19. júní


19. júní - 19.06.1955, Síða 39

19. júní - 19.06.1955, Síða 39
Hluti af veðurkorti 12. mai 1955. — H.cð yfir Grænlandi, lægð við Noveg. Hvöss norðlæg átt á íslandi. Tölurnar sýna loftþrýsting- inn og strikin nteð fönunum vindinn. Línurnar eru jafnþrýsti línur. og sama stað væri sá sami í allar áttir, upp og nið- ur, austur og vestur. Við skulum hugsa okkur lægðarmiðju, þar er loftþrýstingurinn tiltölulega lítill, alls staðar utanvert við lægðina er loftþrýst- ingurinn meiri og því leitar loftið undan þrýst- ingnum inn að lægðarmiðjunni. Ef jörðin stæði kyrr í heiminum mundi loftið streyma inn í lægð- ina og þrýstingsmunurinn fljótlega verða úr sög- unni, en snúningur jarðar hefur þau áhrif, að loft- ið beygir af leið sinni, — til hægri hér á norður- hveli, en til vinstri á suðurhveli. Niðurstaðan verð- ur sú á norðurhvelinu, að vindurinn blæs kringum lægðina, þannig að maður, sem snýr baki í vind- inn hef'ur lægð á vinstri liönd, en hæð til hægri. Nú getum við aftur hugsað til Norðlendinga, sem fá súld norðan úr íshafi með norðanáttinni og setja hana réttilega í sanrband við „hæð yfir Græn- landi". Snúi Jreir bakinu í norðanáttina, Iiafa þeir óneitanlega Grænland á hægri hönd. Sunnlend- ingurinn verður oft óþyrmilega fyrir barðinu á suðaustanáttinni. Snúi hann baki í vindinn finnur hann út, að lægð sé suðvestan við land, en loft- þrýstingur hærri í norðaustri. Lægð, sem nálgast suðvestan úr hafi, er jrví ekki alltaf aufúsugeStur, þó að hún beri með sér hlýrra loft en það, sem kemur norðan úr höfurn. Þannig ráða hæðir og o o lægðir fyrir vindi og veðri, en hins vegar er erfið- ara að lienda reiður á þeim lögum, sem ráða fyrir hæðunum og lægðunum, myndun þeirra og hreyf- ingu og því er það, að veðurspáin bregzt stundum. Hannyrðamenn í Kasmír I Srinagar, höfuðborginni í Kasmír, virðist ýmsu vikið við frá því, sem við eigum að venjast. 2000 manns hafa þar fasta atvinnu við alls konar handunninn útsaum, í ull og silki, allt saman karlmenn, og eru fingrafimir mjög. 3500 vefa teppi, sem eru heimsfræg. Allir vefararnir eru karlmenn. Aftur á móti er elzta skáldverk, sem til er á kasmíri, máli þessa þjóðflokks, talið vera ort af konu. I'að er heimspekilcgt kvæði og heitir Lalla-Vakyani. Heimsþing mæðra verður haldið í júlí í sumar. Akvörðun um það var tekin á fundi W. I. D. F. í Genf 9.—13. febrúar 1955. Fundarstaður cr ekki ákveðinn enn. Ásta Magnúsdóttir er sögð vera fyrsta íslcnzka konan, sem kom upp í flugvél. I’að var 7. sept. 1919. Síðastliðinn vetur var íslenzk listakona, Ólöf Pálsdóttir, sæmd gull-heiðursmerki listaháskólans í Kaupmannahöfn, fyrir högg- myndina Sonur. Tveir íslendingar hafa áður fengið þessi verð- laun: Albert Thorvaldsen og Sigurjón Ólafsson. 19. JÚNÍ 25

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.