19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1970, Qupperneq 20

19. júní - 19.06.1970, Qupperneq 20
Kirsten Stallknecht, jormaður Dansk sygepleierád. Virkur áhugi ungra Iijúkrunarkvenna á félagsstarfsemi Eitt af þeim vandamálum sem stjórnendur svo lil allra fagfélaga eiga við að stríða er að fá félaga yngri sem eldri til virkrar þálttöku og sjá svo um að áhugamá! jafnt yngri sem eldri fái að njóta sín. Eðlilegt er að þessi vandamál séu stöðugt fyrir hendi og má líkja þeim við þann vanda er skapast milli kyn- slóða á ýmsum sviðum utan félagsstarfsemi. Af grein þessari má sjá, að það eru að verulegu leyli yngri meðlimir samtaka okkar sem ég mun ræða um, en lil þess að gela það verður fyrst að líta á aðstöðu lil framkvæmda eins og hún er í dag og eins og hún áður var. I>egar hjúkrunarkvennasamlökin voru fyrst stofnsetl, hyggðust þau að verulegu leyti á reynslu úr samtökum verkalýðsins og læknafélögunum. Forgöngu um málið höfðu framsýnar og dugmiklar hjúkrunarkonur. Félög okkar eru enn árið 1970 mjög svo mótuð af stjórnunar- og kennsluhjúkrunarkonum, þótt tala að- stoðarfólks og nema hækki stöðugt. Ymsar ástæður liggja til þess. Í fyrsta lagi eru hjúkrunarkonur frá |>eim degi er þær hefja nám sitt háðar einslrengingslegu skipulagi þar sem læknirinn ræður lögum cg lofum. Hjúkrunarkonur hafa um árabil reynt að koma á sveigjanlegra skipulagi, en þótt hjúkrunarkonur hafi sýnt bæði kjark og þolgæði 1 Q lö er einstrengingsháttur stöðugt ríkjandi og þó í heldur hóflegri mynd. Með löggjöf og aðstoð hjúkrunarskóla hefir verið reynt að koma á frjálsara kennsluformi og meira lýð- ræði en áður ríkti, en þó situr enn margt í sama fari. Ungar hjúkrunarkonur neyðasl frá byrjun til þess að falla inn í kerfi, sem byggt er á aga, dugnaði, reglusemi og hlédrægni. Allt þetta dregur mjög úr löngun hennar til að taka afstöðu til mála. Auk þess verður að taka til greina að hjúkrun er al- mennt talin kvenmannsverk á Norðurlöndum og svo til eingöngu konur, sem að hjúkrun starfa. Þetta verður að takast til alhugunar þegar rætt er um samtakafram- kvæmdir eða skort á þeim. Barátta kvenna fyrir auknu frjálsræði og ákvörðun- arrétti hófst fyrir um það bil 100 árum. Ef þessa er gætt, er hægara að skynja þann þrótt og framtak, þá þolin- mæði cg þann baráttuhug, sem hjúkrunarkonur sýndu með því að taka jjátt í samslarfinu. Fjölskyldu, vinum, umhverfi og vinnufélögum fannst ekki eðlilegt að liugsað væri of mikið um launakjör og ráðningar og fjarveru frá heimili og vinnu, er fylgdi í kjölfarið. Jafnvel 1970 erum við enn ekki fullkomlega búin að komasl af því stigi að hjónahandið sé talið líftrygging fyrir stóran hóp kvenna, og menntunin er þannig frekar miðuð við að húa konuna undir að komast hærra í þjóðfélagsstiganum við hjónabandið. Þjóðfélags- og fjölskyldubyggingin grundvallast enn árið 1970 víða á þvi að karlmaðurinn sé hinn virki aðili á vinnumarkaði og fyrirvinna fjölskyldunnar. Þessar staðreyndir hafa svo árum skiptir dregið úr framkvæmdaáhuga ungra hjúkrunarkvenna varðandi fé- lagsstörf og samtök og áhuginn hefir þá fyrst komið seinna, þegar á daginn kom að hversdagsieikinn var ekki eins rómantískur og uppalendur ungra kvenna vilja vera láta. Ýmislegt af því, sem hér hefir verið nefnt, er nú til athugunar. Stöðugt eru fleiri og fleiri stúlkur sem afia sér menntunar sem J)ær ætla að nota alla ævi. Þær við- urkenna að auk þess að óska sér að vera eiginkcna og móðir hafi þær einnig metnað og slarfslöngun á and- lega sviðinu. Framhald á bls. 25 19. .) ÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.