19. júní


19. júní - 19.06.1970, Side 12

19. júní - 19.06.1970, Side 12
Konan á stigapallinum er að því komin að örmagnast. Þá heyrist þytur í lyftunni. Fulltrúinn sem beðið er eftir stígur úr henni með óðagoti, smeygir sér fram hjá bið- röðinni inn í einkaskrifstofu sína og læsir að sér. Það líður góð stund þar til hann opnar og hleypir þeim fyrsta inn. Biðröðin þokast nær dyrunum jafnhliða og þeir fremstu fá afgreiðslu. Þungaða konan hefur orðið að taka yngra barnið á handlegginn til að róa það. Andlil hennar er magurt og guggið en fötin hrein og þokkaleg. Börnin eru í heima- saumuðum úlpum, sniðnum við vöxt. Þau eru föl og veikluleg af næringarskorti. - Það voru þau þyngstu spor, sem hún hafði stigið á ævi sinni, þegar hún neydd- ist til að sækja um framfærslustyrk. Um síðuslu mánaðamót hafði hún heðið fulltrúann um þúsund krónur að auki en fékk aðeins fimm hundruð. í dag yrði hann að láta meira af hendi rakna, ef börnin ættu ekki að svelLa. Meðlagið, mæðralaunin og fjölskyldubæturnar hrökkva ekki til í þessari voðalegu dýrtíð. Hún hefur ekki séð unnusta sinn vikum saman, enda lítil stoð í honum eftir að diann varð atvinnulaus og lagðist í óreglu. Þau höfðu verið of ung og ekki haft efni á að gifta sig strax, og svo hafði það dregizt á lang- inn. Hana hafði alltaf dreymt um að gifta sig í kirkju og halda brúðkaup eins og annað fólk. Saml sem áður ber hún ennþá hlýjan hug til unnusta sins. - Skyldi hann koma í kvöld? Hún kennir þrýstings að haki sér. Bil hefur myndazt fyrir framan hana. Hún færir sig innar í skrifstofuna og hallar sér upp að veggnum. Henni sortnar fyrir aug- um. Skj álftakippir fara um líkama hennar. — Það hefði verið dásamlegt að geta varið síðustu vikunum fyrir fæðinguna á hvíldarheimili. En þá yrði hún að láta börnin til annarra. Hún verður að þrauka þetla af. Ann- ars er ekki kostur. Hún er komin framarlega í biðröðina þegar hún sér fulllrúann bregða sér yfir til gjaldkerans. Skömmu síðar er tilkynnt að kassinn sé tómur, og að þeir sem eftir eru verði að koma aftur á mánudag. Vonsvikin augu, herpt munnvik, signar axlir. Þurfa- lingarnir doka við ráðþrcta um stund. En fulltrúarnir hverfa á brott einn af öðrum. Gjaldkerinn skýtur gler- rúðunni fyrir afgreiðslugatið. Meðal þeirra sem ekki fengu úrlausn eru nokkrar ein- stæðar mæður. Handleggir þeirra eru dofnir af að halda á börnunum. Þær sleppa þeim úr fanginu og leiða þau út úr skrifstofunni, sem bráðlega verður lokað. Og þar fer hið unga ísland - með bogna fólleggi og bleika kinn. Vilborg Dagbjarlsdóttir: Úr ljóðaflokknum „ Kyndilmessu44 ii. Orð Droltins korn lil mín í stojunni l>ar sem ég sat yjir kajjibolla. Mér varð svo bilt við jyrsta veiið að ég slökkti í sígarettunni. Vei! sagði Drottinn þið reisið yndishús í glœpadal og standið á blíslri af ofáti en heyrið ekki hungurvein Biajra. Vei! Vei! sagði Drottinn l>ið emjið aj jrygð svo danssalirnir nólra meðan jrelsissöngurinn er kœjður í Kurdistan og fangelsisveggirnir bresta undan kvalaslununum í Grikklandi. Vei! Vei! Vei! sagði Drottinn þið hórttr sem veltið ykkur á hvílubeðjarhœgindunum meðan þungaðar konur eru ristar á kviðinn í Vietnam. Pá slcrúfaði ég jrá hljóðvarpinu og poppmcssan yjirgnœjði karlinn. 10 10. J Ú N í

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.