannfæringunni. — Að iiætta að sofa og borða. — Nei, hamingjan hjálpi lrenni og blessuðu heimilinu lrérna. Bogga varð að víkja þessunr Irugleiðingum frá sér, þegar drepið var á eldhúshurðina. „Kom inn,“ kallaði lrún og lrorfði eftirvænt- ingarfull fram að hurðinni er opnaðist. Þarna st('rð ókunn kona nreð snrábarn á handle<><’num. □O Aðkomukonan heilsaði og spurði eftir hús- bændunum. ,,Nú, nú,“ anzaði Bogga gamla. „Hann Helgi er auðvitað farinn til vinnu og ekki þarf að minn- ast á hana Ólöfu, srðan þetta kom fyrir. Það má Guð vita, hvernig það fer, ef nokkur veit það þá.“ Konan smeygði sér inn í eldlrúsið. ,,Má ég að- eins tylla mér niður?“ sagði hún. „Jú, víst máttu það. Ekki lrefði hún Ólöf lraft á nróti því, þó að þú tylltir þér niður hérna lrjá okkur, ef allt hefði verið sem áður.“ Konan þagði. Hún losaði sjalið utan af barninu og færði til húfupottlokið. Barnið ókyrrðist, það kom skeifa á munninn og það fór að háskæla. „Já, já, ekki vantar hljóðin í krakkanum," tautaði Bogga ganrla og skaraði í eldinn. Þessi öskur minntu hana helzt á þegar Nonni litli reiddist og enginn vissi hvað að honunr var. Skerandi sár barnsgrátur barst allt í einu að eyrum Ólafar, þar sem hún sat við gluggann og hlustaði. Þessi grátur var hérna í lrennar eigin húsi. — Hvað var nú að gerast? — Nonni? — Nei, það gat ekki verið elskan hennar. — Ólöf klökkn- aði og ætlaði að bresta í grát, en hljóðin í bam- inu létu lrana ekki í friði. Hún stóð upp af stóln- um, stirð og sljóleg, reikaði fram að dyrunum, opnaði hurðina og leit fram f eldhúsið; — Augu hennar störðu óttafull og spyrjandi. Bogga leit til hálfs upp frá eldavélinni, án þess að hirða um að loka henni. — Aðkomukonan stóð upp og reyndi að sefa barnið. 36 „Ég skal fara út með krakkann," sagði hún af- sakandi. ,,Út, því þá að fara út með hann?“ sagði Ólöf og var nú komin alveg fram til þeirra. „Hver á þetta barn?“ „Fyrirgefið mér,“ sagði konan. „Ég leit nú rétt hérna inn, á meðan þeir koma ekki, sem ég ætlaði með inn í sveit. Ég var svo fegin að tylla mér.“ „Já, en lrvað er með þetta barn, kona?“ „Æ, það er nú lítið með hann, angann þann arna. Móðir lians dó af slysförum fyrir mánuði síðan, og hjá föðurnum hefur víst engin föður- skylda vaknað, svo menn viti til.“ „Já og svo,“ sagði Ólöf og stóð á öndinni. „Ja, og svo var hann sendur hingað, og það er víst meiningin að koma honunr fyrir einhvers staðar, þar sem bezt gengur.“ Ólöf rétti fram hendurnar og barnið hætti að gráta um leið og hún tók það í fangið. Þetta var grannur og fölleitur drengur, blá- eygður og stóreygður. — Ólöf lyfti af honum húfupottlokinu, en brá unr leið svo mikið að barnið var nærri hrotið úr höndum lrennar. — Drengnrinn hafði stóra, rauðbláa valbrá á hægra gagnauganu, — eins og Nonni hafði í draumnunr. — Augu hennar urðu vot, en nú gat lrún ekki grátið. „Það gerir ekkert þó að hárstrýið á honum sé svona óverulegt," sagði Ólöf. „Ég skal taka við lronunr,“ sagði konan. „Þér. — Nei ómögulega. Ef hann á engan að, gæti hann þurft mín með. En hver á að ráðstafa honum?“ „Hamr er víst á vegum sveitarfélagsins, þessi vesalingur, og prestsins held ég líka,“ sagði konan og dró sig fram í dyrnar. Bogga gamla leit íbyggin á þessa ókunnu konu. Blessaður presturinn þeirra hafði verið daglegur gestur hérna á heimilinu, síðan þessi ósköp skullu yfir. En Bogga sagði ekki neitt, þó að málbeinið á henni væri venjulega í engri kyrrstöðu. Unr kvöldið, þegar Helgi kom heim, svaf Ólöf hans værum og djúpum svefni, og lrandlegginn lrafði hún lagt yfir litla rúmið, sem stóð við hlið- ina á hennar rúmi og þar andaði ótt og títt, lítill drengur með valbrá á hægra gagnauga. „Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst,“ hugs- aði Helgi og angurværu brosi brá fyrir á jrreytu- legu andliti hans. En nú var hann viss um, að heimilið þeirra myndi aftur komast á réttan kjöl. 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.