19. júní


19. júní - 19.06.1955, Page 23

19. júní - 19.06.1955, Page 23
SIGRÍÐUR J. M A G N Ú S S O N : Fyrsti kvenmálarameistari heimsins B ra u try ðjan das tarf Haustið 1906 sté ung íslenzk stúlka á land í Kaupmannahöfn. Farareyri liafði hún rýran og lítið kunni hún í danskri tungu. En með þeim ásetningi hafði hún farið að heiman, að komast á málaraskóla í Danmörku, sem engri konu hafði áður verið veittur aðgangur að. Þetta lánaðist henni svo vel, að um vorið tók hún sveinspróf í málaraiðn meðmestu prýði. Hlaut hún verðlauna- pening úr bronce og heiðursskjal fyrir sérlega góða frammistöðu. Vakti þetta mikla athygli, því að hún var fyrsta konan, er lauk þessu prófi í Dan- mörku. Kona þessi var Ásta Kristín Árnadóttir. Hún var fædd 3. júlí 1883 í Narfakoti í Ytri Njarðvík, dóttir hjónanna þar, Sigríðar Magnúsdóttur og Árna Pálssonar barnakennara. Þegar Ásta var 17 ára andaðist faðir hennar, en hún var næstelzt af 10 systkinum, og hafði mikinn hug á að aðstoða móður sína og ung systkini, en þá voru ekki margar leiðir opnar fyrir ungar stúlkur til að vinna sér inn peninga. Það mun jafnvel liafa hvarflað að lienni að fara til sjós, en réð það þó af að lokum að gerast málaranemi, en sú iðngrein var þá að ryðja sér til rúms hér á landi. Hafði hún verið þrjú ár við þetta nám áður en hún fór til Danmerkur. Laust eftir aldamótin ríkti hér allt annar hugs- unarháttur en nú, fólk var tiltektasamt og hneyksl- aðist á því, að ung stúlka skyldi velja sér atvinnu, sem útheimti, að hún klæddist karlmannsbúningi og prílaði uppi á húsaþökum. F.n Ásta lét það ekki á sig fá, og sýnir það bezt kjark hennar og dugnað að hún hélt fast við ákvörðun sína á hverju sem gekk. Má það heita sannkölluð hetjudáð og verður að teljast með athyglisverðustu afrekum íslenzkra kvenna. Sár reynsla liafði kennt henni, að ef kona vildi hafa sæmileg laun, var ekki annað fyrir hendi en 19. JÚNÍ Ásta málari ryðja sér braut á þeim vettvangi, sem karlmönnum einum hafði áður verið ætlaður. En það má teljast furðulegt, að þrátt fyrir það að Ásta náði svo góð- um árangri í starfi sínu, sem raun ber vitni, skuli samt ekki hafa orðið nema ein íslenzk kona til að feta í fótspor hennar á þessari braut, en sú kona lærði málaraiðn hjá Ástu, og er enn í dag eini kvenmálarameistarinn hérá landi. En Ásta var ekki lengi ánægð að hafa einungis sveinspróf í iðn sinni. Hún hafði heyrt, að í Þýzka- landi væru góðir skólar, sem útskrifuðu meistara í málaraiðn, og þótt hún væri nálega félaus og kynni ekki þýzku, réð hún af að fara þangað. Hún fékk undir eins atvinnu með fullum launum, og þegar hún lauk meistaraprófinu, fyrsta konan í öllum heiminum, var skrifað um hana og birtar myndir af henni í blöðunum um allt Þýzkaland. Þessi bl&ðaskrif áttu eftir að hafa örlagarík áhrif á ævi hennar síðar. Nii sneri Ásta aftur til Kaupmannahafnar og setti upp vinnustofu í félagi við stallsystur sína, er # 1 9

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.