19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 8
orðum um hina göfugu hugsjón kvenréttinda- hreyfingarinnar og sagði, að körlum bæri skylda til að styðja hana af fremsta megni. Forsætisráðherrann sagði m. a., að þótt náttúr- an gerði mismun kynja, gerði andinn það ekki. Þessi kynjamismunur hefði einkennt veraldarsög- una allt til þessa dags, en færi nú stöðugt minnk- andi. Afleiðing þess hlyti að verða sú, að hver mannvera ætti að geta notið hæfileika sinna án tillits til kyns. Hann hældi grísku konunum fyrir margháttuð störf í þágu þjóðfélagsins, þátttaka þeirra væri ómetanleg í því viðreisnarstarfi, sem nú er hafið eftir langvinnan ófrið og styrjaldir. Ennfremur sagði hann, að persónuleiki grískra kvenna, frumkvæði og hæfileikar til að stjórna hefðu oft varpað skugga á karlmennina í sögu Grikklands. Jafnrétti kynjanna gæti ekki framar mætt alvarlegri mótspyrnu í Grikklandi. Aora Theodoropoulos, formaður gríska kvenrétt- indasambandsins, flutti Alþjóðafélaginu þakkir fyrir, að það hafði fyrir 38 árum átt frumkvæðið að stofnun þess. Það væri gleðilegur árangur af starfi félagsins, að nú hefðu næstum því allar þjóð- ir, er fulltrúa ættu á þessu þingi, veitt konum stjórnmálalegt jafnrétti. Á fundum félagsins lærð- um við að þekkja hver aðra, fyndum, að við ætt- um sameiginleg vandamál og gætum sameinazt um lausn þeirra. Þessi öld hefði verið tími mikilla erfiðleika fyrir okkur allar. Tvær heimsstyrjaldir hefðu skilið eftir sár, sem enn væru ekki grædd, en við hefðum lært, að konur austur og vesturs tengja bönd, sem eru sterkari en hatrið — bönd þjáninga og vináttu. I gær, í clag, á morgun. Þetta voru kjörorð þingsins, og átti að gera grein fyrir, hver aðstaða kvenna til þátttöku í þjóðmálum hefði verið, hvernig hún væri nú og hvers mætti vænta í framtíðinni. Fundir hófust kl. 9 og stóðu til kl. 2, með stuttu hléi til að fá sér svaladrykk. Mættir voru nær 100 fulltrúar víðs vegar að. Á kvöldin voru veizl- ur, annaðhvort hjá ríkisstjórninni, borgarstjórn- inni eða félögum. Tvisvar voru opnir fundir að kvöldinu, sem allur almenningur átti aðgang að. Stjórn félagsins hafði snemma á árinu spurzt fyrir um það hjá sambandsfélögunum, hversu margar konur ættu sæti á þjóðþingum í hverju landi, og einnig, hvern hlut þær ættu í bæjar- og sveitarstjórnum. Árangurinn af þessum fyrirspurn- um var ekki glæsilegur. Hæst hlutfallstala kvenna á þingi er í Finn- landi. Þar fengu konur kosningarétt og kjörgengi 1906 og eru alls 15 af hundraði allra þingmanna, en þar eru 30 konur á þingi. Næst að hundraðs- tölu er Jamaica. Þar fengu konur kosnnigarétt 1944, en vegna þess, hve þingmenn eru þar fáir, verður hundraðstala þeirra 14, þótt ekki séu nema tvær konur á þingi. I Svíþjóð eiga 37 konur sæti á þingi og 9 eru varaþingmenn (6%), í Frakklandi 30 (3,2%), Italíu 24 (3%), Danmörku 16 (9%), Israel 12 (10%), Noregi 10 (6%) og Tyrklandi 8 (1,3%), en þingmannafjöldi þessara ríkja veldur því, að hundraðstala þeirra verður lægri. Alls voru send- ar fyrirspurnir til 35 rikja, en í flestum þeirra, er ótalin eru, er ein kona á þingi, sums staðar 3 eða 4 og annars staðar engin. Þá var einnig rætt um, hverjar mundu vera orsakir þessa lélega árangurs eftir margra ára stjórnmálaréttindi, og þær reyndust vera marg- ar. Fimm ríki, sem nýlega hafa fengið sjálfstæði: Filippseyjar, Ceylon, Pakistan, Trinidad og Níg- ería, telja orsökina þá, að í þessum ríkjum að- hyllist bæði konur og karlar þá hefðbundnu skoð- un, að staða og starf konunnar eiga að vera bund- in við heimihð. Þess vegna fái konur ekki þann stjórnmálaþroska og þekkingu, sem þarf til þess að berjast um þingsæti við karla, sem bæði leynt og ljóst séu mótfallnir þátttöku þeirra í stjórn- málum. Pakistan hefur þá sérstöðu, að þar eru lög fyrir þvi, að 10 af hundraði þingmanna skuli vera konur. Þetta þykir þó ekki heppileg leið til að fjölga konum á þingum, enda bráðabirgðaráð- stöfun. Fjárhagsörðugleikar koma einnig til greina, og svo þykir konum oft stjórnmálabaráttan óhrein- leg og mannskemmandi. Til bóta var m. a. nefnt: sams konar uppeldi fyrir stúlkur og drengi, að flokkarnir beri kostnað af kosningabaráttunni, og endurskoðun kosningalaga. Þá kemur álit nokkurra ríkja, þar sem konur hafa haft kosningarétt í 10 ár eða lengur. öllum kemur saman um, að konur hafi ekki eins mikinn áhuga á stjórnmálum og karlar. I Englandi vilja konur heldur vinna í kvenfélögum, samvinnufé- lögum og að ýmsum félagslegum endurbótum en að taka beinan þátt í eða beita áhrifum sínum í stjórnmálabaráttunni. Giftu konurnar segja, að Frh. á bls. 34. 6 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.