19. júní


19. júní - 19.06.1955, Page 58

19. júní - 19.06.1955, Page 58
HUGSAÐ HEIM Tíofiliiai döKui Skáldkonan Ólína Jónasdóttir á Sauðárkróki varð sjötug 8. apríl g.l. Hún cr löngu þjóðkunn af Ijóðunr sínum, einkum lausa- vísum, cn einnig óvenju ritficr kona og gædd auðugri frásagnar- gáfu. Árið 1916 gaf bókaútgáfan Norðri út Ég vitja pin œska, kafla úr endurminningu Ólínu frá bernsku og unglingsárum og smákvæði og stökur eftir hana. Var bókinni mjög vel tekið og hlaut einróma lof ritdómara. Til þcss að gefa lesendum lúaðsins örlítið sýnishorn af kveð- skap frú Ólínu, birtum vér hér nokkrar stökur .gripnar bessa- leyfi úr sendibréfi til vinkonu hennar í Rcykjavík. N ÝR M I N N I S V A R Ð I JÚNÍMORGUNN Hér eru drengir vel að verki, — velja staðinn móti sólu; — þar á að hefja heiðursmerki Hjálmars gamla skálds frá Bólu. Sólin rjóða roðar tind, reifar hljóðan bæinn, er að bjóða lofts frá lind landinu góðan daginn. Seinnipartinn sígur á, söngur lífsins dvínar. Aldrei mun ég aftur sjá æskustöðvar mínar. Hjá þeim veit ég léttast loft lífinu breyta í gróða. Til þín leitar andinn oft, æskusveitin góða. I>ó er bót, ég ekki er upp með rótum skorin; eg mun njóta yls frá þér, unz að þrjóta sporin. Við þig tryggðir fékk ég fest, fáu búin að gleyma. I>að sem unni ég allra mest, eftir skildi ég heima. * Lengi minnzt er Hjálmars hreysti, hann þó gæfu ljæri skarða. Akralirepp hann eitt sinn reisti óbrotgjarnan minnisvarða. Vonum réttir vinarhönd vori mettur blærinn. Mókir létt við lága strönd lygn og sléttur særinn. Kyrrast þrár og þyngist brá, þunn á hár og vanga. Oft var sár og sælufá sjötíu ára ganga. v Oddnýjar eftir að hún varð ekkja en bússtjórnin, en það var, að hún tók þegar í stað að sækja alla hreppsfundi og neyta þar kosningarréttar síns, svo sem búandi ekkju bar, lögum samkvæmt. Var hún um langt árabil eina kona þar í sveit, er sat slíka fundi. Eigi lét Oddný undir höfuð leggjast að bera fram skoðanir sínar á fundum, þá er henni þurfa Jrótti, enda virtust flestir bændur sveitarinnar kunna þessu vel, því að mál sitt flutti hún jafnan af rökfestu og stillingu. Oddný var kirkjurækin kona og lét sig málefni kirkjunnar miklu skipta, enda var hún árið 1909 kosin í sóknarnefnd Skinnastaðarkirkju. Þremur árum síðar var In'in kjörin formaður sóknamefnd- ar og var Jjað óslitið upp frá því til ársins 1935, er hún baðst undan kosningu sakir lasleika og aldurs. Öll þessi ár var Oddný reikningshaldari kirkjunn- ar og var frumkvöðull að ýmsum framkvæmdum, er hún svo hafði umsjón með að á kæmust. Má þar til nefna steinsteypta girðingu um kirkjugarðinn á tvo vegu. Lögðu safnaðarmenn fram sjálfboða- vinnu við verk þetta að hennar tilhlutun, svo að ekki þurfti að hækka sóknargjöld af þessum sök- um. Oddný var hagmælt vel, en fór dult með. Skrif- aði og aldrei niður neitt af því tagi. Þó mun eitt- hvað af vísum eftir hana lifa í minni manna, eins og t. d. Jressi vísa, sem gefur allgóða hugmynd um liiná rólegu íhygli Oddnýjar: <Jft fylgir vizkunni villa, víst má finna gott með því illa, gráthljóm í lofgjörðum lífsins, Ijósgeisla í helmyrkrum kffsins. Eltir Jrað að Oddný lét af störfum, dvaldist hrxn hjá sonum sínum og tengdadóttur að Ærlæk, unz iiún andaðist í maímánuði 1937, rúmlega áttatíu og tveggja ára gömul. 44 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.