19. júní


19. júní - 19.06.1955, Síða 57

19. júní - 19.06.1955, Síða 57
S V A F A ÞÓRLEIFSDÓTTIR: KVEN RÉTTIN DAKONA Hundrað ára minning Árið 1855, liinn 23. dag aprílmánaðar, fæddist að Rauf (nú Eyvík) á Tjörnesi norður meybam, er í skírninni hlaut nafnið Oddný. Foreldrar hennar voru Jóhannes Oddsson og María Árnadóttir, bú- andi hjón að Rauf. Munu þau bæði hafa verið ættuð úr Þingeyjarsýslu. Ung að árum missti Oddný föður sinn og varð þá brátt hlutskipti hennar liið sama og f jölmargra annarra munaðarlausra ungmenna á þessum ár- um, að vinna fyrir sér hjá vandalausum svo sem kraftar leyfðu. Dvaldi hún næstu árin að Bakka á Tjörnesi. Eigi löngu síðar fluttist rnóðir hennar, ein systir og fleiri náin skyldmenni til Ameríku. Fermd var Oddný í Húsavíkurkirkju vorið 1869. Skýra kirkjubækur svo frá, að hún sé ,,prýði- lega kunnandi og velskiljandi, vel læs og siðsöm.“ Frá Bakka fluttist Oddný í vist að Ærlækjarseli í Öxarfirði, þá enn innan við tvítugt. Dvaldi hún svo þar og á næsta bæ, að Skógum, unz hún hóf búskap vorið 1878 að Kelduneskoti í Kelduhverfi, ]rá gift Sigfúsi Einarssyni, ættuðum úr Þistilfirði. Eftir eins árs búskap að Kelduneskoti fluttu þau hjónin að Ærlæk í Öxarfirði, en þar dvaldi Oddný alla ævi upp frá því. Sigfús Einarsson dó snemma árs 1898. Stóð Odd- ný þá ein uppi með fjögur börn, öll innan við ferm- ingu nema ein stúlka. Ekki hafði Oddnýgert víðreist um sveitina eftir að hún lióf búskap að Ærlæk, enda ekki margir utan heimilis, er höfðu náin kynni af henni fram til þess er hún varð ekkja. Þó vissu allir, er að Ær- læk höfðu komið, að luisfreyjan var veitul mjög og alúðleg við alla, er að garði bar, hvort sem um var að ræða háa eða lága, auðuga eða snauða, og á orði var höfð greiðasemi hennar. Sagði einn af betri bændum sveitarinnar, greindarmaður hinn mesti, að svo liti út „sem hún Oddný á Ærlæk gæti æfin- lega allra bón gert.“ Var þetta mælt, eftir að hún 19. JÚNÍ Oddný Jóhannesdóttir var orðin ekkja og efnahagur hennar eigi sem bezt- ur. Margir töldu Oddnýju ekki vera mikla búkonu og töldu það helzt til, að hún ,,lægi allt af í bók- um,“ eins og kallað var. Mun orðrómur þessi eigi hafa haft við önnur rök að styðjast en þau, að Odd- ný las miklu meira en almennt gerðist, eigi aðeins íslenzkar bækur, heldur og bækur á dönsku. Hefur hún sennilega numið dönsku alveg á eigin spýtur af lestri bóka, því að ekki er kunnugt, að hún nvti þar leiðsagnar annarra við. Eigi brá Oddný búi við andlát manns síns. lield- ur bjó hún búi sínu að Ærlæk í nærfellt 40 ár eftir það. Tók hún umsjón búsins í sínar hendur að manni sínum látnum og bjó áfram með börnum sínum og hélt kaupafólk eða vinnuhjú, svo sem ástæður leyfðu og bráð nauðsyn krafði. Þótti brátt sýnt, að hún væri meiri búsýslukona en margir ætluðu, enda varð henni vel til með ýmis konar fyrirgreiðslu, sem vonlegt var, svo vel sem hún þá og jafnan fyrr og síðar reyndist þeim, er hennar leituðu. Annað þótti þó enn rneiri nýlunda um háttemi 43

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.