19. júní


19. júní - 19.06.1970, Page 14

19. júní - 19.06.1970, Page 14
greindaraldri, lestraraldri, hæðaraldri, þyngdaraldri, tannaldri, gripaldri og beinbyggingaraldri. Til þess að barn hafi skólaþroska þarf: A. 1. líkamsþroski að vera eðlilegur 2. sjónskyn vel þroskað 3. heyrn eðlileg 4. talfæri vel þroskuð og talhreyfingar eðlilegar 5. samhæfing og stjórn vöðva í leik og starfi góð 6. heilsa og þol gott. 13. 1. greindaraldur ekki undir 6 ára 2. næg reynsla og nokkuð auðug 3. tilfinningalegt jafnvægi 4. tiltölulega góður orðaforði 5. gallalaus framburður 6. áhugi og jákvætt viðhorf til skólastarfsins.* Æskilegt er, og næsta nauðsynlegt, að foreldrar geri sér grein fyrir, hvort barn þeirra hefur náð þeim lág- marksþroska, sem nauðsynlegur er við upphaf skóla- göngu. Hvernig hefur heilsa barnsins verið og hvernig er hún? Er ástæða til að ælla að heilsufar barnsins geti verið því hindrun í skóla? Hvernig er skapferli barnsins? Er það sjálfstætt og sjálfbjarga eða ósjálfstætt og hjálparvana? Er J)að fé- lagslynt eða feimið cg hlédrægt? Þessi atriði ráða miklu um líðan barnsins í skólan- um og þar af leiðandi um árangur í námi. Hvernig er orðafcrði og málfar barnsins? Hefur mikið verið talað við J)að og lesið fyrir J)að? Mjög snemma er hægt að „lesa“ með barninu fallegar einfaldar myndabækur, þar sem það lærir nöfn dýra og hluta, þá vex orðaforðinn, spurningar vakna og hug- myndaflugið fær byr undir vængi. Orðaforði og málfar mótast aj umhverjinu og hafi barnið notið góðs í J)essu efni hefur það ómetanlegan grundvöll að byggja á. I sluttri grein er ekki unnt að gera efni sem þessu verðug skil, og er því freistandi að benda áhugasömum foreldrum á hina ágælu bók Barnaverndarfélags Reykja- víkur, Uppeldi ungra barna, sem skrifuð er af skilningi og |)ekkingu færustu manna. Að lckum þetta: Ef fcreldrar, að athuguðu máli kcm- ast að raun um að eitthvað muni skorta á þroska barns- ins, sem á að hefja skólagöngu í haust, annað hvort hvað málfar snertir, crðaforða eða í félagslegum efn- um, svo eitthvað sé nefnt, er vissulega engin ástæða til J)ess að láta hugfallast, en mikil ástæða til þess að vera reiðubúin til samstarfs við kennara og aðra J)á aðila, sem frá upphafi skólagöngu eru J)átttakendur í uppeldi barna þeirra. *Ur grein Kari Wesscl í Fagmetodikk for folkeskolen 1%3. Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi: Um athugim á skólaþroska Reynslan hefur sýnl, að börn eru misjafnlega undir það búin að hefja nám og að óheppileg eða of hröð byrjun- arkennsla getur haft óheillavænlegar afleiðingar í námi. Einn liður í slarfsemi Sálfræðideildar skóla í Reykja- vík hefur J)ví verið að veita foreldrum og skólum borg- arinnar ])jónustu, sem miðar að ])ví, að forðast þess háttar mistök í námi og kennslu fyrstu árin í skóla. Þessi ])jónusta er fólgin í skipulagningu og undirbún- ingi vornámskeiða cg einstaklings athugun á börnum, sem hefja eiga skólagöngu, ef vafi leikur á um skóla- þroska ])eirra. Vornámskeið hafa verið haldin í skólum borgarinnar sl. 7 vor cg standa yfir í 10-12 daga. Markmið nám- skeiðanna er tví])ætt. I fyrsta lagi að gefa börnunum kost á að kynnasl skóla sínum, reglum hans og vinnu- aðferðum og búa ])au að J)ví leyli undir væntanlega skólagöngu. Engin venjuleg kennsla fer fram á nám- skeiðinu. Börnin eru tvo líma á dag í skólanum. Þau Iita, teikna og föndra, fara í gönguferðir cg ])eim sagð- ar sögur. Stefnt er að ])ví að skapa barninu jákvætl umhverfi, þannig að fyrstu kynni þess af skólanum séu sem skemmtilegust og barnið njóti sín sem bezl. Kenn- arar barnanna fylgjast vel með þeim, athuga viðbrögð þeirra í þessu nýja umhverfi og reyna að mynda sér skoðun á vinnulagi þeirra og framkomu. I öðru lagi er markmið námskeiðanna að finna þau börn, sem ekki teljast skólaþroska. Það er gert með því að lagt er fyrir börnin hóppróf, svokallað skóla- þrcskapróf. Einnig er sluðst við athugun kennara á barninu. í prófinu eru verkefni, sem reyna á einbeilingu, úl- hald, skilning, hreyfiþroska barnsins og aðra helzlu

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.