19. júní


19. júní - 19.06.1955, Síða 21

19. júní - 19.06.1955, Síða 21
konur skuli að öðru jöfnu hafa sama rétt og karlar við skipun í starfsflokka og flutning milli launa- flokka. c) ákvæði í lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna um það, að konur og karlar Iiafi jafnan rétt til opinberra starfa og til sörnu launa fyrir sömu störf. Þrátt fyrir þetta sjáum við það, ef við litumst um á vinnumarkaðinum, að því fer víðs fjarri, að konur njóti þar sama réttar og karlar. Meira að segj rnunu stéttarfélög leyfa sér það, að Itafa í sam- þykktum sínum ákvæði, er fyrirbjóði konum að- ganga að vissum störfum og eru þær samþykktir látnar gilda sem lög. Þau lagaákvæði, sem gilda um jafnrétti kvenna ogkarla til starfa hjá ríkinu ogtil jafnra launa, eru ákaflega mikils virði og eru þau grundvöllur þess, að konur njóti sem ríkisstarfsmenn jafnréttis við karla. En enn sem fyrr er það þó svo, að karlmenn eru í flestum ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu og að konur vinna svo til eingöngu lágt launuð undir- tyllustörf. Kemur Jtar til greina framkvæmd lag- anna og það, hverjir ráða stöðuveitingum. Misréttið í launagreiðslum. Um launagreiðslur til kvenna gildir yfirleitt það, aðþær eru lægri en til karla. Einu undantekn- ingarnar frá því eru, þegar kona hefir tekið við starfi karlmanns eða stöðu. Hefir á síðari árum ekki þótt fært að lækka launin undir þeint kring- umstæðum. Á jjessa undantekningu er oft bent, þegar rökrætt er um launamál kvenna, en því þá gleymt, aðþaðeralheimsregía, aðfæra launin ekki niður, þegar svo stendur á. Sú regla hefir ekki komist á með tilliti til kvenna, Iteldur til þess að halda uppi launastigi karlmannanna. Það er staðreynd, að laun kvenna eru lægri en laun karla, og við ýmis störf, ]:>ar sem vinna hópar karla og kvenna eins og t. d. við fiskverkun og í iðnaði, eru laun kvennanna um það bil þriðjungi lægri. Launamismunurinn er víða falinn með því, að störfum er skipt í karla- og kvennastörf og karla- störfin eru yfirleitt liærra launuð en kvennastörf- in, án tillits til þess, hvaða verkhæfni þarf hjá þeim, sem störfin vinna. Er í þessu efni víða bvggt á eldgömlum venjum, sem vélakostur og breyttar vinnuaðferðir hefir gert úreltar, en frá fyrstu tíð er þetta varnarmúr til þess að tryggja körlum hærri laun en konum. 19. JÚNÍ Það skortir mikið á jafnrétti kvenna og karla meðan það misrétti á sér stað á vnnumarkaðinum, sem nú er, og þrátt fyrir þær lagasetningar, sem við liöfum um þetta efni, hafa konur ekki jafnan rétt og karlar til starfa, og þær fá undantekningar- lítið lægri greiðslur fyrir störf sín. Konur hafa ekki sama rétf til starfa. Að konur hafi ekki sarna rétt til starfa sýnir sig í því, að þær eru að langmestu leyti í lágt launuð- um starfsflokkum og að þeim eru ekki veitt hin betur launuðu störf, nema eitthvað sérstakt beri til. Að þær hafi lægri laun innan vinnuflokka er ómótmælanlegt, enda er venjulega talað um „kven- mannskaup“ til aðgreiningar frá „karlmanns- kaupi“. Ónefnt er um jafnan rétt kvenna til starfa, að til þess að sá réttur sé fullkominn, þá þurfa konur að eiga þess kost. að fá, eftir því sem þær eru starfi vaxnar, möguleika til þess að vinna jafnframt því, sem þær ala upp börn sín, ef þær óska þess að vinna utan heimilisins. Ennþá hefir reynzt erfiður róð- urinn, þegar reynt hefir verið að skapa þá aðstöðu. Þau úrræði, sem bent hefir verið á, eru tækifæri fyrir konur til þess að fá vinnu hluta úr deginum og rekstur nægilega margra góðra dagheimila og leikvalla fyrir börnin. Einnigþessi atriði eru þátt- ur í baráttu kvenna fyrir rétti sínum á vinnumark- aðinum. í umræðum síðari ára um þetta efni, hefir ýmis- legt athyglisvert komið fram, sem sýnir það, að margt kemur til greina við framkvæmd launajafn- réttis. T. d. hefir verið á það bent, að konur hverfi yfirleitt fyrr úr starfi en karlar og að það þurfi að vanda betur aðbúnað á vinnustöðvnm, þar sem konur vinna, heldur en annars þyrfti o. fl. o. fl. Samt sem áður andmælir því enginn í fullri alvöru að konum beri sami réttur atvinnulega og körl- um, og er sú skoðun ríkjandi í orði kveðnu. að á þessu sviði beri að fá fram fullt jafnrétti. Að þessu hefir líka verið unnið á alþjóðavett- vangi. Jafnlaunasamþykktin. í mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna frá 1948, er svo komist að orði, að hver og einn eigi, án undantekningar, rétt til sörnu launa fyrir sömu vinnu og að þar megi ékki gera upp á milli karln og kvenna. Eftir að þessi regla hafði verið samþykkt, var því beint til þátttökuríkjanna, aðþau ynnu aðþví, 7

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.